Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1955, Blaðsíða 11

Æskan - 01.11.1955, Blaðsíða 11
56. árgangur. o Reykjavík, nóv.—des. 1955. o 11.—12. tölublað. Séra Siguráur Einarsson: Sumarið með allri gleði sinni og fegurð er löngu liðið. Blóm og grös eru löngu sölnuð, fuglarnir farnir. Himinninn er ekki lengur blár og heiður, næturnar ekki bjartar. Það er vetur í landinu, og við minnumst sumarsins með angurværð og sölcnuði. En einmitt þegar allt var að verða svo ógnar- lega leiðinlegt, og börnin gátu ekki lengur leikið sér úti, eða gengið að útistörfum með fullorðna fólkinu á bænum, þá kom skólinn til sögunnar. Og skelfing var maður orðinn leiður á honum í fgrravor og lifandi, undur feginn að sleppa úr honum. En nú var það í raun og veru hreinasta happ, að skólinn átti að byrja. Þá vissum við þó, hvað við áttum að gera við okkur, og gera við tímann. Og gömlu námsbækurnar voru teknar upp. Þær voru orðnar dálítið þreytandi í vor, en vú voru þær eins og gamlir, góðir kunningjar. Það bar ekki á öðru! Það var bara gaman að lesa i þeim. Þessu liefði maður varla trúað. Og gaman að vera aflur með skólasystkinunum. Nýir leikir og ný slörf. Og svona líður tíminn, og dagarnir verða stgttri og styttri. Og skólaveran fer að verða dálítið tilbregtingalaus. Nú væri gaman, ef eitt- hvað stórfenglegt kæmi fgrir! Og svo kemur það. Það lcemur fgrir á hverju einasla ári. Jólin koma. Jólin fara að koma! Það hefur einhver orð á því í bekknum. Kannski úti á leikvelli. Það er orðið stutt til jóla! Já, viti menn, það er orðið stutt til jóla! Og nú byrjum við að lilakka til jólanna. Það verður bjartara yfir dögunum og samverunni. Jótahugsunin nær tökum á skólanum, kennaranum, börnunum. Hún grípur líka um sig á heimilunum. J ólaundirbúningurinn byrjar, jólaeftirvæntingin. Þetta er dásamlegur tími, og við förum að telja dag- ana til jólanna. Og nú fara dagarnir að verða dá- Utið hrekkjóttir. Þeir eru svo lengi að líða. Miklu lengur en venjulegir dagar. Einkum þeir síðustu fyi'ir jólin. Þeir geta verið alveg afleitir með það. Og svo er það, að jólin eru komin! Þ>au eru reynd- ar komin þrátt fyrir allt! Við erum komin í spari- fötin, kannsld nýju fötin. Það er búið að lweikja á öllum blessuðum Ijósunum, og einhvers staðar á góðum stað geymir mamma alla jólabögglana. Hún á mjög annríkt —, því að hún á líka að sjá um mat- inn, sjá um allt og gleyma engu. Og hún hefur áreið- anlega engu gleymt. En nú væri gustuk að hjálpa henni, hver sem betur getur, hjálpa henni með yngri börnin, og snúast fyrir hana og þvo upp, og óhreinka sig ekki! Annars verða þetta engin jól hjá mömmu, og hún verður aðeins enn þá þreyttari en hina dagana. En eitt má ekki gleymast. Og það er ekki mamma ein, sem á að muna það, eins og svo margt annað. Við eigum að muna það öll. Ekkert okkar má gleyma því. Jólin koma með boðskap til okkar allra — boð- skap um jólabarnið Jesúm Krist; guðs son. Þegar hann fæddist í heiminn á hinum fyrstu jólum, sungu englar guðs: Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefur velþóknun á. — Það var hann, sem sagði: Leyfið börnunum til mín að koma. Og nú skulum við koma til hans, og læra söguna um hann á jólunum, og læra um hann í 111

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.