Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1955, Blaðsíða 17

Æskan - 01.11.1955, Blaðsíða 17
Jólablað Æskunnar 1955 Sagan af Einu sinni var karl og kerling í koti sínu. Þau áttu einn son, sem Sigurður hét. Hann var svo latur, að liann nennti ekkert að gera, enda var hann kallaður Sigurður lati. Eitt sinn segir kerling við strák, að þetta iðjulej^si dugi honum ekki. Hann verði að fara að leita sér atvinnu sjálfur. Sigurður tekur þessu vel. Fær kerling honum öxi, alla kol- ryðgaða, og segir, að þegar hann fari að höggva nieð henni, þá mundi hún híta á allt, sem fyrir yrði. Sigurður kveður nú í kotinu og heldur af stað og gengur lengi, lengi, þangað til hann kemur i kóngs- og sælgæti, svo að hún getur boðið gestinum upp á góðgerðir, sem hann þiggur með sýnilegri ánægju. — Ilvernig datt þér í hug að gera þetta, því að ég þykist vita, að þú hafir átt upptökin, segir Anna. Valdi brosir íbygginn. — Sjáðu til, segir hann. Ég hef víst ekki verið mjög þægilegur við þig. Fyrst í stað fannst mér oeyðarlegt að læra hjá stúlku. Ég hélt, að þú gætir ekki vitað eins mikið og karlmaður. Þess vegna hef ég verið að spyrja þig um hitt og þetta. — Ég skil ekki, hvað þetta kemur myndinni við, segir Anna. — Þú svaraðir mér alltaf vingjarnlega, um hvað sem ég spurði, og bentir mér á bækur til að lesa, og ég hef aldrei lært eins mikið og í vetur. Það finnst pabba líka. — Og þú ert þá ekki lengur óánægður yfir að læra hiá mér, segir Anna fagnandi. — Nei, alls ekki. Ég vildi ekki skipta, þó að ég setti kost á þvi. Það kemur sér vel fyrir Önnu, að Valdi stendur llPP til þess að skoða bækurnar hennar, svo að liann sér ekki, að hún tekur upp vasaklútinn og þurrkar sér um augun. Kirkjuklukkurnar hringja inn hátíðina. .Tólin eru komin. Valdi tekur viðbragð. — Nú verð ég að fara, segir hann. Anna fvlgir honum til dyranna og kveður hann með Iiiartans þökk. Það er snjóföl á jörðu og stjörnubjart. Skínandi jólaveður. Anna horfir á eftir Valda þar sem hann hleypur leiðar sinnar, án þess að vita, hvað gjöf hans var stór. lata. (Ævintýri.) ríki. Biður hann kóng veturvistar, og leyfir kóngur honum það með þvi móti, að hann hirði fyrir sig svínin. Tekur Sigurður vel í það. Kóngur segist liafa átt þrjá syni og hafi þeir gætt svínanna, en þeir Iiafi allir horfið, hver sín jól. Tekur Sigurður nú til svinagæzlunnar og ferst hún vel. Því tekur hann eftir, að nálægt svína- haganum eru afar háir ldettar, og fer að hugsa um, að gaman væri að vita, hvað væri uppi á þess- um klettum. En liann sá engin ráð til að komast fyrir það. Dettur honum þá í hug öxin, sem móðir hans hafði gefið honum. Einn dag tekur hann sig til og fer að reyna að höggva spor í klettana. 1 fyrsta höggi verður öxin spegilfögur, og vinnur hún klettinn eins og í vatn væri brugðið. Heggur nú Sigurður tröppur í ldettana og hættir elcki við fyrr en hann kemst upp. Uppi á klettunum var fagurt og víðáttumikið land, og gengur Sigurður lengi, lengi eftir þvi, þangað til hann mætir tröllkarli. — Sæll vertu nú, Sigurður lati, segir karl. — Sæll vertu, karl minn, segir Sigurður. — Viltu koma i glimu? spyr karl. — Já, segir Sigurður. Taka þeir síðan saman og glima lengi. Var karl sterkari, en Sigurður liðugri, og eftir langa mæðu gat Sigurður fellt tröllkarlinn og lét þá kné fylgia kviði og drap hann. Síðan leitaði liann á karli til þess að vita, hvort liann fyndi ekki neitt fémætt, en fann ekkert nema koparlvkil, sem hékk i bandi um hálsinn á karl- inum. Tók hann Ivkilinn og stakk í vasa sinn og hélt við það niður ldettana og til svínanna og heim í kóngsrikið um kvöldið. Engum sagði hann frá þessu. Næsta dag fór hann aftur upn á kleltana og gekk nú enn lenura en daginn áður. Kernur þá stór skessa á móti honum. Ávarpar hún Sigurð og segir: — Sæll vertu, Sigurður lati. Illa gerðir þú, er hú hanaðir hónda minum i gær, enda skaltu nú líka siálfan big fvrir hitta. Og um leið ræðst hun á Smnrð. TTrðu har allharðar svintingar, og átti Sig- urður fnllt í fanui með að verjast skessunni. Eftir langa viðunpiun gat hann þó unnið á henni. Fór hann há að leita á henni og fann silfnrlvkil. sem ske««an har i silfnrfe«ti um hálsinn. Tók Sigurður IvkPmn oi> gevmdi. Siðan hélt liann til svína sinna og heim í kóngsriki um kvöldið. Þriðja daginn fer hann enn upp á ldettana og gengur nú lengst. Mætir hann þá stelpu, heldur 117

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.