Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1955, Blaðsíða 33

Æskan - 01.11.1955, Blaðsíða 33
Jólablað Æskunnar 1955 Þetta var venjulega jólagjöfin til Einars frænda. Hann var nú svo sem ekki náskyldur þeim hann Einar gamli, en eitthvað var hann þó í ætt við móður þeirra, en það var víst nokkuð langt fram. Hann var gamalmenni og einstæðingur, bjó einn í kvistherbergi og matreiddi handa sér og sá um sig sjálfur. Það voru eklci' margir, sem komu til lians eða létu sér annt um hann. Það var áreiðan- lega synd, að hann fengi ekki jólagjöfina sína. Mamma mundi lika án efa spyrja eftir því, og ekki var skemmtilegt að verða að segja henni, að þau hefðu alveg gleymt Einari gamla frænda. Eina ráðið væri að reyna að komast á lætur eldsnemma í fyrramálið, ekki seinna en klukkan fimm og skjótast niður i Strandgötu, þangað sem Einar bjó. Hann ælti að geta náð í morgunlestina samt sem áður. Hann tók velcjaraklukkuna, flutti litla vísinn á löluna fimm, sneri sér síðan til veggjar og sofn- aði loks sætt og vært. Einar frændi hafði beðið og vonað allt kvöldið. En enginn kom. Hann sat á gamla stólnum sinum við ofninn og íhugaði málið fram og aftur. Þau höfðu auðvitað gleymt honum í ]>etta sinn. Þau, sem alltaf liöfðu verið honum svo framúrskarandi góð. Hann var orðinn vanur þessari heimsókn á Þorláksmessukvöld og liafði lilakkað innilega lil hennar. Peningana hafði hann svo notað til þess að kaupa sér eitthvað gott til hátiðahrigða á að- fangadagsmorgun. Það er ekki gaman að verða gamall og gleymdur öllum, liugsaði Einar. Maður er engum til gagns, einungis öllum öðrum til óþæginda — jú, víst er um það! Ekki gat það svo sem lieitið undarlegt, þó að þau yrðu þreytt á honum að lokum, víst elcki nema von. En fram að þessu liöfðu þau ævinlega munað eftir honurn — og liann hafði vonast eftir að Ted kæmi eða móðir lians. Nú fann hann til sárra von- hrigða. En hvað var nú að tarna? Var hann farið að dreynia? Hann sat á stólnum sínum og frammi fyrir honum stóð Ted með fangið fullt af bögglum. Þetta lilaut að vera draumur! — Frændi, hrópaði Teódór. — Ertu lcominn á fmtur svona snemma? —~ Kominn á fætur! Ég, sem er ekki háttaður enn þá. Ég sat og beið eftir því, að þú kæmir, eða eitthvert ykkar — og svo liélt ég, að þið hefðuð gleymt mér. ■— En það er lcominn morgunn, Einar frændi. Það er aðfangadagsmorgunn. Þú lilýtur að hafa sofnað í stólnum. Hurðin var ólæst, svo að ég geklc inn, án þess að drepa á dyr. — Ég er svo sem öldungis liissa. Já, ég lilýt að liafa sofnað. Ég er orðinn gamall, það sér á. Og þið gleymduð mér þá ekki heldur í þetta skipti. Andlit gamla mannsins ljómaði af gleði. — Ég skal segja þér, Einar frændi. Við áttum svo geysilega annríkt í gær — þess vegna kem ég svona snennna í dag. — Ég svaf yfir mig, þó að ég léti klukkuna vekja rúmlega fimm. Þegar ég loksins vaknaði, var liún farin að ganga sjö. Ég skal segja þér, að við Lilja ætluðum að fara alla leið upp í Guð- brandsdal í dag — mamma er búin að vera þar í margar vikur. En Lilja varð að fara ein með morgunlestinni — og það munaði minnstu, að liún yrði of sein að ná í hana. En þetta er allt í lagi, mamma þarf ekki að óttast um okkur fyrst að Lilja komst. — Var það mín vegna, að þú hætlir við að fara um leið og Lilja? spurði gamli maðurinn hrærður. — Þú máttir til að fá jólagjöfina þína. Ég kemst 133

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.