Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1995, Síða 4

Heima er bezt - 01.04.1995, Síða 4
Agœtu lesendur. Veðrið hefur verið okkur Islendingum nærtækt um- ræðuefni oft á tíðum og er það kannski ekki svo ein- kennilegt, eins og það hefur inikil áhrif á daglegt líf okk- ar. Islenska veðrið er, eins og við þekkjum vel, ákaflega breytilegt og stundum „hart í horn að taka.“ Kunn er sú setning sem sögð er vera höfð eftir erlend- um ferðamanni sem sagði að á Islandi gæti maður fengið sýnishorn af öllum veðrum á svo stuttum tíma sem 15 mínútum. Satt er það, fljótt getur skipast veður í lofti á okkar ágæta landi. Stundum er haft á orði að veður hafi breyst hraðar en hendi væri veifað. Það hafa þeir svo sannarlega fengið að reyna sumir sem hætt hafa sér inn á hálendi landsins án þess að taka til ítarlegrar athugunar veð- urspá í upphafi ferðar. Oft hefur blessuðum veður- fræðingunum verið legið á hálsi fyrir það að spár þeirra vildu stundum reynast óáreiðanlegar. Það er þó engu að síður staðreynd að skammtímaspár þeirra eru orðnar býsna áreiðanlegar og hygg ég að það heyri orðið til undantekninga ef þær reynast ekki réttar. Islenska veðurspásvæðið hefur reyndar stundum verið talið til þeirra erfiðari í heiminum og hefur heyrst af veðurfræðingum annarra landa, þar sem lognmollan er gjarnan ríkjandi, er koma hingað til lands gagngert í þeim tilgangi að spreyta sig á að spá fyrir um veður á þessu svæði sem svo erfitt er að sjá út fyrirfram veður- farslega séð. Veðurspár nú eru nær eingöngu orðnar í höndum sprenglærðra veðurfræðinga með alls konar tölvur og tæki sem létta þeim starfið, en það er síðari tíma þróun. Hér áður fyrr varð fólk að treysta á eigin eftirtekt og hyggjuvit til þess að reyna að sjá fyrir það veður sem í vændum var. Sagt er að sumir hafi verið ótrúlega leiknir í því að sjá fyrir veður. Má segja að fólk hafi í því sam- bandi beitt öllum skynjunarfærum sínum. Sumir fóru eftir skýjafari í lofti og á fjöllum. Og sagt var að til hefði verið fólk sem gat t.d. fundið það á lyktinni hvort rign- ing var í vændum eða ekki. Eitt sinn heyrði ég líka þann djúpvitra mann, Þórð frá Dagverðará, segja frá því í viðtalsþætti, að hann hefði þekkt sjóróðraformann á Snæfellsnesi, sem hefði haft þá náttúru að geta séð nákvæmlega fyrir um veður og sjó með því einu að smakka á sjónum. Voru meira að segja til dæmi um það að hann hefði hætt við róður eftir að á flot var komið þegar honum líkaði ekki bragðið af sjón- um með tilliti til veðurfarsins, og það þótt allir aðrir for- menn á staðnum teldu vel sjófært og héldu til hafs. Kom það og á daginn að niðurstaða hans var sú rétta og í því tilfelli sem um var rætt hafði mikið óveður skollið á áður en dagur var langt liðinn. Það er með þennan hæfileika eins og alla aðra, sem fólk hættir að iðka, hann hverfur í gleymsku tímans. Annað atriði spilar reyndar þarna inn í, svo aftur sé nú vitnað í Þórð frá Dagverðará, en hann vildi meina að þau gildi og tákn sem menn fóru eftir áður fyrr, væru ekki brúkleg lengur. Veðurfar hér á landi hefði tekið slíkum breytingum á tiltölulega skömmum tíma að önnur lög- mál virtust gilda orðið í því efni. Þetta sýnir ásamt mörgu öðru þau áhrif sem maðurinn er far- inn að hafa á náttúrna með mengun og ýmsum vanhugsuð- um aðgerðum. Tákn og atriði sem hafa verið kynslóðunum óbrigðul um hundruð ára eru skyndilega orðin ónothæf, ef rétt er athugað hjá Þórði, sem ég efast ekki um. Menn eru jafnvel farnir að tala um í alvöru hugsanlegan möguleika á því að streymi Golfstraumsins kunni að taka breytingum vegna breyttra hlutfalla í hitastigi sjávar og hækkandi yfirborðs hans. Er nú hætt við að fjúka kunni í ýmis skjól okkar Frónbúa ef það fer eftir. Allt hefur þetta komið til á tiltölulega fáum áratugum. En sem betur fer er viðhorf manna til mengunar nátt- úrunnar óðum að breytast, þó reyndar fari oft hægt á tíð- um. Sjálfsagt á þekking veðurvísindamanna eftir að komast á það stig, ef hún er ekki komin á það nú þegar, að þeir geti haft áhrif á veðrið beinlínis og þá á ég við til hags- bóta. Reyndar hefur reynslan sýnt að slíkt fikt við veður- kerfi jarðarinnar getur haft varasamar og ófyrirsjáanleg- ar afleiðingar í för með sér. Þekkt er dæmið um það þegar bandarískir veðurvís- indamenn tóku að eyða fellibyljum með því að dreifa yfir þá svo kölluðu silfurjoði, sem olli því að þeim bók- staflega rigndi niður og hvarf allur máttur. Sjálfsagt hef- ur þetta þótt frábær lausn í fyrstu, menn gátu afstýrt tjóni og slysum, sem fylgir oftlega slíkum orkusveipum. En svo fóru menn að taka eftir því að hitastig þeirra svæða jarðar sem hvirfilvindamir gengu á milli fór að taka óeðlilegum breytingum. Annars vegar hækkaði hitastig- ið og hins vegar lækkaði það. Heitari svæðin tóku sem sagt að hitna og þau kaldari að kólna. Áttuðu menn sig þá á því að hvirfilvindarnir, þó slæmir þættu, voru geysi- Framhald á bls. 129 112 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.