Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1963, Blaðsíða 30

Æskan - 01.01.1963, Blaðsíða 30
ÆSKAN Til gogns og gomons Árió 19 63. Á l>essu ári teljast liðin vera: Frá fæðingu Krists .. . 1963 ár. Frá uppliafi íslands- byggðar ........... 1089 — Frá upphafi Alþingis . 1033 — Frá kristnitöku á ís- landi ................. 963 — Frá því að ísland fékk stjórnarskrá ........... 89 — Frá þvi, er ísland varð fullvalda ríki ........... 45 — Frá því, er ísland varð lýðveldi ................. 19 — UPPFINNINGAR OG FRAMFARIR ▼ Árið 3000 fyrir Krist var farið að nota merkjaletur i stað myndieturs, sem áður iiafði verið notað. ▼ Árið 500 fyrir Krist notuðu Egyptar leirsmiðsskífu, eins konar rennibekk, þar sem búnar voru til kringlóttar krukkur og ker. Hin æva- gamla leirkeraiðn tók við þetta miklum framförum. ▼ Árið 3500 fyrir Krist fram- leiddu Egyptar ieirvörur með glerungi, tækni, sem fyrst á miðöldum ruddi sér til rúms i Evrópu. ▼ Árið 3500 fyrir Krist iærðu menn fyrst að nota upp- rétta vefstóla. ▼ Árið 2630 fyrir Krist á Kín- verski keisarinn Hoang-ti að liafa fundið upp áttavitann. En árið 1302 eftir Krist fann Evrópumaðurinn Gioja upp áttavitann. Stærst. • Lengstu brýr heims eru: Brúin yfir San Francisco- flóann, 13.000 m. Brúin yfir Dóná lijá Czernavoda 3.850 m. Brúin yfir Stómbeltið 3.800 m. Brúin yfir Neðri Zambezi 3.451 m. Brúin yfir Galveston í Texas 3.390 m. • Einn hæsti og stærsti stiflu- garður heimsins er Iloover- stíflugarðurinn í Colorado- fljóti í vestanverðum Banda- rikjunum. Stíflan er 726 fet eða 242 metrar á hæð. Ofan við stífluna hefur myndazt heilt stöðuvatn, Meadvatnið, scm er 180 km langt, og er það stærsta vatn, sem gert hefur verið af manna hönd- um. • Sautján ára piltur, SuleimaTi Ali Nahsnusii frá Trípóli, er iiæsti maður í heimi, 2,43 metrar á liæð. • Lengstu jarðgöng í lieimi eru undir hæsta fjall Evr- ópu, Mont Blanc. Göngin eru 11 km á lengd, grafin svo að segja í gegnum miðjan fjall- garðinn, sem er 4.807 m á liæð. Með jarðgöngum þess- um tókst að stytta leiðina milli Bómar og Parísar um 200 km. • Þurrasti bletturimi á jörð- inni er Arica á eyðimörk- inni i norðurhluta Chile þar sem meðalúrkoma á ári i 43 ár hefur verið 0,5 mm. En allmörg eyðimerkursvæði eru til þar sem ekki hefur fallið regndropi í nokkur ár samfleytt. Hússneska tíkin Tsjernusjka, sem Itússar sendu á loft i geim- fari skömmu áður en Gagarin fór geimferð sína, hefur nú eignazt tvo svarta og hvíta hvoipa i dýragarðinum í Moskvu. Þrír geimhundar Sov- étríkjanna, auk livolpa sem Strelka, fyrsti geimhundurinn, átti, eru nú i dýragarðinum, en þi'iðji livolpur Strelku var eitt sinn færður Jaqueline Kennedy, forsetafrú Bandaríkjanna, að gjöf. Veiztu það? í sjómannamáli er ofl notuð sérstök hraðaeining: hnútur- inn. Sagt er, að skip gangi svo og svo marga linúta. Einn hnút- ur þýðir ein sjómíla á ltlukku- stund, en ein sjómila er 1852 metrar. Nafnið mun vera dregið af þvi, að skriðmælar skipa voru linur, sem linútar voru hnýttir á með ákveðnu bili. Hnútalinunni var r.ennt í sjó- inn, og því meiri sem ferð skipsins var, þeim mun hraðar dróst línan út. Svo var miðað við, hve margir hnútar drægjust út á ákveðnum tíma. t Talið er, að ijósið fari 300.000 km á hverri sekúndu, og með sama hraða berist útvarpsefni á öldum ijósvakans. Ljósöldur eða útvarpsöidur fara sjö og h&lfan hring umhverfis jörðu við miðbaug á einni sekúndu — en hann er mesti hraði, sem ltunnur er. Hins vegar er eng- inn hraði minnstur. Hve hægt' sem einhver hlutur flyzt til með jöfnum liraða, má alltaf liugsa sér hraðann minnkaðan, án þess að lireyfingin stöðvist alveg. Sem dæmi um lítinn iiraða má nefna vaxtarhraða plantna. Bamhursreyr er talinn vaxa afar hratt. Hann gelur vaxið allt að 0,75 millimetrum á mínútu, en sú iireyfing er ]>ó miklu hægari en svo að hún sé sýnileg. * Gátur. Svör: 1. í örkinni hans Nóa. 2. Eitt stcinsnar. 3. Af Jiestbaki. 4. Nál. 28

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.