Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1955, Blaðsíða 12

Æskan - 01.11.1955, Blaðsíða 12
Jólablað Æskunnar 1955 Ragnheiður ]ónsdóttir: I foreldraleit. Stóra liliðið er opið, og Óli hugsar sig ekki andar- tak um. Iiann notar tækifærið og hleypur út á götuna og eitthvað áfram, án þes að gera sér grein fyrir, hvert ferðinni er heitið. Reyndar er hann lengi búinn að ætla sér að fara út í heiminn að leita að pabha sínum og mömmu, þvi að hann hlýtur þó að eiga foreldra eins og önnur börn, þó að hann hafi aldrei séð þá. Hann hefur lieyrt forstöðukonuna segja gestum, að liann væri munaðarlaus. Iiann skilur ekki orðið, en veit samt, að það er eitthvað leiðinlegt, af þvi að forstöðukonan verður svo raunaleg á svipinn, þegar hún segir það. Það er enginn vondur við hann á barnaheimilinu, en dagarnir eru ailir eins, og hann fær aldrei heim- sókn eins og hin börnin og ekki neinar skemmti- legar gjafir á jólunum eða afmælinu. Óli litli lileypur beint af augum. Það er mjög skuggsýnt. Gatan er svo illa upplýst og drjúgur spölur á milli liúsanna. En langt fram undan er glampandi birta. Það er borgin, sem stúlkurnar tala svo mikið um. Þar hlýtur hann að finna pabba og mömmu, og hann ætlar að biðja þau að lofa sér að vera alltaf hjá þeim í fallegu húsi með stórum blómagarði í kringum, eins og í mynda- bókinni. Æ, hann hélt að það væri ekki svona langt til borgarinnar, og hann er svo einmana á þessum skuggalega vegi. Hann vill samt ekki gefast upp og snúa aftur. Hann verður að reyna að finna pahba og mömmu, svo að hann þurfi ekki að vera lengur á barnaheimilinu. Það birlir smátt og smátt og verður skemmra á skólanum í vetur, læra orðin, sem hann sagði, og læra um verlcin, sem hann gerði. Og læra að líkjast lionum. Til þess eru jólin gefin okkur á hverjum vetri. Og svo að auki allt hitt, gleðin, gjafirnar, Ijósin. En þetta má eklci gleymast. — Það er undurgaman á jólunum. Og enn munu þau lcoma í vetur. Og þegar þau eru liðin, munu þau slcína í endurminningunni með birtunni af öll- um sinum blessuðu Ijósum, eins og jól allra ára frá því við munum eftir olclcur fgrst. Jólin lcoma, kæra barn! Gleðileg jól! milli húsanna, og allt í einu er Óli lilli kominn á fjölfarna götu með uppljómuðum búðargluggum til beggja lianda. Þetta lilýtur að vera borgin. En livert á liann nú að snúa sér, og livern á hann að spyrja um pabha og mömmu? Það eru allir að flýta sér, og alltaf bilar að hruna framhjá honum, flutningsbilar, stórir fólkshilar og litlir bílar. Þessir bílar eru allavega litir, gulir, rauðir, grænir, bláir og svartir. Kannski á pahbi lians svona íallegan, grænan híl og kemur hráðum í honum til þess að sækja hann. En hvernig á pabbi hans að þekkja hann? Óli nemur staðar og veifar ósjálfrátt hendinni, þegar hann sér grænleitan bíl, en þeir þjóta allir framhjá með eins miklum hraða og aðrir bílar. ÓIi er orðinn þreyttur á að standa og bíða, og liann röltir aftur af stað. Hann lieldur áfram að horfa á fólkið og bílana í þeirri von, að einhver gefi sig að honum. En það lítur enginn við honum. Það er eins og fólkið viti elcki, að hann er til. Hann eigrar eftir mörgum götum, og loksins kemur liann að afarstóru húsi með breiðum tröpp- um, sem prúðbúið fólk gengur eftir. Dyrnar eru opnar upp á gátt, og út um þær leggur glampandi hirtu. Óli horfir hugfanginn á þessa dýrð og labbar svo upp tröppurnar á eftir fólkinu, en brestur kjark til þess að fylgja þvi inn í birtuna. Þess í stað læðist liann upp með húsinu og fer þar inn um bakdyr. Hann er nú staddur i stórri forstofu og heyrir óminn af liljóðfæraslætti einhvers staðar úr fjarska. Hann opnar næstu dyr með mestu varúð og gægist inn i langan, skuggalegan gang. Hljóðfæra- slátturinn færist nær og nær, og Óli heldur áfram eftir ganginum, eins og dreginn af einhverju ósýni- legu afli. Hann sér engan mann, og enn verða fyrir honum dyr, sem hann opnar. Nú er hann kominn inn í dimmt herbergi, sem aðeins er lýst upp af skímu frá götuljósi fyrir utan gluggann. Þessi skima er þó nóg til þess, að ÓIi getur greint það, sem inni er, og það vekur honum mikla furðu. Á gólfi, borði og bekkjum er allt fullt af hljóð- færum, alls konar liljóðfærum, eða brotum úr hljóðfærum. ÓIi kann ekki nöfn á þessu nærri öllu, en hann gengur um og þreifar og skoðar. Þarna er píanó, sem gefur frá sér svo undar- legt hljóð, að hann hrekkur í kút, ]iegar hann styður á nóturnar. Hann heldur áfram að handleika þessa merkilegu töfragripi, sem titra við snertinguna. 112

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.