Æskan - 01.01.1963, Blaðsíða 4
ÆSKAN
Æskunnar.
Til kaupenda
Vegna stórhækkaðs prentunarkostnaðar verður
nú ekki komizt hjá því að hækka áskriftarverð
blaðsins verulega, eða í kr. 75,00. Er þó farið
eins vægilega í sakirnar og framast er unnt, ef
ekki á að verða stórkostlegur halli á útgáfunni.
Svo mjög hefur allur kostnaður hækkað, — prent-
un, pappír, myndamót, póstgjöld o. fl., og við
frekari hækkunum má búast á árinu.
Það hefur alltaf verið stefna útgáfunnar, að
stilla verði blaðsins eins mikið í hóf og hugsan-
legt er. Svo mjög hefur þessa hófs verið gætt, að
oft hefur blaðið verið gefið út með halla, en
aldrei með neinum teljandi hagnaði. Hinsvegar
er augljóst, að útgáfan getur ekki staðizt við að
gefa blaðið út með miklum halla. Miklu frem-
ur þyrfti hún að hafa nokkurn hagnað af utgafu
blaðsins, til þess að geta aukið hana og stækkað
og bætt blaðið. En þessi hækkun, sem nú er gerð,
• s
er þó eingöngu miðuð við að firra hallarekstri
og er þó vant að sjá hvort hún nægir.
Utgáfan væntir þess, að kaupendur taki þess-
ari hækkun með fullum skilningi og virði við-
leitnina að halda verði blaðsins niðri eins og
framast er unnt. En jafnframt bendir hún á, að
þrátt fyrir þessa miklu hækkun er Æskan þó lík-
lega ódýrasta lesmál, sem gefið er út á íslandi.
í því sambandi bendir hún á, að árgangur Æsk-
unnar samsvarar nú 600 blaðsíðna bók í crown-
broti, eða fjórum til fimm unglingabókum í
venjulegu broti, sem kosta mundu nú 250-300 kr.
Að lokum þakkar útgáfan viðskiptin á liðnum
árum og óskar öllum lesendum Æskunnar, yngri
og eldri, góðs og farsæls nýárs.
Reykjavík í janúar 1963,
Benedikt S. Bjarklind
stórtemplar.
MIKKI
MÚS
í þessu blaði hefst ný teiknimyndaseria,
af sjálfum honum Mikka Mús, sem öll
börn ]>ekkja úr blöðum og kvikmyndum.
Höfundur Mikka litla Músar er liinn lieims-
frægi teiknari og kvikmyndaframleiðandi
Walt Disney. Hann er sonur bygginga-
meistara í Chicago, sem var af irskum ætt-
um. Hann er nú 62 ára gamall. Disney á
l>að sammerkt með mörgum frægustu
mönnum Bandaríkjanna, að liaffl hyrjað
starfsferil sinn sem blaðasöludrengur.
Hann byrjaði l>að starf 9 ára gamall. En
erfitt gæli ]>að J>ótt nú á dögum að ]>urfa
að fara á fætur klukkan fjögur á hverjum
morgni, eins og hann varð að gera, til þess
að hera út blöð fram til klukkan sex, en
]>á varð hann að flýta sér lieim, til ]>ess
að fá sér morgunmat, og þjóta síðan i
skólann. Frá blautu barnsbeini var það
mesta yndi hans og ánægja að teikna, þótt
Walt Disney.
það yrði ekki fyrr en seinna á ævinni, sein
teikningin varð atvinna lians.
Fyrstu sporin voru stigin að gerð Mikka,
þegar Disney, ásamt einum félaga sínum,
byrjaði að teikna smáauglýsingafilmur til
sýninga í kvikmyndahúsum. Þeir ieigðu
sér gamlan bílskúr fyrir teiknistofu. í
]>essum skúr fæddist Mikki litli. Fyrstu
tvær kvikmyndirnar, scm þcir gerðu með
Mikka í aðalhlutverki, voru háðar þöglar.
Disney gerði þessar myndir á siun eigin
kostnað, en enginn vildi kaupa ]>ær. Þá
var áiiugi allra farinn að beinast að liljóm-
myndum. í næslu mynd sem þeir félagar
hjuggu til, höfðu þeir hljóm. Sú mynd var
sýnd í fyrsta sinn í októher árið 1928 og
hlaut þá þegar svo miklar vinsældir um
allan iieim, að siðan lrafa kaupmcnn haft
sérstakan áhuga fyrir honum. Það var
tarið að búa til Mikka Mús læðu, löt, úr,
bíla, Iijól o. s. frv.
Mikki Mús er á blaðsíðu 21.
. .
Milílti Mús í Æsltunni.
★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★
2