Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1995, Side 31

Heima er bezt - 01.04.1995, Side 31
bað hann mig að kveðja ástvinu mína um nokkurt skeið. Hann skýrði fyrir mér, að bæði mundum við styrkjast, ef ég yfirgæfi hana nokkurn tíma eða þann tíma sem ég yrði að dveljast á því skeiði, sem hann talaði um. Einnig væri það henni gagnlegt, ef hún reyndi ekki að skrifa næstu þrjá mánuði, þar eð miðilshæfni hennar hefði verið ofnotuð og hvíldi hún hana ekki mundi hún bíða tjón. Allan þann tíma væri mér nauyðsynlegt að læra, jafnvel einföldustu atriði, sem kunna þyrfti til þess að hafa stjórn á þeim. Aumingja ég, hversu erfitt var ekki þetta loforð okkur báðum, en hún gekk á undan með góðu fordæmi, og ég neyddist til þess að fylgja því. Ef hún vildi vera sterk og þolinmóð, bar mér einnig að vera það. Því gaf ég hátíðlegt loforð um, að ef sá góði Guð, sem ég hafði gleymt svo lengi, vildi minnast mín og fyrirgefa mér syndir mínar, væri ég fús að verja öllu lífi mínu og þreki til þess að bæta fyrir það ranglæti, sem ég hafði framið. Þannig atvikaðist það að ég yfirgaf um tíma hið órólega jarðsvið vegna andaheimsins, sem ég hafði kynnst svo lítið, en þar biðu mín miklar þjáningar og reynsla. Þegar ég hélt úr stofunni ásamt hinum nýja leiðsögumanni mínum, sneri ég mér að ástvinu minni og veifaði hendi í kveðjuskyni og bað þess um leið að Guð og þeir góðu englar, sem ég þorði varla að biðja um neitt mér til handa, vildu blessa og varðveita hana stöðuglega. Það síðasta sem ég sá voru hin blíðu, mildu augu hennar, sem fylgdu mér með svo mikilli ástúð og von, að það átti eftir að veita mér styrk margar erfiðar stundir á veg- ferð minni. 4. kafli í andaheimum eru margir furðu- legir staðir, dásamlegar sýnir ber þar fyrir augu, og þar eru mörg félaga- samtök til hjálpar iðrandi sálum. Þetta visthæli var þó furðulegast allra þeirra. Því var stjórnað af „Bræðralagi vonarinnar." I því sálarástandi, sem ég var þá í, var mér ókleift að gera mér grein fyrir hverju það líktist. Ég var þá lrk- astur bæði heyrnarlausri, blindri og mállausri veru. Þegar ég var með öðrum, gat ég varla séð þá eða heyrt til þeirra eða gert þeim mig skiljanlegan. Þó ég gæti séð ögn, var það líkast því að ég dveldi í dimmum sal með daufu rat- ljósi. A jarðsviðinu hafði það verið öðruvísi, því að þó allt þar væri hulið móðu, gat ég þó bæði heyrt og skynjað umhverfið. En þegar ég fluttist á þetta svið, ör- skammt ofar jörðinni, fann ég áþreif- anlega skort minn á andlegum þroska nema þeim allra grófasta og efniskenndasta. Þetta skeið í myrkri var mér svo þungbært, að jafnvel nú vil ég helst ekki minnast þess, svo mjög hafði ég elskað sól og birtu í jarðlífinu. Ég var frá sólarlandi, þar sem litskrúð náttúrunnar var fjölskrúðugt, him- inninn heiður og blár, gróður í um- hverfi stórfenglegur og ég hafði elsk- að sólskinið, hlýindin og hvers konar samræmi náttúrunnar. En hér, líkt og alls staðar eftir dauða minn, hafði ég aðeins fundið myrkur og kulda. Skelfilegt ógnar- myrkur umvafði mig sem næturhjúp- ur, sem ég gat með engu móti losnað við. Þetta skelfilega myrkur þjakaði sál mína meira en nokkuð annað. Ég hafði verið hreykinn og hroka- fullur í jarðlífinu. Ég var afkomandi ættar, sem vissi ekki hvað það var að beygja sig fyrir öðrum. I æðum mín- um rann blóð hrokafullra aðals- manna og í móðurætt var ég skyldur voldugustu mönnum jarðarinnar, sem höfðu með drottnunargirni stjórnað konungsríkjum að eigin geðþótta. En nú var aumasti og fá- tækasti ölmusumaður á götum fæð- ingarbæjar míns hamingjusamari en ég, því að hann hafði sólskinið og hressandi andrúmsloft, en ég var sem aumasti fangi í klefa. Hefði ég ekki átt vonarstjömu, lífs- engil minn og þá von, sem hún hafði veitt mér með ást sinni, hefði ég sokkið niður í sinnuleysi örvænting- ar. En þegar ég hugleiddi, að hún biði mín lífið á enda, eins og hún hafði heitið mér, og þegar ég endurvakti í huga mér blítt, viðkvæmt bros henn- ar, fékk ég endurnýjað þrek og dug, og ég reyndi að gefast ekki upp, heldur sýna styrk og þolinmæði. Ég þurfti hjálp allra, því að nú hófst tími þjáninga og baráttu, sem ég get varla gert nokkrum skiljan- legt. Ég gat naumast greint staðinn, sem ég var nú á, hann líktist stóru fangelsi, dimmu og óljósu að lögun. Síðar sá ég að það var stór grágrýt- isbygging, eins greinileg fyrir augum mér og jarðneskt grágrýti, með mörgum löngum göngum, nokkrum rúmgóðum sölum, en þó að mestu fullt af smáklefum, illa upplýstum og búnum fátæklegum húsmunum. Sérhver sál hafði aðeins það sem hún hafði áunnið sér í jarðlífinu, og sumir höfðu aðeins rúmflet, þar sem þeir gátu legið og þjáðst. Allir þjáð- ust á þessum stað. Hann var líkur sorgarranni, og þó var hann einnig hús vonarinnar. Sérhver hafði þó stigið upp á lægsta þrep vonarstigans, sem mundi með tíð og tíma færa hann nær himnaríki. í litla herberginu mínu var aðeins flet, borð og einn stóll. Ég notaði tímann í klefanum til hvíldar og umhugsunar og fór þess á milli um með þeim, sem höfðu öðl- ast krafta til þess að hlýða á fyrir- lestra, sem haldnir voru í stórum sal. Slíkir fyrirlestrar voru mjög áhrifa- ríkir. A líkingamáli voru skýrð afbrot hvers og eins, svo að öllum var ljóst með hverjum hætti þeir höfðu brotið af sér. Mikil áhersla var lögð á að gera okkur ljóst frá sjónarhóli hlutlauss aðila afleiðingar gjörða okkar og Heima er bezt 139

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.