Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1955, Blaðsíða 31

Æskan - 01.11.1955, Blaðsíða 31
Jólablað Æskunnar 1955 V/fnin þrjú. Ævintýri frá Möltu. Einu sinni var konungur á eynni Möltu. Hann átíi sér eina dóttur, gáfaða mjög og glæsilega ásýndum. Hún var orðin gjafvaxta — og giftast vildi hún Sjarna, en hún krafðist þess, að eiginmaður sinn yrði sér jafntiginn og stæði sér á sporði í gáfum °g lærdómi. Þess vegna átti hver og einn biðill, sem til hennar kom, að liafa með sér þrjú vitni, er gætu sannað lienni með vitnisburði sínum, að biðillinn væri jafnoki hennar bæði að ættgöfgi og vits- inunum. Margir konungasynir komu og hiðluðu til lcóngs- dótturinnar á Möltu. Hún bar þessa spurningu upp við þá alla: — Ert þú jafningi minn og mér jafn snjall? —■ Það skyldi maður ætla, svöruðu þeir. — Hvaða vitni liefur þú? spurði kóngsdóttir. ■— Föður og móður, svöruðu piltarnir. —• Hvert er þriðja vitnið? spurði kóngsdóttir. Þá vandaðist málið. Sumir leiddu barnfóstrur sínar fram, aðrir kennara sína eða ætlingja. En kóngsdóttir vildi eklci taka þessi vitni gild. Hún sngði, að það gætu verið falsvitni, sem þeir hefðu ^nútað — og kóngssynirnir urðu frá að hverfa, hryggir og reiðir. Þarna í horg kóngsins bjó skransali noklcur. Hann átti son, fríðan og föngulegan, slóttugan sem ref og nægjusaman eins og smáfugl. Hann geldc til kóngshallar, þvi að hann hafði fengið þá flugu í kollinn, að liann ætti að kvænast dóttur kóngsins. Er hann kom inn í liallarsalinn, hneigði hann sig djúpt fyrir kónginum, en aðeins lítið eitt fyrir dóttur hans. — Hvaða náungi ert þú? spurði kóngsdóttir, — þú hefðir nú getað verið ofurlítið betur til fara, þegar þú gengur á konungs fund. — Fötin mín slitnu og hættu hafa kostað meira en allir þínir eðalsteinar og skartgripir til samans, því að ég lief sjálfur unnið fyrir þeim, en þú hefur aldrei hreyft minnsta fingur, til þess að fá allt skartið, svaraði sveinninn. Humm, sagði kóngsdóttir. En hvers vegna lmeigðir þú þig dýpra fyrir kónginum heldur en mér? Veiztu elcki, að ég er dóttir hans? — Sá, sem fer í kvonbænir, ætti ekki að kyssa skó konuefnisins á augabragði. '— Hvað er að heyra, mælti kóngsdóttir. Ætlar l)ú að gerast svo djarfur að biðja mín, sjálfrar kóngsdótturinnar? Hver getur þettat —- Já, svaraði pilturinn. — Það kemur ekki mál- inu við. Ég er sonur skransalans. —- Þykist þú vera jafningi minn? Hvar eru vitnin þín þrjú? — Vitnin mín eru: Sólin, loftið og jörðin. — Hvernig má það vera? spurði kóngsdóttir. — Líttu á slcuggann þinn, svaraði sveinninn. —• Hann er álíka dökkur og skugginn minn. Værir þú mér fremri, hlyti skuggi þinn að hafa annan fegurri og bjartari lit. Þetta er vitnisburður sólar- innar. Kóngsdóttir gat ekki borið á móti þessu. — Nú skulum við stíga upp á sinn stólinn hvort, liélt sonur skransalans áfram. Svona! Síðan liopp- um við niður. Þau gerðu þetta. En kóngsdóttirin var óvön slíku lioppi og datt og meiddi sig á fæti. — Æ, æ! veinaði hún. — Þetta er vitnisburður loftsins, sagði pilturinn. — Ef þú værir mér fremri, þá hefðir þú svifið í loflinu létt eins og fugl eða fiðrildi. — En svo er þá jörðin eftir, sagði lcóngsdóttir. — Ég kom inn í kirkjugarð fyrir skömmu, svar- aði sonur skransalans. — Þar sá ég grafarana vera að ryðja gamla gröf. Enginn fékk séð það á beina- ruslinu, hvort það var kóngsdóttir eða ruslkaup- maður, sem þar liafði verið lagður, endur fyrir löngu. Þetta er vitnisburður jarðar. Kóngsdóttir sat þögul langa liríð. Síðan mælti hún: Vitni þín eru heiðarleg og sönn. Þú ert vitrari en ég. Þig vil ég eiga fyrir eiginmann. Þetta varð. Sonur skransalans varð kóngur, er fram liðu stundir, og liann og drottning lians ríktu hæði vel og lengi. Úti er ævintýri. Margrét Jónsdóttir þýddi úr ensku. m

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.