Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1955, Blaðsíða 26

Æskan - 01.11.1955, Blaðsíða 26
Jólablað Æskunnar 1955 Olav Bull: Mynd ynaasaumur. Magnús Ásgeirsson þýddi. Um dökkklætt gólfið daufir geislar skína við dagsins hvarf frá bleikri vetrarsól og ljóma um Erlu, litlu dóttur mína, sem leikur sér hjá pabba hvílustól. Hún drengjabúning ber og rauða sokka og bograr hljóð við sófakoddans ver, og undir flúðafalli bjartra lokka hún felur litla andlitið á sér —• —! Já, eigum við um glitsaumsverið græna og gyllta, Iitla stúlka, að hefja ferð? Sko, líttu á, bak við laufabogann væna J)ú lítinn bæ á sléttum velli sérð. í gömlu húsi silkirúður sindra, og sjáðu veginn — hann er móleitt garn, og liljublóm á leggjum gullnum tindra — æ, litla barn! Hér hvílist þreyttur, þungur kollur pabba, og þarna skáldar hann um álfa og dýr — og þarna er hann við sjálfan sig að rabba um sinnar bernsku drauma og ævintýr. — Ég held að fuglinn Fönix sé þarna inni og fái sér í gogginn strá og blað — en hreiðrið samt ég held ég aldrei finni — hann hefur úti í skógi falið það! Nei, líttu á, barn! Við birkilundinn þétta er bugða á leynistíg! Nei, vertu ekki að þessu óðafálmi! Og ekki nær en þetta! því ef þú snertir við því, hverfur það! Það hefur pabbi lifað, litla væna, að lítið oft má velkja fagran draum, ef rós og lilja og björkin blaðagræna ei breytast skulu í snjáðan myndasaum — En nú í draumi, í skugga af skýlum greinum, við skulum reika um stígsins dökka garn. Hér finn ég hönd þína eina í laufsins Ieynum í lófa mínum, kæra, góða barn. Æ, hér er kyrrt og grænt og gott að vera og golan kveður svefnljóð — þey, þey, þey! og flauelsklæddar sumarbrekkur bera við brjóstin mjúku fjólu og gleymmérei. En telpa mín, því tollirðu ekki hjá mér, en tekur svona á rás? Nei, vertu góð! Æ, hjartans Erla, farðu ei hérna frá mér, sem finnst ei nokkur vegur eða slóð! En dugnað þinn og ákefð ekkert heftir, og áfram berstu á höndum jafnt sem knjám, svo má ég til að skrefa og skunda á eftir í skugga af myrkum, dularfullum trjám. Þú dettur, stendur upp, á hnjót þér hendir af hnjóti og brosir, glettnisleg á kinn. — Eg sé þú lyftir ljósum fingri og bendir og lít á skrítna vangasvipinn þinn----------- að framan er, með einum sterkum drætti, þinn ennistoppur stýfður þér við brár, að aftan liðast, klippt að knapa hætti um kollinn stutt og bústið silkihár. 126

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.