Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1986, Síða 52

Heima er bezt - 01.07.1986, Síða 52
því að tjöld fykju upp. Snjórinn leitaði alls staðar að komast inn. Óttast var, að Bjössi í Tóftum væri orðinn veikur, því að líðan hans var slæm. Reynt var að láta hann drekka kaffi og hlúð var að honum. Jói í Seli mundi eftir glasinu hans j Benna í Hlíð, sem hann hafði boðið honum úr á leiðinni fram daginn áður, og sagði þeim næsta frá. Var nú leitað til Benna, sem lét fúslega af höndum hoffmannsdropaglas sitt. Þorbjörn tók að sér lækningastörfin og gaf Bjössa inn úr glasinu, fyrst í blautum sykri, en síðan var bræddur snjór og blandað í hoffmannsdropunum, og er á daginn leið fór Bjössi að smá hressast. Benni og Jói reyndu að halda á sér hita með ýmsu móti og tuskast. Sveinn gamli á Grund kúrði niður á milli þess, sem hann bað menn að vera rólega, hann hafði dreymt fyrir þessu, „en öll él birtir upp um síðir, treystu forsjóninni,11 kvað hann. Undir kvöldið slotaði nokkuð veðurofsanum og tók að rofa til í lofti. □ Næsta dag var hríðarlaust, en kominn nokkur snjór og jörð frosin. Leitarmenn tygjuðu sig í hasti, tóku saman í pjönkur sínar og bjuggu sig til brottferðar. Hestarnir voru j sílaðir og öll reiðverin frosin. Er fullbjart var orðið, var lagt af stað. Þorbjörn skipti leitum, þá sem kunnugir voru, sendi hann á jaðrana við leitarmörkin og bað þá að hafa gát á að röðin héldist sem best. En á milli setti hann óreyndari menn og þá sem minna máttu sín. Bjössi í Tóftum var nokkru hressari, en þó ekki laus við svitakóf. og var hann látinn vera með hestana ásamt öðrum vönum manni, því að enn var hann tæplega göngufær. Yngstu gangnamennirnir stóðu sig vel. Benni í Hlíð varð að fara gangandi sína göngu, því að hún var meðfram Köldukvísl, en að henni lágu ýmist síki eða fúaflár, sem ófært var með hesta. Aftur ámóti var Jói í Seli látin smala um Hæðarbungurnar. en þær mátti fara á hesti. Þorbjörn, Steini á Læk og Sveinn gamli á Grund smöl- uðu saman því fé, sem eftir var frá fyrsta leitardeginum. Gekk seint að koma fénu áfram, sökum klamma og ófærðar. Allir lækir voru fullir af krapi og víða sat féð fast í keldudrögum og blautum flám. Framhald. Frestun á birtingu nafnaskrárinnar i í síðasta blaði tilkynntum við að nafnaskrá Gunnars j Markússonar yfir þá sem skrifað hefur verið um í Heima er bezt frá upphafi mundi birtast í þessu blaði. Því miður varð þvt ekki við komið núna, en hún birtist strax og unnt er. Utgefendur. Eiga þessar lýsingar á sönglögnm ennþá við? Svona greindi Eggert Ólafsson helstu flokka sönglaga sinnar tíðar Helstu flokkar sönglaga fyrir 200 árum: 1 Lystug lög hóflega fljót og fallega brevtin að hækkun og lækkun, til lystugs efnis. 2 Dimm og torveld lög til sorglegrar ræðu. 3 Jöfn og hæg lög til sjálfráðrar alvöru. hver ei mjög stjórnast af hryggð eða gleði. 4 Ójöfn og ákefðarsöm lög til melankóliskrar tölu. 5 Skemmtin lög en þó breytileg, til kímilegs efnis (satyrice) og þar sem blandast saman gaman og alvara. (Úr formála Eggerts Ólatssonar að kvæöum sínum. ..Kvæöi Hgg- erts Ólatssonar. útgefin eftir þeim beztu handritum er fengist gátu". Kaupmannahöfn IX32. Ljósprentaö hjá PÓB 1974). 296 Heimaerhezl

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.