Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.11.1951, Qupperneq 6

Æskan - 01.11.1951, Qupperneq 6
Jólablað Æskunnar 1951 Svona leið laufabrauðsdagurinn til kvölds. Daginn eftir kom fátækraþerririnn. Þegar Björn litli kom út um morguninn, fann hann hlýjan sunn- anvindinn leika um vanga sinn. Það var ekki um að villast, að fátækraþerririnn var kominn. Bjössi var fljótur að hlaupa inn til móður sinnar og segja henni fréttirnar. En liún vissi þegar, að hlákan var komin og var í óðaönn að undirbúa þvottinn. Hún bað Bjössa að hlaupa inn og segja stelpunum að fara á fælur. Og þurfti ekki að ganga eftir Birni að reka það erindi. „Farið þið strax á fætur. Fátækraþerririuu er kom- inn, og þið verið að hjálpa mömmu og vera dug- legar, svo að þvotturinn komizt sem fyrst út i þurrk- inn og hann verði orðinn þurr í kvöld.“ Að þessu búnu rak hann Ingvar bróður sinn á fætur og sagði honum að hjálpa sér til að bera vatn í þvottinn handa kvenfólkinu. Svo þaut hann fram aftur. Fátækraþerririnn varð eklci langgæður. Daginn eftir var komin norðanátt og hríðar hraglandi, og um kvöldið var kominn versti bylur. Þvotturinn á Felli náðist þó allur þurr, svo að ekki þurfti það að draga úr jólatilhlökkun barn- anna, sem alltaf óx meira og meira, eftir því sem jqlin nálguðust. Á aðfangadaginn var vonzku veður, norðanhríð og allmikið frost. Þó sagði faðir þeirra, að það væri ratfært á milli bæja innsveitis. Börnin settu það ekki svo mikið fvrir sig. Þau vissu, að allt var til reiðu til jólanna. Björn litli fór út með pabba sínum, til þess að flýta fyrir hon- um og vinnumanninum með útiverkin. Öll verkin áttu að vera búin fyrir klukkan sex, bæði utan bæj- ar og innan. Eftir þann tima mátti enginn gera neitt, nema aðeins að skammta jólamatinn. Samt voru börnin ekki vel ánægð með veðrið. Þau mundu það, að amma gamla hafði sagt þeim, að það væri hamingjumerki, ef einhver þurfandi maður kæmi á jólunum, svo hægt væri að líkna honum og veita honum góðgerðir af jólamalnum. Það var að vísu ekki sjálfsagt, að hann, ])essi jóla- gestur, kæmi á jólakvöldið, heldur aðeins einhvern tíma um jólin. En nú var úlilokað að nokkur gæti komið i dag í þessu veðri. En þau hugguðu sig við það, að veðrið yrði betra seinna, og þá gæli ein- hver komið, sem hægt væri að hlynna að, ef hann þyrfti þess með. Börnunum á Felli fannst dagurinn lengi að líða. Þau gátu ekki leikið sér úti, vegna þess hvað veðrið var vont, og inni höfðu þau enga eirð að leika sér 106 fyrir tilhlökkun, og stundum voru þau fyrir full- orðna fólkinu, þegar það var að taka til og gera allt hreint í bænum. Ilelzt var það til afþreyiugar að hjálpa eitlhvað til við jólaundirbúninginn. Það stytti tímann og flýtti fyrir að jólin kæmu. Ivlukkan 5 voru öll börnin böðuð. Það gekk nú ekki alveg hljóðalausl af, og jafnvel þó að þau væru ánægð að gera það, því það var ekkert annað en sjálfsagður undirbúningur fyrir jólin, þá þurftu allir að vera hreinir. Frammi i eldhúsinu var stór vatnsstampur með volgu vatni. Niður í hann voru þau sett, hvert af öðru. Stelpurnar fyrst og svo drengirnir á eftir. Þeg- ar búið var að þvo þau og þurrka, voru þau borin inn í rúm. Þar áttu þau að láta sér hlýna. Svo máttu þau byrja að klæða sig i jólafötin. Öll vissu þau, að þau áttu að fá einhverja nýja flík, svo ekki þurftu þau að klæða köttinn. Það var mikið gleðiefni. Um þetta leyti komu karlmennirnir inn frá úti- verkunum og fóru að þvo sér og hafa fataskipti. Öll störf áttu að vera búin klukkan sex, og þá þurftu allir að vera húnir að hafa fataskipti. Þá var lest- urinn lesinn og sungnir jólasálmarnir. Klukkan sex komu stúlkurnar inn og voru þá bún- ar með frammiverkin. Þær voru ekki lengi að hafa fataskipti, og þegar það var búið, tók pabbi strax húslestrarbókina og sálmabækurnar niður af hillu, og söngurinn og lesturinn hófst. Börnunum gekk hálfilla að halda alveg kyrru fyrir, meðan lesturinn var lesinn. Og þeim fannst hann óþarflega langur og erfitt að halda huganum föstum við efnið, nema söguna um fæðingu Jesú. Þau mundu vel eftir henni, þau höfðu lieyrt hana lesna áður, og svo hafði amma gamla sagt þeim liana, og þá skildu þau hana bezt. Þegar lesturinn var búinn, bauð allt fólkið bvort öðru gleðileg jól með handabandi eða kossi. Eftir þá hálíðlegu athöfn fór nú að lifna yfir börn- unum. Nú vissu þau, að mamma þeirra mundi fara að skammta jólamatinn, og þá fengu þau þann starfa að bera diskana inn, og það þótti þeim gaman. Skömmu eftir að mamma þeirra fór fram, hlupu börnin fram i búr. Jú, þarna stóð mamma þeirra við búrsbekkinn og allir diskarnir í röð á bekknum. Vinnukonan slóð þarna líka og var að telja sundur laufabrauðskökurnar og setja þær í smáhlaða, vissa tölu handa hverjum manni. Mamma þeirra raðaði á hvern disk hangikjöts- bita, magálsstykki, sperðilsstúf og svo pottbrauði og smjörsneið. Svo lét liún á hvern disk laufabrauð- ið, 5 kökur handa karhnönnunum, 4 handa kven- fólkinu og 3 handa börnunum. Birni fannst nú salt

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.