Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1963, Blaðsíða 6

Æskan - 01.01.1963, Blaðsíða 6
ÆSKAN <>JC)o09€»)sOo()oOoí>3(>oOoOoí>eOe«>oí5eOef5cOcOeOoOeOcOeOeOoO Sögnín um hrísplöntiina. Armenskt •Cyrir langalöngu, þegar drottnarar jarðarinnar börðust ekki aðeins hver við annan heldur einnig við vætti skóga og íjalla, var uppi í Per- síu voldugur höfðingi, sem allir voru liræddir við og hét sjah Ismail. Hann hafði ógurlega voldugan her, lagði undir sig óteljandi þjóðflokka og vann öll veraldarinnar ríki að haf- inu mikla. Þegar hann var búinn að leggja undir sig öll lönd var næsta verkefnið að leggja undir sig veraldarhafið, því að það voru engin takmörk fyrir valdagræðgi hans. Svo fjölmennur var lier hans að hann lét hann setjast um liafið og ætlaði að þurrka það upp til að geta lagt undir sig auðæfi hafguðs- ins. Nú byrjuðu herntennirnir að ausa upp hafið með öllum þeim ílátum, sem til voru í veröldinni. Og það var handagangur, verið þið viss. Og hávaðinn í þeim yfirgnæfði allt. Hafkonungurinn, sem sat á perlu- hásæti sínu heyrði hávaðann. Allt í kring um hásæti hans stóðu hirð- menn í skrautlegum klæðum, sem of- in voru úr hafjurtum og perlum. — Hvað er um að vera? spurði haf- konungurinn. — Farið þið upp að ströndunum og gefið gætur að, hvað þetta er. ævintýri. Hraðsyndir fiskar voru sendir út. Þeir komu von bráðar aftur og sögðu frá því, að ógrynni hermanna stæði allt í kring urn hafið og væri að ausa upp vatn, sem þeir helltu á jörðina. — Er það svo? sagði konungurinn, farið þið aftur og grennslist um, hvað þeir meina með þessu. Fiskarnir brugðu skjótt við upp til strandanna, og af samtali hermann- anna skildu þeir, hvað var á seyði. Hafkonungurinn safnaði hirðinni saman til skrafs og ráðagerða. — Ef sjahinn lætur hermenn sína þurrka upp veraldarhafið, sýnir það að hann er þolinmóður og einbeitt- ur, og þá getur farið illa fyrir okkur! Nú ákvað konungurinn að senda einn mann af hirðmönnum sínum til sjahins til þess að vita, hvaða kröfur hann gerði til að hætta þessu verki. En enginn skildi mál hafbúa. Nokkr- ir vitringar réðu þá sjahinum að láta hafbúann ofan í brunn ásamt jarð- neskri konu, og það var gert. Eftir nokkurn tíma fæddi konan stúlkubarn, var það með sporð í stað fóta. Þetta var fyrsta hafmeyjan. Næsta barnið, sem hún ól, var drengur, og þegar hann var sjö ára hafði hann lært bæði mál föður síns og móður, og var því dreginn upp úr brunninum, og leiddur fyrir sjahinn, og jrýddi drengurinn nú fyrir hann erindi sendiboðans. Sjahinn krafðist 10 jíúsund batmana (austurlenzkt þyngdarmál) forða handa her sínum. Eftir talsvert þref lét hafkonungur- inn sjahinn fá 3 þúsund batmana forða, og það var hrís, sem aðeins vex í vatni, en mönnunum hafði ver- ið ókunnugt um til þessa. Þess vegna er það, að hrísakrarnir liggja undir vatni. Af öllum þeim ósköpum, sem lier- menn sjahins höfðu ausið upp úr hafinu árum saman og hellt á jörðina, urðu til hin óteljandi vötn og tjarn- ir, sem eru á víð og dreif um allt yfirborð jarðarinnar. ★ Útsölumenn Æskunnar eru vinsam- lega beðnir að endursenda öll auka- blöð sem hjá þeim kunna að liggja frá fyrri árum. Sérstaklega vantar frá s.l. ári eftirfarandi númer: Ni\ 2 — 3 og 4. Þetta eru útsölumenn beðnir að atliuga, því afgreiðslunni berast oft óskir um eitt og eitt blað úr eldri ár- göngum, því margir halda Æskunni saman, en vantar blöð inn í, og er það mjög slæmt að geta ekki hjálpað þegar svo stendur á. AFGREIÐSLAN. <><<><<<><<><><<><<><<><><><<<<t<<<><><>z^t<<<<<<><<><<<<><><<<><><<><<<><<<<<><<><><<<<<<><<<<^^ Með þessa heillandi mynd ættlandsins í huga, og með djúpri þökk fyrir ættararfinn og menn- ingararfleifðina þaðan, sendi ég íslenzkri æsku innilegar nýárskveðjur og blessunaróskir yfir hafið. Þeim óskum get ég eigi fundið hæfari eða betri orðabúning en þessi hjartahreinu og ávallt tímabæru erindi úr „Barnabæn“ séra Matthíasar Jochumssonar: Ó faðir, gjör mig lítið Ijós um lífs míns stutta skeið til hjálpar hverjum hal og drós, sem hefir villzt af leið. Ó faðir, gjör mig styrlcan staf, að styðja hvern, sem þarf, unz allt það pund, sem guð mér gaf, ég gef sem bróður arf. <><><><><><><><<><><><><^><><><><><<<><<<<<<<<><<<><><><><><><<<><><><<><><><><><><<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.