Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1955, Blaðsíða 28

Æskan - 01.11.1955, Blaðsíða 28
Jólablað Æskunnar 1955 Heima er bezt. Þau reistu sér byggðir og bú þrastahjónin ungu, sem giftu sig einn fagran vordag, þegar sólin skein i heiði og léttur sunnanblærinn hvíslaði ljúft og þroskandi að nývöknuðum gróðrinum, sem teygði sig hvarvetna upp úr moldinni. Þau liöfðu orðið eftir um haustið, þegar frændur þeirra og félagar flugu suður um höf, til að forðast vetrarkuldann. Þá flugu þau léttilega inn i lítinn húsagarð, þar sem nokkur reyniviðartré og ribs- herjarunnar voru. Þar var nægilegt lianda þeim af ýmsu góðgæti, meira að segja hafði húsmóðurinni sézt yfir nokkur ribsber. Þarna var líka skjól fvrir næðingunum. En bráðlega byrjaði að snjóa og þrestirnir litlu gátu ekki lengur tínt herin og fræin og það, sem til féllst í húsagarðinum. Aðeins trén stóðu upp úr, allir runnar og blómsturbeð voru hulin í fönn. Litlu hjónaleysin reyndu að skýla sér i trjánum, en trén voru sjálf nakin og köld, því laufið skýldi þeim nú ekki lengur. Snjórinn liafði líka fest sig i greinum þeirra. Alls staðar var jafnkalt og skugga- legt, því fjöllin sk}’,ggðu á blessaða sólina vikum saman. Nú gátu þau ekkert annað gert en haldið vængj- unum fast að sér, til þess að þau frysu ekki alveg í hel. Þau voru hnípin og horfðu oftast niður fyrir sig, þvi sarpurinn var svo tómur. Þau voru hætt að syngja, af því að brjóstið var orðið svo kalt. Einhver, sem leit út um glugga, kom auga á þau og stráði brauðmolum og korni á fönnina. „Þetta eru nú reyndar engir vorboðar, hara svartir þrestir,“ hugsaði liann „en þeir inega ekki deyja hérna í húsagarðinum.“ Allt í einu heyrðu þau einhvern þyt í greinunum fyrir ofan sig og léttur andvari lék mjúldega um þau. Það var eins og þau vöknuðu af dvala og þau litu í kringum sig. Þau höfðu ekki tekið eftir því, að snjórinn var nærri horfinn og sólin var hátt á lofti. Loksins var byrjað að vora. Þau lyftu vængjunum og hoppuðu upp í toppinn á hæsta trénu. Þaðan sáu þau upp í heiðbláan himininn og þangað sendi sólin þeim vermandi geisla sína. Þess vegna urðu þau ástfangin. Nú langaði þau til að byggja sér hreiður. En hvar átti það að vera? Það varð að athuga vel, því hörnum sínum Urðu þau um fram allt að skapa öryggi. 128 Þeim var litið út á sjóinn. Hann var spegilsléttur og dró til sín geisla sólarinnar. Fjöllin lauguðu sig i lygnunni og létt skýin, sem léku sér undir himn- inum, líða þar um. Hvílík fegurð! Var ekki þarna staðurinn? En brátt sáu þau hverja háruna rísa af annarri og elta hver aðra, eins og þær vildu færa hver aðra í kaf. Nei, þarna var ekki liægt að hyggja hreiður. I húsagarðinum og í þorpinu var umferðin svo mikil, þegar voraði, að þar var ekkert næði og þeim sjálfum gat jafnvel verið þar hætta húin, hvað þá litlu ungunum þeirra. Þar vildu þau heldur ekki eiga heima. Þá var þeim litið upp til heiðarinnar og litlu hrjóstin þeirra þöndust út af fögnuði. Nú gátu þau ekki þagað lengur og þau hófu upp söng sinn: „Þú frjálsi fjallanna hringur. Þú fagra blómskrýdda hlíð. Hver farfugl af fögnuði syngur, er finnur hann faðmlög þín blíð.“ Þau flugu af stað, til þess að taka til starfa tafar- laust. Sumarið er svo stutt. I litlum dal undir bröttum hjalla, þar sem fjall- drapinn teygði arma sína og fléttaði greinar sínar innan um lyngið og nokkrar skógviðarliríslur teygðu sig móti sólinni og þar sem lítill lækur seitl- aði á aðra hliðina, en áin steyplist með lieljar- þunga í djúpum gljúfrum á liina, fundu þau sér stað. Þar var svo skýlt og friðsælt og þangað hrosti sólin svo blíðlega yfir f jallið hinum megin í dalnum. Von hráðar var hreiðrið tilhúið og þrastamamma lagðist ánægð ofan í það. Það leið ekki á löngu, að eggin voru orðin fjögur, og hún breiddi hlýja vængi sína yfir þau. Þrastapahbi flaug út á hverjum morgni, til þess að afla fæðu handa henni. Hvernig sem viðraði, hætti hann ekki fyrr en hann hafði fengið nefið fullt af maðki og öðru góðgæti. Ilann tyllti sér á tá á hreiðurbrúninni og rétti lienni matinn. Síðan settist hann á grein skammt frá og söng fyrir hana öll kvæðin, sem hann kunni. Einu sinni, þegar hann kom með óvenjulega mikið i nefinu, heyrði hann eitthvert tíst ofan i hreiðrinu hjá mömmunni. Það lá við að hann yrði hræddur, þvi þrastapabbar verða stundum hræddir, þegar þeir heyra í ungum í fyrsta sinn. En þrastamamma brosti til hans og lyfti upp öðrum vængnum. Þá sá hann, að þrír litlir ungar voru komnir úr eggjunum og sá fjórði var húinn að stinga nefinu út. Þá varð hann alveg hissa og tísti ofur lágt: „Blessuð börnin.“ Nú dugði honum elcki að fara eina ferð i matarleit, heldur varð hann að fara margar. Hann hafði tæplega nokkurn tima til að syngja

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.