Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1963, Blaðsíða 21

Æskan - 01.01.1963, Blaðsíða 21
ÆSKAN Gleðilegt ár! QQOGGQGGGQGGQGQG Kæru lesendur. Þá höfum við kvatt gamla árið og göngum móti því nýja. Nýja árið er .enn sem óslcrifuð bók. Við vitum elcki hvað muni standa á næstu blaðsíð- um. Reynið öll að lifa þannig að þið þurfið ekki að skammast ykkar fyrir það sem verður skrifað í hina óskrifuðu bók ársins. Gleðilegt ár! QQQQQQQQQQQQQQQQ HEILABROT Það lá gamalt gufuskip í höfninni. Frá borðstokknum lá kaðalstigi niður að sjávarflet- mum. Það voru 28 ]>rep í þess- um stiga á flóði og voru 25 cm milli þrepanna. Þennan dag liækkaði sjórinn á flóði um 4 m. Hve mörg þrep urðu þá á milii borðstokksins og sjávar- flatarins? Þann 15. maí árið 1930 var ung stúlka að nafní Ellen Churcft að fá sér kaffisopa á flugvellinum i Oakland, Kaliforniu, þegar hún heyrð á tal tveggja manna, sem sátu við borð fyrir aftan hana. „Já, nú ganga þeir alveg fram af mér!“ sagði annar geðvonskulega. „Stelpukrakkar í flugvélum!“ „Eins og við höfum eltki nóg á olckar könnu,“ samsinnti hinn. „Hvað skyldum við eiga að gera, þegar þær verða hræddar?" Elleu fann hvernig blóðið hljóp fram í kinnarnar á henni. Það var auðheyrt, að þetta voru flugmenn. Hún stóð upp í flýti og skundaði út. En tíu minútum seinna, þegar hún kom út að flugvélinni, þekkti annar flugmannana hana aftur. „Svo þú ert þessi siúlka, sem á að hjálpa okkur að fljúga,“ sagði bann illkvittnislega. „Þú minnir mann nú meira á kennara, til dæmis, eða hjúkrunarkonu.“ „Satt að segja,“ sagði Ellen stillilega, „þá hef ég lært hjúkrun." „Jæja, þú um það. Mér er sama, livað þú hefur lært. En hlustaðu nú á mig andartak. Láttu okkur í friði í stjórnklefanum. Ef j>ú þarft endilega að ónáða einhvern, þá geturðu látið það bitna á farþegunum.“ Ellen kinkaði rólega kolli. Hana liafði alltaf langað til að fljúga. Og úr því United Air Lines hafði loks fengizt til að ráða liana, þá gat liún ekki vérið að láta það á sig fá þótt þessi flugmaður hefði horn í síðu hennar. Hún leysti skyldustörf sin af hendi af vandvirkni og natni, útbýtti dagblöðum, gekk um beina og leysti úr spurningum far- þeganna. Nokkrir dagar liðu. Þá gei-ðist sá atburður, scm gerbreytti á einni svipstundu lífi hennar sem flugfreyju. Flugvélin var á leiðinni frá Cheyenne lil Salt Lake City, þegar einn af farþegunum veiktist skyndilega. Ellen stumraði stundarkorn yfir honum, gekk síðan ákveðnum skrefum fram í stjórnklefann. „Einn farþeganna er liættulega veikur," sagði bún. „Við verðum að lenda i Rock Springs “ „í áætluninni stendur, að við eigum að fljúga til Salt Lake City,“ sagði fluginaðurinn stuttlega. „Ég vil þess vegna ráðleggja þér að liafa hemil á þér og vera ekki að ímynda þér, að neinn voði sé á ferðum, þó einn farþegi verði svolítið loftveikur." „Þetta er engin loftveiki,“ sagði Ellen. „Maðurinn er með bolnlangabólgu.“ „Okkur var sagt að skila þessum farþega af okkur i Salt Lake City! Ég hef ekki liugsað mér að láta liræðslugjarna stelpu segja mér fyrir verkum!“ „Ég hef lært hjúkrun,“ sagði Ellen ákveðin. „Ég lit svo á, að maðurinn sé hættulega veikur. Þér kunnið að hafa líf hans á samvizkunni, ef þér lendið ekki hið fyrsta i Rock Springs og sjáið svo um, að læknir verði viðbúinn á flugvellinum!“ Flugmaðurinn, sem nú var orðinn áhyggjufullur, lét undan. Og læknirinn bjargaði lífi farþegans með því að leggja hann tafarlaust á skorðborðið. Eftir þetta lét flugmaðurinn Ellen i friði. Hann bað hana meir að segja afsökunar á framkomu sinni. „Það var mikið lán, að þú skyldir vera með okkur,“ sagði hann. „í framtiðinni hreyfi ég mig ekki, án þess að hafa flugfreyju um borð.“ Til þess kom aldrei. Upp frá þessum degi hafa flugfreyjur þótt eins nauðsynlegar i farþegaflugvélum eins og vængirnir og hreyflarnir. 19

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.