Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1955, Blaðsíða 14

Æskan - 01.11.1955, Blaðsíða 14
Jólablað Æskunnar 1955 Dátt við dansinn stígum —. — Eruð þið pabbi og mamma? spyr Óli og liorfir með trúnaðartrausti á manninn og lconuna, sem lionum lízt undur vel á. Þau líta bvort á annað og brosa svo fallega. —- Við vorum reyndar að svipast um eftir gamalli fiðlu, en ekki dreng, segir maðurinn. —- Sjáðu, bvað bann hefur falleg augu, og munn- urinn er eins og á engilmynd eftir Rafael, segir konan. — Hvernig stendur á þvi, að þú liggur hérna, drengur minn? spyr maðurinn. — Ég fór af barnalieimilinu til þess að leita að pabba og mömmu, og svo komst ég hingað inn og bef verið að hlusta á hljóðfærin. Þau spila svo fallega. — Spila hljóðfærin? Þetta er undarlegt tal, segir konan. 114 — Þekkirðu ekki pabba þinn og mömmu? spyr maðurinn. — Nei, ég hef aldrei séð þau, og forslöðukonan segir, að ég sé munaðarlaus. -—- Við verðum að taka drenginn heim með okk- ur í nótt fyrir það fyrsta, segir lconan. — Það var undarleg tilviljun, að við skyldum rekast hingað inn á eftir hljómleikunum, segir maðurinn. Annars liefði vesalings drengurinn legið liérna í alla nótt, kaldur og svangur. Svo reisa þau Óla á fætur og leiða bann út á milli sin. Maðurinn tekur með sér gömlu fiðluna, og er þó með annan fiðlukassa undir hendinni. Það bíður bíll eflir þeim fyrir utan dyrnar, og maðurinn elcur af stað. — Ég vissi alltaf, að þið munduð koma í græn- um bíl, segir ÓIi, og konan horfir á liann stein- bissa. — Ég veit líka, að þið búið i fallegu liúsi með stórum blómagarði allt í kring, segir Óli. —■ Garðurinn getur nú varla kallazt stór, en búsið er ágætt, segir konan brosandi. Svo er numið staðar hjá livítu húsi, og Óli er leiddur upp tröppur og inn í fallega stofu. Þar er stórt hljóðfæri og mikið af bókum. — Gelur þetta bljóðfæri spilað sjálft, eins og öll hin? spyr Óli. — Það lield ég hreint frá, segir lconan, en ég skal spila fyrir þig, þegar þú ert búinn að sofa og livila þig. — Viltu þá vera mamma mín og lofa mér að vera alltaf lijá þér? spyr Óli. Konan horfir á Óla litla tárvotum augum. — Ég er lirædd um, að þér leiðist að vera einn heima á kvöldin, þegar við erum að spila í leik- húsinu. — Nei, nei, mér leiðist ekki neitt. Ég get lesið allar bækurnar, og svo er ég viss um, að hljóð- færin spila fyrir mig, þegar ég er einn. . ■—- Þetta cr yndislegur drengur, segir konan. Hún hjálpar honum til þess að þvo sér og finnur handa honum mjólk og brauð og býr svo um hann á beklc í stofunni. — Góða nótt, mamma og pabbi, segir Óli litli. ITann getur varla haldið opnum augunum fyrir syfju. Konan lýtur niður að lionum og kyssir hann á ennið. — Við látum hann ekki frá okkur, ef hann er mun- aðarlaus, segir hún og snýr sér að manni sínum. — Nei, það gerum við ekki, ef enginn gerir tillcall til hans, segir hann, og þau horfa bæði brosandi á Óla litla, sem sefur nú sætt og vært.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.