Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1995, Side 23

Heima er bezt - 01.04.1995, Side 23
Haustmánuður hressti vinda hrakti flesta til að kynda, grútinn lagði hvíta linda lokkandi á efstu tinda. Gormánuður gafoss tóninn gantaðist með veðrasóninn, kœldi talsvert laxalónin, læðistfrá oss gœðabónin. Ýlirfreran faðma tók faldinn nauða allan skók, hrakti oss í haustsins brók, hefur gnauð við Ijórans krók. Mörsugur um miðjan vetur magnað hefur veðraletur, ýfir Frón og grœði getur grimmur Kári öllum betur. Og svo er það Askorunin í áskorun 28. þáttar birtum við vísu, sem við skoruðum á lesendur að svara með annarri samkvæmt þeim gamla og góða sið, að næsta vísa hæfist á sama staf og sú síð- asta endaði á. í síðasta þætti birtum við svar Óskars Ingi- marssonar við þeirri áskorun. Fleiri hafa tekið henni snaggaralega, ef svo má segja, og birtum við hér fyrst svar Rögnu S. Gunnarsdóttur í Kópavogi, sem þar með heldur uppi merki kvenhagyrðinga í þessum þætti. Hún svarar þannig: „Að kveðast á lærði ég sem barn heima í Jökuldal, og þótti okkur oft gaman að því. Eg sendi þér hér nokkrar frumsamdar vísur í tilefni þess. Sú fyrsta byrjar auðvitað á „D“ en hinar eru nú svona út í bláinn:“ Dýrt skal kveða um drengi ogfljóð afdjörfu víkingskyni, síðan gefa gerðan óð Guðjóni Baldvinssyni. Þakka þér fyrir gjöfina, Ragna. Eins og Ragna minnist á í formála sínum sendi hún okkur fleiri vísur í framhaldi af þessu svari sínu við áskoruninni og birtum við þær því hér í þessum lið þáttarins: I œsku var mér heima hjá hœgt að stytta vöku. Mér var kennt að kveðast á og kirja marga stöku. Kveði allir mest er mega, máli halla ei réttu þó. Rekkar snjallir eflaust eiga undir skalla afvísum nóg. Ef gera vísurfljóðin fín ogfara vel með Ijóðin sín, yrkja Guðjón óð til þín, það eflaust metur þjóðin mín. Ragna bætir við: „Að lokum er hér ein ellivísa. Hún er ekkert falleg en ég læt hana þó flakka:“ Elli fellir alla að velli, illa hrellir kella sú. Kalli á hellu á skalla skellir, skolla, mellu og hallarfrú. „Hún fer ekki í manngreinarálit vil ég meina.“ Við þökkum Rögnu fyrir vísurnar og má segja að hér hafi merki kvenhagyrðinga þáttarins nú verið reist við með glæsibrag og vel sótt inn á völlinn Braga. Okkar ágæti Ásmundur U. Guðmundsson svarar líka áskoruninni glæsilega og segir þetta: Dimm þó verði stund og stund, stökum við að hreyfa, vona þó aðfljúgi áfund faðmlaginu veifa. í síðasta þætti minntist ég á að hugsanlega mætti teygja svolítið úr þessari áskorun með því að skora á lesendur að svara vísu Óskars Ingimarssonar í þættinum með sama hætti, þ.e. á sama staf og vísa hans endaði. Kári Kortsson henti þá áskorun á lofti og svarar henni svona (loka- og upphafsstafur „M):“ Mœt er vísan, meyjarsál mörg jú kveikir bálið, en vart er sopið súpukál þó sjáist ausutálið. Kári tók reyndar einnig vel í að svara vísu Ásmundar með sama hætti og gerir hann það svona (loka- og upp- hafsstafur ,,A“): Aftur til þín einni hér óðar stöku varpa, alltaf gaman er það mér að yrða á svona garpa. Heima er bezt 131

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.