Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1955, Blaðsíða 40

Æskan - 01.11.1955, Blaðsíða 40
Jólablað Æskunnar 1955 Skrítnar skepnur. að hjálpa þeim út úr vandræðunum, Þú sérð, að teiknarinn hefur haft taka gegnsæan pappír og teikna skepn- hausavíxl á skepnunum. Þú ættir nú una upp eins og liún á að vera. bjálfar, sem ég stjórna. Náttúru- fræði mín, hvað hefur þú að segja okkur? NÁTTÚRUFRÆÐI (Hóstar og ræskir sig): Þið verðið að afsaka, að ég er dálítið kvefuð. Og það er svo sem engin furða, því að mitt heimkynni er alls staðar, frá fjalla- tindum og niður i hafdjúpið. Og veðrið er oft rysjótt, eins og allir vita. Ég var í morgun að reyna að kenna börnunum, hvernig veður- fræðingarnir fara að því að spá um veðrið. Ég þurfti að skreppa nokk- uð hátt upp í loftið til að litast um, 140 en þá lenti ég í lemjandi krapa- hryðju og norðangjósti, og síðan er ég alltaf að hósta og hnerra. En ég er nú samt ekki að kvarta. Það er svo gaman að sjá augu barnanna Ijóma af áhuga, þegar ég er að segja þeim frá ýmsum dýrum og blómum og undrum tækninnar og fjölda sóllcerfanna í geimnum og LEIKFIMI: Já, þú hefur frá mörgu að segja. Þú gætir nú víst sagt, ekki síður en Landafræðin, að þú sért heimsfræg, því að mér skilst þú vera einhver merkasta vísindagreinin. En þetta er nú nóg. Reikningurinn þykist líklega eitt- hvað hafa að segja líka. REIKNINGUR: 5 og 6 eru 11, og 7 frá 31 er 24. Ég get liclzt ekki talað öðruvísi en í tölum, og ég skammast mín ekkert fyrir það, því að tölurnar eru alheimsiUál. % ldló af kjöti, 1% kíló af lauk, % kíló af salti, þetta verður saman- lagt 2% kíló, en Matreiðsla verður að segja til, livort mátulegt er af hverju. Ég veit það ekki. LEIKFIMI: Hún er nú ekki við, en við látum það gott lieita og bú- um bara til kjötbollur úr þessu —. REIKNINGUR: Ekki trufla mig. 4%% af 92 krónum í 1 mánuð og 4 daga verður . .. látum okkur sjá .... LEIKFIMI: Já, ekki er það lítið, sem þú kennir blessuðum börn- unum —. REIKNINGUR: Þau vita þó all- ténd, að 7X9 er 63. LEIKFIMI: Ja, það skyldi nú vera. En lilustum nú á, hvað Saga vinkona okkar hefur að segja. Al- heimsmálið þitt er dálilið þurrt, ef maður fær of mikið af því í einu. En það er gott með öðru í bland. Jæja, Saga mín. SAGA: Ég heiti fullu nafni ís- landssaga, og það er veglegt nafn. Eg kann að greina frá mörgum ágætum mönnum og konum. Ég minni ykkur aðeins á Ingólf og Njál og Snorra og Jón Arason og Jón Sigurðsson. Ég tala um þessa ágætu menn við börnin og kenni þeim að virða þá og dást að þeim. LEIKFIMI: Já, við berum lika mikla virðingu fyrir þér, Saga. Þér eigum við að þakka það, að við vitum, að Gunnar gat stokkið hæð sína upp í loft í öllum herklæðum og Skarphéðinn tólf kílómetra austur fyrir Markarfljót-------. SAGA (gripur fram i): Gunnar stökk hæð sína í loft upp, en ekki ujip í loft, og Skarphéðinn hljóp tólf álnir, en ekki kílómetra —. LEIKFIMI: Já-já-já, ég held það sé sama, hvort maður segir upp i loft eða í loft upp, og mér finnst nú gamaldags að kalla kílómetrana álnir. Og svo vil ég ekki, að neinn

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.