Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1955, Blaðsíða 30

Æskan - 01.11.1955, Blaðsíða 30
Jólablað Æskunnar 1955 Geri aðrir betur! «£•«£»«£»•§•«£»•£»«£••£»«£••§««£»•£««£»•§«•£•«§»•£»«£»«£»«£•«§«•£••£••£•«£•»£( ♦’« ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦<'*♦ •*♦ ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ »*♦ »*• •* inn horfði undrandi á þetta. „Þeir eru líklega svangir. Þess vegna liggur svona illa á þeim,“ taut- aði hann, „en hvers vegna í ósköpunum eru þeir að eyða tíma i þetta? Hvers vegna skipta þeir ekki á milli sín þvi, sem þeir liafa og fara svo af stað til þess að afla meira. Ég verð að revna að fá þá til að hugsa um eitthvað annað en rifrildi og skammir. Það er hezt, að ég syngi fyrir þá.“ Svo færðist hann allur í aukana og hyrjaði að syngja fallegu ljúfu Ijóðin sín, sem hún mamma hans hafði kennt honum. Og hvað skeði þá? — Allir fuglarnir hættu að rifast, en liann sá elcki betur en að fjaðrirnar risu á höfðinu á þeim. Þeir litu hver til annars og sögðu reiðilega: „Hver er þessi fugl, sem vogar sér að syngja áhyggjulaus á meðan við berjumst fyrir brauði handa okkur. Hingað hefur hann ekkert að gera, hann getur hypjað sig burtu. Förum og reytum af honum fjaðrir.“ Nú varð litli fuglinn bæði hryggur og reiður. Hann sveiflaði vængjunum og flaug af stað, en áður en hann komst í burtu, náði einn fuglinn að kippa fjöður úr bringunni á honum, svo að Iiann sár- sveið. En hann skykli nú samt fara inn í þorpið til þess að hlýða á sönginn og þá mundi hann gleyma þessu atviki. 130 Hann sá prúðbúið fólk, sem ljómaði af ánægju og flýtti sér eftir götunum til þess að skemmta sér við söng og hljómlist. Hann sá hóp af kátum og glöðum börnum í leik og hann sá ljósadýrð og ljómandi skraut í búðargluggum. En honum fannst sér ofaukið. „Ég er víst sá eini, sem enginn kærir sig um,“ hugsaði liann og leit í kringum sig. En hvað var þetta? Hinum megin við götuna voru nokkur hörn. Unginn litli sá ekki betur en að þau væru öll að gráta. „Hvers vegna eruð þið að gráta,“ kvakaði hann undur milt. — „Af því enginn kærir sig um okkur. Okkur er svo kalt, fölin okkar eru svo léleg og við erum líka sár- svöng. — Enginn kærir sig um okkur.“ Litli unginn horfði um stund á hörnin alvarlegur í bragði, svo flaug hann hljóðlátur í hurt. Hann gat eldcert gert fyrir hörnin. Nú skyldi hann fljúga beint til skógarins. Þar hlaut þó að vera gott að vera. Þar hafði hann séð skrautbúna fugla og ilm- andi blómareiti. Hann flauginn í skóginn, langt inn í skóginn, þar sem trén stóðu svo þétt, að limarnar náðu alveg saman. Þarna var dimmt. Þarna voru alls konar ormar, sem ekki þoldu dagsljósið, og því síður, að sólin skini á þá. Þeir nöguðu rætur trjánna, sem í tign sinni breiddu krónur sínar móti sólinni og kinkuðu kolli til himins. Trén þohlu frost og storm og gátu hrist af sér logndrífuna, en þessum viðbjóðslegu kvikindum tókst stundum að naga sundur rætur þeirra og fella þau. Þarna gat litli fuglinn ekki verið og áður en varði var hann lcominn inn í húsagarðinn, þar sem pabbi hans og mamma höfðu kynnst í fyrsta sinn. Þar settist hann á grein og rifjaði upp fyrir sér það, sem hann hafði séð. Ilann fór að syngja um það allt og líka um litla hreiðrið sitt, þar sem hann fyrst vaknaði til lífsins, skynjaði sólina, starði út í geiminn og upp í stjörnubjart hvelið. Þegar hann þagnaði, heyrði hann eitthvert skrjáf fyrir aftan sig. Ofurlítil þrastamær, sem lílca var nýkomin úr langferð, hafði laumast þarna inn. „En hvað þú syngur vel,“ sagði hún. „Ég lief aldrei heyrt svona fallegan söng.“ — „Finnst þér það,“ sagði hann tómlátlega, „fuglarnir í fjörunni vildu ekki hlusta á mig.“ — „Það er bara af því, að þú syngur lagið öðruvísi en þeir, og þeir gáfu sér ekki tima til að hlusta á þig, þangað til þeir skildu þig. Ætlarðu að vera hérna lengi?“ — „Nei, ég ætla að fara í kvöld og leita að hreiðrinu mínu, ef þú vilt koma með mér. Þar var svo dæmalaust gott að vera.“ Þau hófu sig til flugs. Litli dalurinn ómaði allur af Ijúfum þrastaklið í kvöldkyrrðinni. Bergþóra Pálsdóttir frá Veturhúsum.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.