Æskan - 01.11.1951, Page 15
Jólablað Æskunnar 1951
Nonni og Dísa fóru nú að leika sér saman og
skemmtu sér vel. Dísa átti fallegan, rauðan bolta,
og þau hentu honum og gripu hann og léku með
hann á allar lundir.
Tíminn leið svo fljótt að þau vissu ekki fyrr en
degi var tekið að lialla og komið undir sólarlag.
Einhver kom út í hallardyrnar og kallaði: „Dísa,
ltomdu inn, það á að fara að borða.“
„Má ekki Nonni koma með mér?“ spurði Disa.
„Hver er Nonni?“ spurði mamma Dísu.
„Nonni er ósköp vænn og góður drengur. Mér
þykir svo gaman að leika mér við hann og tala við
hann, því að hann er kominn langt, langt að og
segir mér svo margt skrítið og skemmtilegt um það,
sem hann hefur séð, en ég hef aldrei séð.“
„Láttu hann þá koma með þér“, sagði drottningin.
„Góðir drengir eru alltaf velkomnir hérna.“
6. Yeizlan.
„Yiltu ekki koma inn og borða með okkur“,
spurði Dísa.
„Þakka þér fyrir, ég verð þvi reglulega feginn.
Mig hefur alltaf langað svo mikið til að sjá lifandi
kóng, en ég lief aldrei séð neinn fyrri.“
„Pabbi minn er góður kóngur“, sagði Dísa. „Ég
er viss um, að þér lízt vel á hann.“ Og svo tók hún
í hendina á honum og leiddi hann inn í höllina.
Nonni var fullur eftirvæntingar, og þó var hann
ekki laus við kvíða. Ilann hafði aldrei lcomið í
kóngshöll fyrri. Enn þá hvildi kisa i harmi hans,
og öðru hverju stakk hann hendinni inn undir treyj-
una til þess að strjúka um belginn á henni. Og kisa
lét i ljós ánægju sina með því að mala hástöfum.
Nonni og Dísa gengu saman inn í borðsalinn, og
hann var afarstór. Beint á móti dyrunum sátu
kóngur og drottning í hásæti. Alls staðar var fullt
af fólki. Við neðri enda borðsins var Nonna vísað
til sætis, beint á móti kóngi og drottningu, og Dísa
settist þar hjá honum.
Þjónarnir komu nú inn í langri lest og háru föt
og skálar með alls konar ljúffengum krásum, sem
þeir báru á borð, og ilminn af þeim lagði um allan
salinn.
7. Árásarherinn kemur.
Allt í einu hentist aragrúi af músum upp á borð-
ið. Aldrei liafði Nonni séð neitt sem líktist þessu.
Ilann var alveg steinhissa.
Mýsnar gleyptu á svipstundu i sig allan matinn.
Og þær voru svo gráðugar, að þær bitu meira að
segja í fingurna á kónginum sjálfum. Þær hlupu og
Sólskinsbörnum segi ég frá,
systrunum litlu, kæru:
Sesselja er björt á brá,
blá eru augun skæru.
Sigurveig er eins og hún,
yndis vafin þokka —,
augun blika undir brún —,
er með gullna lokka.
+
lioppuðu, tístu, bitu og klóruðu. Og alltaf komu
fleiri og fleiri. Fjöldinn var svo mikill, að enginn
vegur var að bjarga neinu undan þeim.
„Af hverju er þessi músafjöldi hérna?“ sagði
Nonni.
„Þær eru hér alllaf“, sagði Dísa. „Við verðum að
lofa þeim að éta eins og þær lystir, áður en við
getum byrjað. Annars mundu þær éta okkur lifandi.
Og alltaf er þeim að fjölga.“
„Hvernig stendur á því?“ spurði Nonni og reyndi
að halda aftur af kisu, sem brauzt um i barmi hans
allt hvað af tók og vildi komast úr bóli sinu.
„Það er af því að þær hafa svo mikið og gott að
éta, og svo eiga þær þetta sex til átta unga í einu,
mörgum sinnum á ári“, sagði Dísa.
En nú sá Dísa, að það var eilthvað að Nonna,
því að hann var orðinn eldrauður i framan og svit-
inn perlaði á enninu á honum.
Nonni var í ljótri klípu. Hann skammaðist sín
fyrir að láta fólkið sjá, að hann væri með leött i
barminum. En kisa fann músalyktina og var alveg
óhn að komast úr prísundinni.
115