Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1955, Blaðsíða 41

Æskan - 01.11.1955, Blaðsíða 41
Jólablað Æskunnar 1955 sé að grípa fram í fyrir mér, því að hér er það ég, sem skipa fyrir. En við berum öll mestu virðingu fyrir þér, Saga. En livað hafa nú Skrift og Lestur að leggja til mál- anna? SIvRIFT: Ég ætla nú I)ara rétt að segja það, að án mín hefði hún Saga okkar verið heldur skrítin, og líklega orðið lítið úr henni-----• LESTUR: Og án mín hefði hún verið öllum óskiljanleg og einskis- virði------•. LEIKFIMI: Sei-sei-sei, nú þykir mér þið taka munninn fullan. SKRIFT: Þetta er ekkert grobb eða yfirlæti. Það er nú bara svona, að ekkert námsefni skólans getur verið án okkar — —•. LESTUR: Þetta er alveg satt. Við erum undirstaðan að öllu, sem lært er í skólanum. Landafræði og Sögu er liægt að leggja á hilluna, Reikning og Leikfimi líka, en ... REIKNINGUR: Nei---------hægan, hægan, mér er ekki hægt að henda út í horn. LESTUR: Jú, þér líka----------. TEIKNING: En égl Þið gleymið mér alveg. LESTUR: Já, þú ert nú góð, greyið. En þú ert samt ekki alveg óniissandi. Það er annað um oklc- ur (Lestur og Skrift takast í hend- Ur ), Við heyrum saman, og við er- um ómissandi. LEIKFIMI: Já, og þið liafið líka munninn fyrir neðan nefið. En mér skilst nú þið hafið rétt fyrir ykkur. Við hin verðum að láta í minni pokann. En eitt er þó, sem ég get betur en þið, og það er að skipa . fyrir. (Gellur) Viðbúin! Standið rétt! (Allir hrökkva við og rétta úr sér.) Já, þetta likar mér. (Leikendur syngja aftur vísurnar: Skólans lifvörð — —, og ganga út eftir hljóðfallinu.) Skrítla. Satt er það, en —. — Ekkert skil ég, livernig forfeður okkar komust af án þess að liafa síma, útvarp, bió og bíla. —• Þeir komust elcki af, þeir eru Mlir dauðir fyrir löngu. Leikir. Töfrar. Það er ótrúlegt, þótt satt sé, að hægt er að láta saumnál fljóta á vatni. FáSu þér vatn í þvottaskál, taktu þvi næst litinn niiða af silkipappír og leggSu hann ofan á vatnið. LeggSu siðan venjulega saumnál á miSann. Þegar pappirinn er orSinn vatnsósa, sekkur liann, en nálin mun fljóta ofan á vatn- inu, hafi þess verið gætt í upphafi, að hún væri vel þurr. Hviss! Þessi leikur er ágætur til þess að æfa sig í hugarreikningi. Bezt er, að þátttakendur sitji í liring. Einhver byrjar og segir „einn“, næsti segir „tveir“, þriðji „þrir“, en sá, sem á að segja sjö, segir í þess stað: „hviss“. Þannig er haldið áfram hvern hring- inn af öSrum, viðstöðulaust og liratt, en enginn rná nefna sjö, né heldur neina tölu, sem kemur fram, þegar sjö eru margfaldaðir með annarri, t. d. 14, 17, 21, 27, 28, 35, 37 o. s. frv. Sá, sem svarar rangt, er úr leik. Ganga á diskum. Nokkrir diskar eru látnir á gólfið með litlu millibili. Sá, sem á að leysa þrautina, má ekki kunna skil á henni fyrirfram. Honum cr nú sagt, að hann skuli æfa sig að ganga eftir gólfinu þannig, að hann stígi ávallt á milli diskanna. Þetta á hann auðvitaS mjög hægt með. SíSan er bundið fyrir augu lians, og nú á hann að stíga á milli diskanna, og þar eð liann veit, hvað í húfi er, ef hann stigur á einhvern 141

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.