Æskan - 01.01.1963, Blaðsíða 12
FLUGFERÐ
T!L NOREGS
J jólablaðinu var tilkynnt, að elzta
■*■ og stærsta flugfélag íslendinga,
Flugfélag íslands, og Æskan efndu í
sameiningu til spurningaþrautar með-
al lesenda Æskunnar. Spurningarnar
í þrautinni verða 40, og birtust fyrstu
tíu þeirra í síðasta blaði. Hér koma
svo næstu tíu, og þá er þrautin hálfn-
uð. í febrúar og marz blöðunum
kemur svo framhaldið, en svörin við
öllum fjörutíu spurningunum verða
svo að hafa borizt blaðinu fyrir 20.
apríl 1963. Fimm glæsileg verðlaun
verða veitt fyrir rétt svör. — f. verð-
laun verða flugferð til Noregs með
annarri hvorri hinna glæsilegu Vis-
count-skrúfujtota Flugfélags íslands
og þriggja daga ferðalag um Noreg.
— 2. verðlaun verða flugferð fram og
til baka á leiðum Flugfélags íslands
hér innanlands, en félagið heldur
uppi áætlunarferðum til yfir 20 staða.
— 3. verðlaun verða 300 krónur í pen-
ingum. — 4. verðlaun verða 200 krón-
ur í peningum. — 5. verðlaun verða
100 krónur í peningum.
Allir lesendur Æskunnar undir 15
ára aldri hafa rétt til að keppa um
þessi glæsilegu verðlaun. Ef mörg
rétt svör berast verður dregið um
verðlaunin.
Hér koma nœstu tíu:
11. Hvað nefnist þing Norðmanna?
12. Hvað færði núverandi konung-
ur Noregs íslendingum að gjöf,
þegar hann heimsótti íslarid ár-
ið 1947, þá sem krónprins?
13. Hve oft hefur konungur Nor-
egs heimsótt fsland?
14. Hvað heitir núverandi konung-
ur Noregs?
15. Hvað heitir núverandi krón-
prins Noregs?
16. Hvað heitir höfuðborg Noregs?
17. Hvað hét höfuðborgin áður en
hún hlaut núverandi nafn?
18. Hvað heitir næststærsta borg
Noregs?
19. Fyrir hvaða íþrótt eru Norð-
menn frægastir?
20. Hvar eru helztu heimkynni
Lappa í Noregi?
Við höldum svo áfrain með
spurningarnar í nœsta blaði.
Hver af lesendum blaðsins
'm
fer nœsta vor til Noregs? p*
$**$**$**$**$**$**$*•$**$**$**$* *$**$**í**$**í* *$**$• *$**$**$**$**í**$**5*