Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1955, Blaðsíða 39

Æskan - 01.11.1955, Blaðsíða 39
Jólablað Æskunnar 1955 Samtalsleikur. Námsgreinir meiasl á. (Hvert barn kemur fraxn fyrir sína námsgrein og á að tákna hana. Biiningar eiga að vera alveg óbreytt- ir, en rétt er að hafa merki eða ein- kenni. Þau gætu verið t. d. renn- ingur úr hæfilega stífum pappa, sveigður í hring um höfuðið, og límt á hann nafn námsgreinarinn- ar, stafirnir klipptir úr mislitum gljápappír. Börnin koma inn á sviðið tvö og tvö saman, en fremst fer Leikfimi. Séu einhver hljóðfæri fyrir hendi, er það góður skemmt- unarauki, en trumba einhvers kon- ar er alveg nauðsynleg. Þau ganga í takt og tralla lagið við eftirfar- andi vísur. Þegar þau eru komin inn og búin að raða sér, syngja þau:) Skólans lífvörð skaltu sjá skunda fram og trumbu slá, ekki feiminn, eða gleynxinn, tra-ra-ram, ti’a-la-la-lá. Við erurn furðu fríður her íram við sækjum eins og her. Stöðugl saman starf og gaman standa við að hjálpa þér. Tökunx lagið, tra-la-lam, tra-la, la-la, liærra og fram látum gleði ljúfu gleði lýsa veginn hærra og fram. LEIKFIMIN (kemur skálmandi og stanzar framan við hópinn og ögn til hliðar): Viðbúin — standið rétt! Réttu svolítið betur úr hlykkj- unum, Reikningur. Þú þarft ekki cndilega að verxx eins og 3 í laginu. Og Landafræði litla, þú þarft nú ekki að sperra vömbina svona mikið fram, greyið mitt. — Svona, já, þetta er gott. — Ósköp ert þú fýld á svipinn, Saga min. Ertu alltaf að hugsa um óþurrkana síð- astliðið sumar? Lofaðu olckur hcld- ur að sjá eitt sólskinsbros, svona já. Þelta lílcar mér. (Snijr sér að áheyrendum.) Já, hm-hm, á-áheyr- endur góðir, hér sjáið þið okkur nú, alla mestu vinnuþjarkana í skólanum. Auðvitað finnst hverj- um um sig, að liann sé langmestur og merkilegastur, en það er nú sama, hvað lengi er jagazt og rifizt um það, ég skipa fyrir. (Snýr sér aftur að félögum sínum.) Standið rétt, sagði ég. Ekki að vera skæld og skökk eins og illa troðnir hey- pokar! Ég skal sýna ykkur, að ég er húsbóndinn hérna! Eiginlega er hálfgerð skömm að því, að ekki hafa allir mætt, en hvað um það, við skulum vera hnarreist og i góðu skapi. — Nú skulum við segja fólk- inu, hvaða gagn við gerum, og hver gerir sjálfur grein fyrir sér. Landa- fræði, þú byrjar. LANDAFRÆÐI (stigur citt skref fram): Já, ég heiti nú Landafræði. Ef ég væri ekki, þá mundu krakk- arnir ekkert vita um útlöndin og ísland ekki heldur. Það er ég, sem kenni þeim, að Rússland og Banda- ríkin eru stór og voldug ríki, ekki bara svona smálönd eins og okkar, heldur afar stór og voldug. Og Atlantshafið er sjór og Hekla er eldfjall og Grímsnesið er sveit, en ekki bara vanalegt nes, og Sofía er höfuðborg suður í heimi. Einhver var að segja mér, að stúlkur hétu stundum Soffíur, en það er varla, að ég trúi því. En ykkur er óhætt að trúa mér. Ég fer ekki með fleipur, enda er ég heimsfræg og á heima alls slaðar í heiminum. (Iiörfar til baka.) LEIKFIMI: Já, þið heyrið, að það eru ekki neinir aumingja gjöf, sem ég skyldi færa þér.“ Hann leit upp og augu lians flutu í tárum. Hann tók upp úr vasa sínum lítið spjald og gekk með það inn gólfið. Margrét flýtti sér að leggja Elsu litlu í stólinn og gelck á móti honum og tók við spjaldinu, sem liann rétti lienni. „Það á ég blessuðum saldeysingjanum, henni dóttur oklcar að þakka, að ég er ekki fullur eins °g svín núna niðri i kránni,“ sagði liann titrandi röddu. Margrét las spjaldið með tárvotum augum og hendur liennar slculfu. Á því stóð með skýrum stöfum: I. 0. G.T. „Ó, hjartans elsku maðurinn minn,“ sagði móð- irin, frá sér numin af gleði. „Stúkuskírteini.“ Hún varpaði sér i faðm manns síns og svalaði gleði sinni í tárum. — „Já,“ sagði hann, „i morgun, er augu mín o]inuðust, sór ég að hragða aldrei framar afengi og ég fór til formanns stúkunnar og fékk þetta skírteini lijá lionum. Maðurinn, sem talaði við mig i morgun, sagðist einnig geta útvegað mér vinnu hér í bænum, strax eftir liátíðarnar. Og liann horgaði mér tvö hundruð lcrónur fyrirfram, svo við þurfum ekki að óttast sultinn.“ Þegar móðirin gat loks mælt fyrir gleðitárum, lijúfraði liún sig upp að lionum og sagði: „Elsku maðurinn minn, þetta er sú fegursta og dýrmæt- asta jólagjöf, sem við höfum fengið. Og hún er okkur dýrmætari en allir fjársjóðir heimsins.“ í fyrsta sinn í tvö ár kysstust þau nú og grétu af gleði. Móðirin flýtti sér að vekja Elsu og segja lienni gleðitíðindin. Og það er ekki liægt að lýsa þeirri gleði, þeim fögnuði, sem ríkti á heimilinu þelta kvöld. Og allt var það jólagjöfinni lians pahha að þakka. Jólatréð var sótt og ljós kveikt á því. Elsa lilla fékk að ldæðast í nýja kjólinn sinn rauða og pabhi lienar lék við hana. Þegar hún svo fór að liátta, gleymdi hún ekki að þakka guði fgrir, að hann hafði bænheyrt hana. 139

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.