Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1955, Blaðsíða 15

Æskan - 01.11.1955, Blaðsíða 15
Jólablað Æskunnar 1955 Fyrsta myndin. Jólaleyfið er byrjað. Anna, yngsta kennslukonan við skólann er á heimleið. Hún er þreytt eftir langan og strangan vinnudag. Börnin fengu að halda daginn hátíðlegan með ýmis konar gleðskap, leiksýningu, söng og upp- lestri og dansi, og Anna var lífið og sálin i þessu öllu saman. Nú er þvi lokið. Börnin hafa kvatt liana og óskað lienni gleði- legra jóla. Víst er gott að fá að hvíla sig eftir allt strilið undanfarnar vikur, en samt er Anna ekki í neinu jólaskapi. Hún hefur stöðugar áliyggjur af þessu ábyrgðarmikla starfi, sem hún hefur tekið að sér. Þetta er líka fyrsti veturinn hennar við skólann og ýmsir byrjunarörðugleikar, sem hún hefur orðið að berjast við. Það hefur allt gengið vel með yngri börnin. Þau eru prúð og hlýðin og hafa tekið góðum fram- förum. Hún getur ekki heldur kvartað yfir eldri börnunum. Þau sýna lienni engan mótþróa og læra yfirleitt það, sem liún setur þeim fyrir. En samt er hún ekki fyllilega ánægð. Þetta er úrvals bekkur, sem hún kennir i, og sérstaklega eru nokkrir drengjanna mjög duglegir að læra, og það eru einmitt þessir drengir, sem Anna liefur mestar áhyggjurnar af. Þeir eru alltaf að spyrja hana um alla heima og geima, langt út fyrir kennslu- bækurnar, og hún hefur grun um, að það sé eklci eingöngu af fróðleiksfýsn. — Sjáðu, hvað liún roðnar, heyrði hún einu sinni, að Valdi hvíslaði að Óla, og svo lilógu þeir báðir. Iiún veit vel, að það er barnaskapur að taka sér þetta nærri, og eins þessi stöðuga hræðsla um að verða spurð að einhverju, sem hún geti ekki svarað. Hún á enga ósk heitari en að vera vinur og félagi allra harnanna, sem hún kennir, og þau eru stöðugt í buga hennar. Anna hraðar ferð sinni heim á leið. Hún býr ein síns liðs hjá vandalausu fólki. Foreldrar hennar og systkini eru langt í burtu í öðrum landslduta, og hún sér sér ekki fært að komast heim til þeirra um jólin. Eiginlega hefur henni aldrei fundizt nein veruleg jól, síðan hún fór að heiman til náms fyrir nokkrum árum. Núna gat liún þó glatt sig við að kaupa jólagjafir til þess að senda fólkinu sinu. Hún er búin að koma þeim í póst, og þá er eigin- lega öllum jólaundirbúningi lokið lijá henni. Skyldi hann bita? *■*■* ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ ♦*• ♦£♦ •*• ♦*• ♦*♦ •*♦ ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ ♦’♦ •£♦ ♦^ ♦*♦ ♦*• •*• ♦*♦ ♦*♦ •*♦ *■*■* •£♦ ♦^♦♦^ *^* ♦*• ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ ♦* • ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ ♦* ♦ ♦*♦ *%• Það er ekki langrar stundar verlc að talca til í litlu stofunni hennar. Þar er ekkert inni nema bekkur til að sofa á, vinnuborð og stóll og lítil bókahilla. Engin mynd prýðir veggina, eða neitt annað er þar inni til augnayndis. En Anna er ekki neitt að setja það fyrir sig. Hún ætlar sér að borga námsskuldirnar sinar áður en hún kaupir nokkuð lianda sjálfri sér frarn yfir brýnustu nauðsynjar. Hún hallar sér út af á bekknum og grípur bók til þess að lesa, en henni gengur illa að festa hugann við lesturinn. Andlit skólabarnanna gægjast fram af hverri blaðsiðu, og sum eru ásakandi. Hefur hún vanrækt eitthvað, sem henni bar að gera, eða er hún alls ekki fær um að vera kennari? Anna leggur frá sér bókina og lokar augunum. En það hjálpar ekki. Valdi og Óli fylgja henni 115

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.