Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1963, Blaðsíða 15

Æskan - 01.01.1963, Blaðsíða 15
ÆSKAN DAVÍÐ COPPERFIELD Eftir CHARLES DICKENS - Hið kynlegasta, sem ég heyrði um Creakle, var þó það, að í skólanum væri einn drengur, sem hann þyrði ekki að blaka við, og það væri Steerforth. Það sögðu allir drengirnir, og Steerforth sagði sjálfur, að Creakle ætti bara að reyna það, ef hann þyrði. „Hvað mundurðu þá gera?“ spurði einn af drengjun- um feimnislega. „Þá mundi ég fleygja blekbrúsanum beint í hausinn á honum,“ anzaði Steerforth rólega. Hinir tlrengirnir höfðu verið að smátínast í rúmið, og loks fórum við Steeríorth líka að hátta. „Góða nótt, Copperfield minn,“ sagði þessi nýi vinur minn, „ég skal vera þér hliðhollur." „Þakka þér kærlega fyrir. Það er reglulega vel gert af þér,“ anzaði ég þakklátur. Og síðan lögðumst við til svefns, en ég lá lengi vak- andi og hugsaði um Steerforth, og einu sinni reis ég upp til að líta á hann. Mér er enn sem ég sjái hann, þar sem hann lá í tunglsljósinu, og hið fagra höfuð hans hvíldi á öðrum handleggnum. í mínum augum var hann afar mikill maður, og ég bæði elskaði hann og leit upp til hans. SJÖUNDI KAFLI. Skúlinn tekur til starfa. Daginn eftir, þegar við vorum allir komnir inn í skóla- stofuna að loknum morgunverði, komu þeir dyravörð- urinn og Creakle inn til okkar. Það varð samstundis dauðaþögn, og drengirnir stóðu eins og myndastyttur hver á sínum stað. „Jæja, piltar,“- kallaði dyravörðurinn og lamdi með stafnum sínum í borðið, „nú byrjar skólinn, og látið þið nú sjá, að þið lærið lexíurnar ykkar samvizkusam- lega. Annars getið þið reitt ykkur á, að gamanið mun grána. Og ekki skal ég draga af mér!“ Að svo mæltu haltraði hann út úr skólastofunni, og Creakle tók að kanna liðið. Hann kom fyrst til mín. „Nú, þarna ert þú. Það er bezt ég spjalli dálítið við þig!“ Hann brá spanskreyrnum og staðnæmdist við lilið mér. „Svo þú ætlar að bíta ... eða hvað? En þó þú sért ef til vill vel tenntur, þá er ég þó enn þá betur tennturl Hvað segirðu um þessa hérna? Er þetta ekki beitt tönn? ... Og þessi hérna? . . . Er hún ekki mögnuð? ... Og þessi hérna? ... Og þessi hérna?“ Og í hvert skipti sló hann mig bylmingshögg með spanskreyrnum. Ég engdist sundur og sarnan og hágrét, en ég verð að kannast við, að það voru fleiri en ég, sem fengu álíka útreið. Að minnsta kosti helmingur af drengj- ununr var lúbarinn þennan morgun. Það var hið mesta yndi Creakles að lemja okkur; hann naut þess mjög að horfa á þjáningar okkar. Mér svellur enn þá blóð í æðum við að lrugsa um þennan bannsettan þorpara. nialtbrauf5, Lornbrauð og rúsínubrauð, bollur og vinarbrauð og Gunnsusnúða, rjómatertur og rúllutertur, tvíbökur og hagldabrauð, það verður of margt upp að telja. Kaupmaður: Ég hef allt, sem nöfnum tjáir að nefna, og alltaf er nógu úr að velja, sykurinn, kaffið, súkkulað, silki og perl- ur, já nóg um ]>að. Epli, vínber og appelsinur, einnig hrís- grjón og rúsínur, brúður og ótal barna- gull, en betra finnst mér að pyngjan sé full. Horgarstj.: Já, margs þarf búið við og bær- inn okkar. Við ]>urfum að liafa skósmið og skraddara, prentara og prentsmiðju, blaðamenn og bóksala, lyfsala, lækna og iögregluþjóna, sjúkrahús og sitthvað fieira, síma og útvarp og ennþá meira. Áheyrendur: Nú, líklega vantar okkur lika kirkju, prest og kennara. Kennarinn: Eg kenni litlu börnunum að lesa og skrifa og líka að reikna og teikna og liegða sér og lifa. Ég keuni þeim um dýrin, um fjarlæg lönd og lýði, leikfimi, söngmennt, hannyrðir og smíði. Lögregluþjónn: Eg er lagavörður i litla bænum nýja og lít eftir öliu stóru og smáu. Að allt sé i reglu, það er mín krafa, því allir vilja ró og friðsæld liafa. Horgarstj.: Þetta er ]>ó allt saman orð að sönnu, og ykkur ég þakka, góðurn mönn- um. Skáldið: Ég er skáidið, sem skemmtir ykkur, skritinn t'ugl og ýmsum kær, að mér margur maður hlær. Ég í skyndi i>jó til brag, börnin syngja hann í dag. BÆRINN OKKAR. Já, hér vil ég lifa og hyggja mitt bú, og bæinn minn elska af dyggð og af trú. Ef höldum við saman og hjálpumst vel að mun hamingjan æ fylgja þessum stað. Húrra, fyrir okkar hlessaða bæ, hann l>lómgist og vaxi sí og æ. 13

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.