Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1955, Blaðsíða 16

Æskan - 01.11.1955, Blaðsíða 16
Jólablað Æskunnar 1955 •$»«&♦«$•♦§•♦§♦♦$♦♦§♦♦$»•$••§»♦$*♦$♦♦£••$•♦§♦•$*«$*«$**§♦*$**$*♦§*♦$•♦§*♦$♦♦$**$♦♦$**$*♦§*♦£♦*§♦♦§♦•§♦♦§♦*§♦♦§•*§♦♦$♦♦§•*$♦*$♦♦$* Mikið dauðans krili er þetta! eftir, hlæjandi og pískrandi, og eru greinilegá að búa sig undir að spyrja liana um eitthvað, sem kemur henni í klípu. Það er sama, hvað liún les og lærir milcið. Hún getur aldrei verið örugg með að vita allt, sem þeim dettur í hug að spyrja hana um. Klukkan hallar í sex. Jólahelgin nálgast óðfluga. Anna er komin í jólafötin, en hún finnur samt ekki til neinnar jólagleði. Hugurinn leitar heim til pabba og mömmu og systkinanna. Þar eru liennar jól. Hún er boðin í mat til frænku sinnar út í bæ, en það er eins og hún geti varla haft sig upp í að leggja af stað. Hún hefur samt ekki eftir neinu að híða. Ekki á hún von á neinum jólagjöfum nema að heiman, og þær er hún búin að fá. „I dag er glatt í döprum lijörtum, því drottins ljóma jól,“ er spilað á píanó einhvers staðar í húsinu. Tárin koma fram í augun á Önnu, og ónota kökkur fyrir hrjóslið. Þetta dugar ekki. Hún verður að herða sig upp. Ekki má hún fara að skæla eins og krakki. Dyrabjöllunni er hringt rösklega, aftur og aftur. Það virðast allir í húsinu vera svo vant við látnir, að enginn gefur þvi gaum. Anna hikar við, en fer svo til dyra, þó að liún eigi ekki von á neinni heimsókn. Það standa tveir drengir úti fyrir dyrum. — Hvern ætlið þið að finna? spyr Anna áður 116 en hún áttar sig á því, að þetta eru þeir Valdi og Óli. — Við ætluðum að finna þig, segir Valdi, og nú sér Anna, að hann er með stóran pakka undir hendinni. — Gjörið þið svo vel að koma inn, segir Anna. — Ég hef ekki tíma til þess, segir Óli. Ég á eftir að sendast fyrir hana mömmu. — Ég þarf ekki að sendast neitt meira, segir Valdi og kemur inn i forstofuna, en Óli stendur kyrr fyrir utan. — Okkur langar til að gefa þér þessa mynd, segir Valdi. Hún er hara frá strákunum. Við létum stelpurnar ekkert vita af því. — Nú verð ég að fara. Gleðileg jól, segir Óli og réttir Önnu liöndina, og er allur á hak og burt, áður en hún fær ráðrúm til þess að þakka honum eins vel og hún vildi. — Hérna áttu heima, segir Valdi og lítur í kring- um sig, þegar þau eru komin inn í stofuna. — Og það eru engar myndir á veggjunum lijá mér, eins og þú sérð, segir Anna. — Það er gaman. Valdi hlær og hristir ljósan lokk, sem leggst fram á liátt og fallegt ennið. — Ég á við, að það er gaman að gefa þér fyrstu myndina, segir hann. Anna tekur umbúðirnar utan af mvndinni, og Valdi hefur ekki af henni augun á meðan. Þetta er mynd af Jesú tólf ára, — gerð eftir frægu mál- verki. — Mér sýndist þetta fyrst vera stúlkuandlit, segir Valdi. Hvað svnist þér? Jú, Anna verður að játa, að myndin gæti eins verið af stúlku. — Ég er með nagla í vasanum, segir Valdi. — Nagla? — Já, nagla til þess að hengja myndina á, segir Valdi. — Það var indælt, en þá vantar okkur hamar, segir Anna. — Ég sá stein hérna fyrir utan, sem við getum notað, seair Valdi og hann þýtur eins og örskot út eftir steininum. — Þá er að velja staðinn fyrir mvndina. — Ég vil hafa hana hérna á móti bekknum, svo að ég sjái hana um leið og ég onna augun, segir Anna, og nú finnst henni allt i einu, að hún muni aldrei framar kvíða fyrir neinum degi. Valdi rekur naglann með röskum handtökum, og Anna heneir upp myndina, og svo setjast þau niður og horfa á hana. Það vill svo heppilega til, að Anna á nokkur epli

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.