Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1963, Blaðsíða 26

Æskan - 01.01.1963, Blaðsíða 26
ÆSKAN standa á afturfótunum, en tókst það bara alls ekki. Það reyndi aftur og aftur, en mistókst það alltaf. Mamman var fyrir löngu farin að kroppa, þegar litla lambið hætti loksins þessum tilraunum sínum að standa eins og „mannalömbin“. Þá var litla lambið orðið þreytt og lagðist niður. Innan skamms var það steinsofnað. 5. Það var orðið áliðið dags og sólin að hníga til viðar, þegar litla lambið vaknaði. Því var hrollkalt og kallaði aumkunarlega tii mömmu sinnar. Hún svaraði undir eins, og sagði litla lambinu að koma. Það reis á fætur og teygði úr sér. Svo hristi það sig og skjögraði til mömmu sinnar. Það flýtti sér að fá sér mjólkursopa. Mikil lifandis ósköp þótti litla lambinu gott að fá volga mjólkina! Það dillaði litlu rófunni í mesta ákafa, vegna eintómrar gleði og sælutil- finningar. Þegar það var búið að fá nægju sína, þakkaði það mömmu sinni fyrir. Svo fór það að horfa í kringum sig. Lengi starði það á mömmu sína og svo á hinar kind- urnar, sem voru stutt frá henni. Allt í einu sneri það sér að mömmu sinni og sagði: „Mamma, hvað er þetta, sem er þarna á þér - á því, sem þú kallar höfuð?“ Happaseðill Æskunnar. Dráttur hefur larið Iram í Happaseðli Æsk- unnar. Þessi númer komu upp: 54. Flugferð á leiðurn Flugtelags íslands hér innanlands. 827. Tíu af útgáfubókum Æskunnar, eftir eigin vali. 682. Innskotsborð. 508. Tíu af útgáfubókum Æsk- unnar, eftir eigin vali. 106. Pennasett. 397. Ævin- týrið um Albert Schweitzer. 743. Aflraunakerfi Atlas. 86. Eins árs áskrift að Æskunni. 910. Fimm af útgáfubókum Æskunnar, eftir eigin vali. 447. Ævintýrið um Edison. 229. Fimm af útgáfubók- um Æskunnar, eftir eigin vali. 127. Eins árs áskrift að Æskunni. Þeir af kaupendum blaðsins, sem eiga Happa- seðla Æskunnar með þessum númerum, þurfa að senda þá með fullu nafni og heimilisfangi til afgreiðslu blaðsins, Kirkjutorgi 4, pósthólf 14, Reykjavík. „Ég skil ekki almennilega hvað þú átt við. En ef til vill hefi ég ekki hlustað nógu vel eftir því, sem þú varst að segja,“ svar- aði mamman. „Hvað er þetta, sem er út úr höfðinu á þér, mamma, en er ekki á kindinni þarna?“ „Já, nú skil ég, hvað þú. átt við. Það eru horn. En hin kindin, sem ekki hefir horn, er kölluð kollótt. Mér þykir miklu fallegra að hafa horn,“ sagði mamman. „Það þykir mér líka, mamma mín. En ég hef bara engin horn. Það þykir mér leiðinlegt,“ sagði litla lambið. „Komdu hingað til mín og lofaðu mér að sjá,“ sagði mamman. 24

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.