Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1955, Blaðsíða 29

Æskan - 01.11.1955, Blaðsíða 29
Jólablað Æskunnar 1955 fallegu kvæðin sín fyrr en á kvöldin, þegar ung- arnir voru farnir að sofa. En hann var samt ánægð- ar, því hann vissi að fjölskyldan var honum þakk- lát og mamman hjálpaði honum lílca, þegar frá leið. Einn góðan veðnrdag mundu svo allir ungarnir hoppa út úr hreiðrinu og fara að sjá fyrir sér sjálfir. Og það vildi til einn daginn, þegar þau komu bæði heini ánægð yfir því, hvað þeim liafði gengið vel að aíla til hemilisins, að allir nema yngsti unginn voru flognir í hurtu. Hann sat á hreiðurbarminum og liorfði í kringum sig. Þrastamamma horfði hnipin a hann. Svo strguk hún nefinu við vangann á honum °g spurði: „Viltu ekki fá þér bita, barnið mitt?“ En hann heyrði varla hvað hún sagði og honum fannst rödd hennar koma úr óraf jarlægð. „Mamma,“ sagði liann, „hvað er þarna fyrir ofan fjöllin og þarna fyrir utan yztu hafshrúnina? Mig langar svo uiikið til þess að fara og sjá það, sem þar er og til l>ess að spegla mig í fletinum. Sjáðu livað hafið er slétt.“ Vesalings þrastamömmu sveið fyrir brjóstið. Nú ■vissi hún, að síðasti unginn hennar mundi hráðum fljúga frá henni. Hún vissi, að hann var eklci ánægður fyrr en hann hafði flogið upp á liæsta hndinn, og þaðan mundi hann fara til strandar og hannski leggja út á hafið sjálft. Ilann mundi ekki trúa því, sem hún segði honum af ferðum sínum, hann varð að fara sjálfur til ]>ess að skilja það, sem fyrir augun bæri. Áður en liún gat nokkru orði upp komið, var hann floginn af stað. Hún horfði á eftir honum, þar til hann hvarf lít í geiminn, bak við fjallatindanna í suðri. Ilún hristi stélið og bað- aði vængjunum ofurlítið, svo settist hún hljóð ofan i hreiðrið, því hún fann, að hún var allt i einu orðin svo þreytt. Litli unginn var svo glaður. Brjóst hans var svo létt og honum fannst vængirnir vera svo sterkir, að hann gæti flogið endalaust. Hann hækkaði osjúlfrátl flugið, og hann sá ekkert niðri á jörðinni, uema það, sem liæst bar á og heyrði heldur eklci nenia hæslu hljóð. Hann flaug yfir hávaxna skóga °g sá grænar og þrótlmiklar trjákrónurnar vagga ^er í blænum. Hann flaug yfir vogskorinni strönd- inni og sá þorpin niður við sjávarmálið undir snar- hröttum fjallshlíðum. Hann eygði aðeins stærstu húsin. Honum heyrðist vera leikið á mörg hljóðfæri, °g hann heyrði, að einhverjir voru að syngja. Hann sa skip leggja frá landi og heyrði sjómennina kalla hátt og glaðlega liver til annars. Þess vegna hélt hann, að allir væru glaðir. Hann var kominn langt út á haf, þegar honurn loksins datt í hug að snúa við. Hann var þá ofur- — Hugann eggja bröttu sporin. lítið farinn að mæðast. Þess vegna lækkaði hann flugið, þvi hann hélt, að það væri ekki eins erfitt. Þá kom hann líka auga á það, sem hann hafði ekki séð á leiðinni út. Nú sá hann auk stóru skipanna marga litla fiskibáta. Ilann sá öldurnar rísa hverja af annarri og slá kinnunginn á bátnum og þrífa veiðarfærin úr höndunum á mönnunum, sem stóðu við borðstokkinn. Sumar voru svo djarfar, að þær skvettu úr sér yfir þá, svo þeir fóru i kaf. Það fór hrollur um litla ungann, og liann herti flugið eins og hann gat, til þess að komast til strandar. Hann ætlaði inn í eitthvert kanptúnið, til þess að hlusta á sönginn, sem hann lieyrði, þegar hann fór framhjá.. 1 flæðarmálinu sá liann stóran fuglahóp. „Þarna verður gaman að dvelja um stund,“ lmgsaði liann og renndi sér á lítinn fjörustein skammt frá. En þá sá hann, að fuglarnir voru að rífast og fljvigast á út af einhverju æti. Þeir kroppuðu liver i annan og reyttu fjaðrirnar hver af öðrum. Litli saklausi ung- 129

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.