Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1963, Blaðsíða 11

Æskan - 01.01.1963, Blaðsíða 11
SKULI ÞORSTEINSSON: ÆSKAN Storm missti niður diskinn, sem hann hélt á í hendinni. „Robin Wood? En það er ... nei... Ég veit ekki...“ Hann náfölnaði. Vitavörðurinn gekk til hans og talaði við hann. I>egar börnin voru stuttu seinna kölluð að borðinu, var Storm enn órór og taugaveiklaður að sjá, en lrann sagði vingjarnlega: „Ég er búinn að gleyma öllu. Hver er Robin Wood? Og livað vitið þið meira um hann?“ Þau leystu nú frá skjóðunni og sögðu það, sem þau vissu og lýstu jafnvel húsi Woods hjónanna eins og bezt þau gátu. Storm fannst hvað eítir annað, að hann gæti munað eitt- ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆ Fyrir rúmu einu ári birtum við hér í Æskunni mynd af Kristínu Bjarna- dóttur, Hólavegi 10, Siglufirði, þar sem htin var með hrafn, er hún hafði tamið. A síðastliðnu vori fann Kristín dúfuunga, sem var að dauða kominn. Henni tókst fljótt að hressa hann við, og hér sjáum við Kristínu með ung- ann sinn á öxlinni. ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★ Æskan á eld, í barmi. Æskan á bros á hvarmi. Æskan á draum í augum. Æskan á þrek í taugum. Æskan er óskaneistinn. Æskan er vorið og hreystin. hvað, en hann kvartaði undan höfuð- verk, og að lokum sagði vitavörður- inn: „Við skulum ekki brjóta heilann lengur um þetta að sinni. Seinna rifj- ast máske eitthvað upp og þá verð- um við að fylgjast vel með því, en nú ætti Storm ekki að leggja rneira á sig i bráð.“ SUMARLEYFI. Síðar sama dag kom lautinant Jack og sótti þau. Hann var með myndavél með sér, sem hann notaði strax og tók margar myndir, þar á meðal af Storm. „Við getum sýnt einhverjum vin- unr Wood hjónanna myndina. Ef þeinr finnst þeir þekkja Robin aftur, getum við sagt foreldrum lrans það, annars bíðum við lengur,“ sagði hann og þannig lröfðu þau það. Þegar Páll og Nancy komu aftur heinr í skólann, máttu þau aftur flytja inn í sín gömlu svefnherbergi og taka þátt í starfi skólans og leika sér með skólaielögunum. Þau fengu nóg að gera að segja frá öllu, senr á daga þeirra lrafði drifið, svo að næstu daga hugsuðu Jrau ekki oft til Robins og Stornrs. Voru þeir einn og sanri maðurinn eða voru þetta tveir menn? Æskan á auð í hjarta. Æskan er vonin bjarta. Æskan eflist að þori. Æskan er djörf í spori. Æskan er orkulmdin. Æskan er bjarta myndin. En skýringin konr einn góðan veð- urdag, þegar þau áttu hennar sízt von. Wood hjónin komu akandi til skól- ans og báðu um að fá að tala við Pál og Nancy — og börnin fengu að aka nreð þeinr til sjúkralrússins, Jrar sem Brown læknir hafði nýlega gert upp- skurð á Storm. Hann hafði fjarlægt beinflís, sem þrýsti að heilanum, og nú var Storm laus við höfuðverkinn, senr hafði Jrjáð hann síðustu fimm árin, og um leið nrundi lrann allt, sem á daga hans hafði drifið — allt það, sem hann áður hafði gleynrt. Hann var í raun og sannleika sá týndi Robin Wood, og nú skýrðist, hvers vegrra foreldrar hans höfðu ekki leitað hans. Þau höfðu einmitt verið á nokkurra nránaða ferðalagi Jregar blöðin fluttu fréttina unr sjómanninn, senr komst lífs af úr strandinu, og Jrau höfðu ekki lraft hugmynd unr, að sonur þeirra var um borð. Hann hafði stigið á skipsfjöl af hreinni tilviljun án Jress nokkur vissi. Wood hjónin héldu að hann lrefði farið til Skotlands, eins og hann hafði sagt áður — og þegar frú Wood varð veik og Jrurfti að skera hana upp í Suður-Ítalíu, höfðu þau ekki lesið ensku dagblöðin meðan þetta gerðist. / næsta blaði lesum við um kvikmyndatöku - Fylgizt með. 9

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.