Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1955, Blaðsíða 38

Æskan - 01.11.1955, Blaðsíða 38
Jólablað Æskunnar 1955 Magnús Ásgeirsson. Magnús Ásgeirsson skáld lézt 29. júlí síðastliðinn, tæplega 54 ára að aldri. — Eflaust má gera ráð fyrir, að margir eða flestir lesendur Æskunnar séu handgengnari Ijóðum ýmissa annarra íslenzkra skálda. Verkum hans má vel likja við perluskel- ina. Aðeins þeir, sem leita vel, finna hana, eins og hann segir sjálfur í lilla, fallega kvæðinu sinu, Perlan, og oftast þarf nokkurn aldur og þroska til að njóta fegurðar bókmenntaperlanna, sem hann hefur gefið þjóð sinni. Magnús lagði meiri stund á það en flest önnur íslenzk skáld að færa úrval af Ijóðum erlendra stórskálda i íslenzkan búning. Til þess var hann líka flestum færari, sem við það hafa glímt. Hann var undursamlega orðsnjall og gat leikið jafnt með dýrustu og erfiðustu bragarhætli og ljóða- form sem hin einföldustu. Og liann þreyttist aldrei á að fága og bæta um verk sín, enda eru allar þýð- ingar hans hinar ágætustu og margar óviðjafnan- leg snilldarverk. Á öðrum stað hér í blaðinu er birt þýðing Magnúsar á liinu fagra lcvæði norska góðskáldsins Olav BuII, og er hún gott dæmi um snilli hans. Hún lá i sænum í sinni skel, unz leit hana einhver, sejn leiiaði vel. En nú hún tindrar sem tár á hvarm við fegurstu meyjunnar mjallhvíta barm. Og nú fær enginn dáð hana nógu vel. En — samt var hún meinsemd í sinni skel. Hagnús Ásgeirsson. Ólafs. En eina hljóðið var gnauðið i veðrinu og skruðningur, er snjórinn losnaði af þakinu. Mar- grét fór nú að sinna um malinn, sem var orðinn soðinn. Hún færði upp kjötbita og jós súpu á disk- ana, kom með kartöflur og lögg af mjólk. Þær mæðgurnar sátu þögular undir borðum, þetta var jólamaturinn þeirra. Elsa litla borðaði vel, en móðirin var lystarlaus eins og um morguninn. Þegar þær liöfðu matast, hjálpuðust þær við að þvo upp ílátin. Síðan settust þær við borðið. Elsa litla settist í kjöltu mömmu sinnar, sem reri með hana og fór með jólavísur, söngva og þulur. Ilún sagði henni frá litla barninu, er fæddist i jötunni á jólanóttinni. Kirkjuklukkurnar voru farnar að hringja inn jólahátíðina. Það var kominn tími til að kveilcja á jólatrénu, sem legið liafði ónotað inni í skonsu í tvö ár og mundi sjálfsagt fá að liggja þar áfram. Elsa litla sofnaði í kjöltu móður sinnar. Hana dreymdi um fagurt jólatré, sem hún, mamma hennar og pahhi sætu umhverfis. Yeslings móðirin, sem var orðin úrkula vonar um, 138 að maður hennar kæmi heim, þrýsti barninu að barmi sér og grét beizklega. Allt í einu heyrði hún fótatak fyrir utan. Það gat ekki verið maður hennar. Hún þekkti fálmandi fótatak lians, þegar hann kom drukkinn heim. Úti- dyrnar voru opnaðar. Svo var gengið að eldhús- dyrunum, dyrnar opnuðust liægt og einhver lcom i gættina. Hún sá ekki, hver það var, en er dauf birtan frá kertisstubbnum féll á manninn, hrópaði hún upp: „Ólafur, er það virkilega þú . . . og — og ekkert drukkinn . . .“ „Nei, ekkert fullur,“ greip hann fram i, um leið og hann kom inn fyrir og lokaði á efíir sér. Hann staðnæmdist við dyrnar, laut liöfði og sagði klökkur: „Margrét, ég fyrirverð mig. Getur þú hugsað þér að fyrirgefa mér þá miklu sorg, sem ég hef valdið ykkur? í morgun, þegar ég vaknaði í kránni, var þar fyrir maður, og liann sagði mér frá öllu, er gerðist í gær. Þá opnuðust augu mín og ég mundi það allt eins og það hefði skeð nú. Ég vissi ekki, hvernig ég átli að fara að bæta þér þetta stóra afbrot mitt, en maðurinn benti mér á eina

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.