Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1955, Blaðsíða 18

Æskan - 01.11.1955, Blaðsíða 18
Jólablað Æskunnar 1955 — Sækir hann gullhestinn og sezt á bak. stórskorinni. Þegar þau hittast, ávarpar hún hann og segir: — Sæll vertu, Sigurður lati. Illa gerðir þú, þegar þú drapst bæði föður minn og móður, en nú skaltu fá makleg málagjöld, og um leið ræðst hún á Sigurð. Þótti Sigurði verst að fást við stelpuna, því að hún var liðugri en karlinn og kerlingin. Þó kom þar að lokum, að hann gat yfirunnið hana. Leitaði liann síðan á henni og fann gulllykil, sem hún bar um hálsinn í gullfesti. Tók hann lykilinn og heldur síðan áfram göngu sinni. Gengur hann lengi, lengi, þangað til hann kemur að helli einum stórum. Fer hann inn í hellinn og sér þar á einum stað í hellisveggnum koparhurð. Dettur honum þá i hug koparlykillinn. Tekur hann lykilinn, stingur honum í skrána og opnar hurðina. Þar sér hann inni koparhest og koparreiðtygi. I>ykist hann vita, að þetta muni hafa verið reiðhestur risans. Lokar liann síðan hurðinni og heldur lengra inn eftir hellinum, þangað til hann rekst á silfurhurð. Tekur liann þá silfurlykilinn og stingur í skrána og opnar 118 síðan hurðina. Þar inni sér hann silfurhest með silfurreiðtygjum. Þykist hann vita, að skessan muni hafa átt þennan hest. Lokar hann hurðinni og lieldur enn lengra inn eftir hellinum. Keinur hann þá að gullhurð. Opnar hann hana með gulllvklin- um. Þar inni stendur gullhestur með gullreiðtygj- um. Þykist hann vita, að stelpan muni hafa átt þennan hest. Lokar hann hurðinni og fer siðan til svína sinna og heim í kóngsríki um kvöldið. Kóngur átti dóttur, er Ingibjörg hét. Var hún í afar háum og rammgerðum kastala. Þau kóngur og drottning geymdu lykilinn að kastalanum, og komst enginn inn í hann, nema þau og þeir, sem þau leyfðu inngöngu. Upp úr kastalanum var hár turn, og efst á honum var pallur. Þar uppi var kóngsdóttirin alla daga, og hafði kóngur látið það hoð út ganga, að sá, sem.gæti náð dóttur sinni af pallinum, skyldi eignast hana fyrir konu. Ilöfðu margir tignir menn spreytt sig á þraut þessari, en engum tekizt að vinna til kvonfangsins. Datt þá Sigurði í hug að vera mætti, að hann kæmist upp á turninn á einhverjum hestinum úr hellinum. Sækir hann koparhestinn og þeysir á honum að kastalanum, en ekki komst hann lengra en upp á kaslalann. Fer hann þá og sækir silfurhestinn. Á honum kemst hann upp í miðjan turninn. Sneri hann þá með hann heim í hellinn og sækir gull- hestinn, leiðir hann út og sezt á halc. Þýtur liann af stað sem fugl flygi, og á svinstundu er hann kominn upp á pallinn til kóngsdóttur. Tekur hann hana og setur fyrir framan sig á hestinn og þeysir siðan heim í hellinn aftur. Þegar kóngur sá, að dóttir hans var horfin af pallinum, varð hann mjög aumur yfir þvi að vita eigi, hver hefði tekið hana, og nú væri hann harn- laus eftir. En það er frá Sigurði að segia, að þegar hann er kominn i liellinn, se0Ír hann kóngsdóttur unp alla sögu. Biður kóngsdóttir hann þá að lofa sér að sjá alla hestana og giörir Sigurður það, En þá brá svo við, að hestahamirnir detta af þeim, en eftir standa þrir ungir og gervilegir menn, og eru þar komnir hræður kóngsdóttur, þeir er horfið höfðu. Risinn og skessan höfðu stolið þeim og flutt þá heim i helli sinn og höfðu viliað láta þá eiga dóttur sina, en þegar þeir vildu ekki þekkjast hoð karls og kerlinnnr. þá höfðu þau la0t á þá. að þpir skvldu verða að he«tnm o« aldrei úr heim álö«nm komast, fyrr en systir þeirra sæi þá saman alla i einu. Sigurður skilur þau nú öll eftir i hellinum og heldur heim i ríkið. Voru þá kóngur og drottning orðin úrvinda af harmi, og hafði kóngur látið það hoð út ganga, að hann skyldi gefa þeim manni

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.