Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1955, Blaðsíða 20

Æskan - 01.11.1955, Blaðsíða 20
Jólablað Æskunnar 1955 i fríið, reyndi Bimbó að gera sér mat úr að glettast við lcrakkana. Þegar lionum leiddist að príla og ólmast einn úti, leitaði liann stundum heim að skólaliúsinu, til þess að reyna að koma krökkunum til við sig. Ef börnin sátu þögul við vinnu sína, smaug Bimbó oftast upp í kjöltu kennarans og kúrði sig þar, meðan allt var bljótt. En ef kennarinn fór svo að æfa börnin í málfræði eða úllendu máli, sem liann skildi ekkert í, var eins og skollinn hlypi í hann. Þá spratt liann upp, álpaðist aftur og fram um stofuna, lét öllum skrípalátum og hætti ekki fyrr en allir krakkarnir veltust um af hlátri. Þá var 120 hann ánægður. Eða ef kennarinn stóð einhvers staðar og sinnti börnunum, en ekki honum, þá átti hann íil að skella í bakhluta kennarans og hendast svo út um gluggann. Að lokum varð Wellesfjölslcyldan að hverfa heim aftur til Bandaríkjanna. Ekki þótti ráðlegt að hætta á að taka Bimbó með sér, hversu mjög sem systkinunum þótli sárt að skiljast við hann. Vinir fjölskyldunnar, sem bjuggu áfram eyslra, tóku hann að sér og hétu að annast hann. Og það var ekki beinlínis líklegt, að bann ætti eftir að sjá fóslurforeldra sína hinum megin á hnettinum. En svo var það einn góðan veðurdag, að systkin-

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.