Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1955, Blaðsíða 22

Æskan - 01.11.1955, Blaðsíða 22
Jólablað Æskunnar 1955 Jakob Thorarensen: Gjamía ízisa. I Hún kisa var komin að bana og kallaði mýsnar til sín að sænginni, og klökk hún sagði: — Æ, svona er nú heilsan mín. Nú sættumst við, elskurnar allar, áður en bugar mig hel. Þó margt hafi borið á milli, þá meinti ég hlutina vel. Ég nartaði ólukkans illa, en æði er mín lífsskoðun breytt. Nú kveðjumst við, kropparnir litlu, og kyssumst að skilnaði heitt. j Þá glúpnaði músin sú minnsta og munninn sinn rétti fram —. En kastaðist svikin og kvalin í kattarins rándýrs hramm. j Og kisa var aftur á kreiki það kvöld og ei iðraði þess. Lá makráð í meyjanna keltum og malaði södd og hress: j — Ég veit ég er gölluð og gömul og gerist til veiðanna stirð. Mín einasta hjálp er, hvað hræsnin er hentug og mikilsvirð. : •*.: Berta klappaði honum og rétti honum sneið af ananas. Bimhó klifraði með liana upp á þak til þess að éta liana, alveg eins og áður upp í matax-- dallinn á bambusstönginni. Svo kom liann niður aftur, og þá bauð Berta honum súkkulaði. Hann Ijómaði af gleði og skríkti eins og hann var vanur að gera, þegar hann fékk eitthvert sérstakt hnoss- gæti. — Þetta hef ég aldrei séð áður, sagði forstjórinn dolfallinn. Gibbon að éta súkkulað! Það er lítill efi á, að þetta er fósturbarnið ykkar! Það var líka orð að sönnu. Hann margsýndi það, að hann þekkti alla úr fjölskyhlunni, og liann fagnaði endurfundunum af öllu sínu apahjarta. (Eftir Geogr. Mag.) Jólasveinar. Allir kannast við sögurnar af jólasveinum, sem þjóðtrúin hefur skapað. Ekki her þeim vel saman um ætt þeirra og uppruna. Þeir virðast helzt vera kynblendingar af álfum og tröllum, álfum í föður- ætt, en tröllum í móðurætt, og er víða sagt frá því í sögum. Eru þeir þá taldir synir Leppalúða og Grýlu tröllkonu. Sumir segja raunar, að þeir séu þjónar Grýlu, en ekki synir hennar. Þeir eru í mannsmynd að nokkru leyti, nema þeir eru klofnir upp að herðum, liafa klær fyrir fingur og tær og fætur kringlótta. Þeir eru taldir likir mönnum að stærð, en þó segir í vísu einni: „Með þeim voru jólasveinar jötnar að hæð ...“ En það er lílca oft sagt um hávaxna menn. Jólasveinar eru illir að eðlisfari og líkastir púk- um, lifa mest á blótsyrðum manna og óvönduðum munnsöfnuði, þeir eru líka rógsamir og rángjarnir, einkum á hörn. Stundum hjálpa þeir þó þeim, sem fóðra þá vel. Þeir koma liingað í hyrjun jólaföstu á selskinns- hátum sínum frá óbyggðum Grænlands, eða að sumra sögn austan frá Finnmörk. Kalla sumir byggðarlag þeirra þar Fimnam. Þeir leggja að landi í leynivogum eða undir ófærum og geyma báta sína í hellum og lialda liuldu yfir þeim, unz þeir fara aftur nærri þrettánda. Þeim hafa verið gefin ýmis nöfn, eins og allir vita, því að margt hefur verið um þá kveðið. Allir kunna vísuna þá arna: Jólasveinar einn og átta ofan komu af fjöllunum, i fyrrakvökl, er fór ég að hátta, þeir fundu liann Jón á Völlunum. ísleif hittu þeir utan gátta og ætluðu að gefa hann tröllunum, en hann beiddist af þeim sátta, óhýrustu köllunum, og þá var hringt öllum jólabjöllunum. Eftir þessu hafa þeir verið 9 bræður, svo félegir sem þeir voru, og almennt hafa þeir verið nefndir eftirfarandi nöfnum: Froðusleikir, Gáttaþefur, Giljagaur, Gluggagægir, Greipaglennir, Kertasníkir, Ketkrókur, Pottasleikir og Stekkjarstaur. Hér kemur svo á eftir gömul jólasveinasaga. Blótsama stúlkan. Bóndi nokkur var einu sinni á gangi við naust sin og sá, hvar selskinnsskip kemur siglandi inn í 122

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.