Æskan - 01.11.1951, Side 31
JólablaS Æskunnar 1951
Réttarhald.
Einn þátttakandi í leiknum er lög-
reglustjóri, en hinir eru ailir söku-
dólgar, ákærðir fyrir ýmsar yfirsjón-
ir eða brot á mannasiðum.
Lögreglustjóri kallar þá fyrir sig
einn og einn og þylur yfir honum
sakargiftirnar, en ákærði reynir að
færa fram vörn i máli sínu og út-
skýra, hvernig standi á þessu tiltæki
hans. Ef honum tekst að finna
skemmtilega skýringu, er hann sýkn-
aður, en annars er hann dæmdur til
að hljóta hæfilega refsingu. Bezt er
að fullnægja dómunum tafarlaust, svo
að það glcymist eklci.
Auðvitað er leikurinn eftir því
skemmtilegri, sem sakargiftirnar eru
broslegri.
Minni hátlar afglöp gætu verið af
þessu tagi:
1. Þú varst staðinn að því í gær, að
þú sazt klofvega yfir þakið á
Landsbankahúsinu og söngst:
„Séra Magnús settist upp á
Skjóna“, svo hátt, að allir Reyk-
vikingar héldu, að þetta væri
merki um yfirvofandi loftárás og
flúðu í loftvarnabyrgi, en kýrnar
i Mosfellssveitinni urðu svo
hræddar, að nytin datt úr þeim.
2. Þú ert ákærður fyrir að liafa
hnujilað tarfkálfi norður á Strönd-
um, sundriðið honum til Græn-
lands, iaskað kafbát á leiðinni
með þvi að sparka í liann, bund-
ið tuddann svo við flugvél, sem
var að leggja af stað til Ameríku,
og er hann i óskilum þar vestra.
3. Þú sást um sexleytið í morgun í
hárauðum náttfötum uppi á Leifs-
styttunni. Þú varst með hamar i
hendi og danglaðir honum í haus-
inn á Leifi og sagðist vera að
negla tunglið við liann, af þvi að
rottur hefðu stíflað vatnsæðarnar
að aflstöðinni við Ljósafoss, og
þess vegna væri bærinn Ijóslaus.
☆
Hindrunarhlaup.
Ekki er ráðlegt að leika þennan
leik annars staðar en i rúingóðum
húsakynnum, og alls ekki þar, sem
eru vönduð húsgögn eða eitthvað
brothætt.
Tveir keppendur eru valdir og eru
látnir fara út á meðan allt er búið
undir hlaupið. Stólum, borðum,
skemmlum og þess háttar er stráð um
gólfið, svo að sem ógreiðast sé yfir-
ferðar.
Keppendurnir eru nú látnir koma
inn. Þeim er leyft að athuga vel
hindranirnar, setja vel á sig, hvar þær
eru og hvernig. Síðan er farið út með
þá aftur og bundið fyrir augu þeirra,
þvi að þeir eiga að hlaupa blindandi.
Á meðan verið er að þessu, eru allar
hindranirnar teknar úr vegi og raðað
upp að veggjunum, svo að gólfið er
autt, en farið er sem hljóðlegast að
þessu, svo að keppendur verði ekki
varir við.
Siðan eru þeir leiddir inn aftur og
keiipnin byrjar. Þeir vita ekki annað
en alls staðar séu hindranir og hoppa
livor i kapp við annan og glenna sig
yfir þær, en áhorfendur skemmta sér
dátt.
☆
Reikningsþrautir.
1. Kaupmaður nokkur, sem verzlaði
með vefnaðarvöru og ýmiss kon-
ar karlmannafatnað, fékk einu
sinni ókunnan viðskiptavin, sem
kom inn i búð hans og keypti af
honum enska húfu. Húfan kost-
aði kr. 4.50, en maðurinn borg-
aði hana með tíu króna seðli. Nú
gat kaupmaðurinn ekki gefið til
baka og fór þvi út i brauðsölu-
búð, sem var við hlið verzlunar-
innar, og fékk seðlinum skipt.
Siðan . greiddi hann manninum
mismuninn, sem liann átti að fá,