Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1955, Blaðsíða 24

Æskan - 01.11.1955, Blaðsíða 24
Jólablað Æskunnar 1955 uötcl. Brúðan mín góð, nií kemur lcvöld, komið er mál að sofa, hverfa á dijrleg dularvöld, draumana sína lofa. Bjóddu nú pabba’ — og mömmu með mildar og góðar nætur. Raula ég viðkvæmt við þinn beð, verði þér blundur sætur. Margrét Jónsdóttir þýddi. „Við hljótum að mega fara, þegar þú ert líka. Byrjar þetta ekki klukkan níu?“ spurði Stjáni. „Alveg rétt,“ sagði Ragnar og gekk hálfhlæjandi í hurtu. „En við verðum að spyrja um leyfi,“ sagði Steini, „vilt þú gera það, Stjáni minn?“ — „Já, mér er alveg sama,“ sagði Stjáni, „þarna kemur Rann- veig, það er hezt að spyrja hana.“ Rannveig hafði verið að gá að lamhfénu og kom fram grundirnar. „Við erum að liugsa um að fara í híó í kvöld. Megum við það ekki, Rannveig?“ spurði Stjáni. — „Já, viltu leyfa okkur að fara, Rannveig mín,“ sagði Steini, „hann Ragnar í Holli sagði, að það væri svo spennandi mynd. Veðrið er svo gott og við verðum með honum.“ Rannveig þagði stundarkorn. — „Ég er lirædd um, að þetta sé engin harnamynd,“ sagði hún svo. „Ég efast um, að foreldrar ykkar yrðu okkur nokkuð þakklátir fyrir það, að við létum ykkur fara að flækjast ]>ar. Að minnsta kosti án þess að vera með ykkur. Það er miklu betra, að þið farið á sunnudögum, þegar sérstakar sýningar eru fyrir börn. Þær eru líka oftast klukkan fimm, en þessar myndir eru svo seint og auk þess ekki við barna hæfi. -—■ En hvar er húshóndinn? Ég þarf að tala við hann. Við getum nefnt þetta við hann lílca. Jú, þarna kemur hann fyrir húshornið.” Rannveig fann, að drengirnir horfðu með eftir- væntingu á eftir henni, en hún var langt frá því að vera að huasa um bíó. Hún gekk hröðum skref- um á móti húsbóndanum og sagði formálalaust: „Gimbrin hennar Grýlu gömlu er að drepast, hún hefur verið eitthvað lasin þessa dagana, eins og þú veizt. Ég held, að það þýði ekkert annað en 124 að flýta fyrir henni, svo að hún sé ekki að kveljast lengur.“ „Já, það hlaut nú að verða,“ sagði Njáll bóndi, „það er bezt að gera það á meðan drengirnir eru að borða. Ert þú ekki að fara inn til að laga kvöld- matinn? Ég læt þá hjálpa mér að hýsa ærnar á meðan. Ég tek eina tvílemhuna með henni og læt liana liafa annað lambið undan henni. Það er heppilegra.“ „Megum við fara í bíó?“ spurði Steini, þegar hann sá að Njáll og Rannveig slitu talinu. „Nei, þið verðið að hjálpa mér að sækja liana Grýlu gömlu,“ sagði Njáll, „lambið hennar er svo veikt, að það getur ekki gengið. Við verðum að koma með það heim í hús. Allur áhugi fyrir ferðalagi og skemmtilegri mynd var horfinn. „Heldur þú að litla lambið muni kannski devja?“ spurðu báðir í einu. „Ég veit það ekki, en ég er býsna liræddur um það,“ sagði Njáll. „En nú skulum við koma.“ Það stóð heima. Þegar þeir höfðu hýst ærnar, var kvöldmaturinn til. „Þið skuluð bara hyrja að borða, drengir mínir,“ sagði Rannveig. „Njáll er vist ekki alveg lilbúinn, hann fór inn i litla herbergið til þess að þvo sér. Hann kemur hráðum.“ Drengirnir settust orðalaust að borðinu, en Rann- veig laumaðist út með fjárbyssuna og hnif, til þess að Njáll gæti notað tímann. Hann þurfti að taka skinnið af litla aumingj- anum og sauma ])að á hitt lambið, svo ærin fyndi sömu lyktina af þvi, meðan hún væri að taka það i sátt við sig. Þegar drengirnir voru að enda við að borða, kom Njáll inn og spurði, hvort liann gæti ekki fengið aðra stúlkuna til að hjálpa sér að sauma skinnið á lambið. Drengirnir þutu upp frá borðinu. Illur grunur hafði gripið þá. Hvar liefur Njáll verið? Hvað var hann að gera? Spurningunum rigndi vfir fólkið. ,.T>ambið hennar Grýlu gömlu er dáið,“ sagði Niáll hóglátlega. „Þið ættuð að grafa af því kropp- inn, svo að hundórnir séu ekki að draga það til og frá.“ Drengirnir roðnuðu upp i hársrætur. „Já, það skulum við gera,“ sögðu þeir ofur stillt og gengu út. Að vörmu spori kom Steini aftur. „Geturðu gefið mér ofur lítinn kassa, Rannveig min?“ spurði hann, „ég get ekki látið lambið ofan i hlauta moldina.“ Rannveig hrosti og fékk honum kassa með loki yfir.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.