Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1963, Blaðsíða 22

Æskan - 01.01.1963, Blaðsíða 22
ÆSKAN ViljiS þéí selja íiaim? Eftir Mark Twain. EGAR við William Swin- ton vorum fátækir blaða- menn, vorum við einu sinn í hræðilegum peninga- kröggum. Við þurftum að ná okkur í þrjá dali áður en dagur væri að kvöldi kominn. Swinton endurtók hvað eftir annað með barnslegu trún- aðartrausti: „Guð gefur okkur áreið- anlega þessa aura“. Sjálfur tók ég mér sæti í anddyrinu í hóteli nokkru og braut heilann um þetta. Allt í einu kom til mín hundur, sem lagði höfuðið í kjöltuna a mér. í sömu andrá gekk Miles hershöfð- ingi framhjá og stanzaði til að klappa hundinum. — Þetta er fallegur hundur, sem þér eigið þarna, sagði hann. Viljið þér selja hann? Ég varð frá mér numinn — því Swinton ætlaði að reynast sannspár. — Já, sagði ég. Hann kostar þrjá dali. Hershöfðinginn varð alveg undr andi: — Aðeins þrjá dali? f yðar spor- um mundi ég krefjast 100 dala fyrir hann. Hugsið yður vel um ... — Nei, hann kostar aðeins þrjá dali, sagði ég ákveðinn. Hershöfðinginn borgaði og fór með hundinn. Nokkrum mínútum síðar kom inn — maður, sem skimaði áhyggjufullur í allar áttir. — Eruð þér að leita að hundi? spurði ég. Hann Ijómaði af ánægju. — Já, haf- ið þér séð hann? — Já, ég hugsa að ég geti fundið hann fyrir yður. Sjaldan hef ég séð þakklátari mann. Ég ympraði á því, að hann hefði sennilega ekkert á móti því að borga mér þrjá dali fyrir vikið. — Nei, það getið þér reitt yður á, ungi maður, ég borga yður fúslega tíu dali. — Nei, sagði ég. — Ég tek aðeins þrjá dali fyrir það. Swinton hafði sagt, að guð mundi áreiðanlega gefa okkur þrjá dali, og það hefði verið guðlast að krefjast meira. Ég fór upp í herbergi hershöfð- ingjans og sagði honum að ég yrði því miður að fá hundinn aftur ... að ég hefði selt hann í stundarveiklyndi og sæi nú eftir því. Ég borgaði hon- um þrjá dalina til baka og skilaði hundinum til eiganda síns. Með þessu móti þurfti ég ekki að hafa neitt samvizkubit. Ég hefði aldrei getað notað dalina þrjá, sem ég fékk fyrir hundinn, því þá hafði ég eignazt með óheiðarlegu móti. En dalina þrjá, sem ég fékk fyrir að finna hundinn aftur, þá hafði ég eignast með heiðarlegum hætti. Mað- urinn hefði kannski aldrei fengið hundinn sinn aftur, ef ég hefði ekki komið til skjalanna. Isliockeyt ísliockey er ekki leikur, sem allir geta veitt sér að stunda, ef |)cir eiga að hafa öll áhöld sem fullkomnust; legghlífar, skauta og valdar kylfur. En þótt þetta allt sé ekki sem fullkomnast, þá er kleift að leika íshockey á einfaldan hátt, ef gott skautasvell er fyrir liendi. í stað hinna völdu kylfa er ágœtt að notast við göngu- stafi með krók og til að verjast meiðslum undan knettinum er ágætt að binda pappa um fótleggina. Bezt er fyrir byrjendur að nota sívalan tréklossa, mátulega þungan, svo að hann hoppi ekki, en renni eftir isnum. Liðum er skipt í tvo jafna flokka. Mörk eru sett á báða enda leikvallarins. Aðalbaráttan er að koma klossanum eins oft og hægt er í mark andstæðinganna. Allir þátttakendurnir verða að kunna sæmilega á skautum, því að annars verður mjög dauft yfir öllum leiknum. Markverð- irnir mega ekki fara nema nokkur skref frá marki. Einn i hópnum verður að vera dómari. Hann þarf ekki að vera á skautum, og liann „gefur upp“ knöttinn i byrjun leiks. Þeáar hvessir. Hefur ])ú reynt að búa til vindhjól? Það er gaman að liafa það, þegar hvessir. Hér liefurðu dálitlar leiðbeiningar. Teiknaðu hring (þú gelur notað undir- skál til þess) á pappaspjald. Teiknaðu strik í miðjuna, eins og sýnt er á mynd- inni). Skerðu síðan eftir strikunum með beittum hníf og beygðu oddana á víxl til hliðanna. 20

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.