Æskan - 01.01.1963, Blaðsíða 16
Hann kúgaði okkur ógurlega, og við beygðum okkur
fyrir honum í sárustu auðmýkt.
Ég minnist þess enn, hvernig við sátum hver á sínum
stað og mændum á hann með álíka undirgefni og hund-
ar horfa á stranga húsbændur. Ég man hvernig við, vesa-
lings greyin, hlógum, þegar hann var að glettast við ein-
hvern félaga okkar, áður en hann lamdi hann. Ég man,
að við gátum ekki að því gert, þegar við gengum um
leikvöllinn eða vorum að leika okkur þar, að gægjast upp
í gluggann, þar sem Creakle sást stundum, og mér renn-
ur enn kalt vatn milli skinns og hörunds, þegar ég hugsa
um daginn, þegar aumingja Traddles varð fyrir því að
henda bolta inn um rúðuna.
Veslings Traddles; han varð alltaf fyrir einhverju illu.
Hann var laminn á hverjum degi, og hann grét sáran,
meðan á því stóð, en þegar hann var búinn að grúfa sig
stutta stund fram á borðið, reis liann aftur upp og fór
að teikna beinagrindur á spjaldið sitt eða utan á káp-
una á stílabókinni sinni. Traddles var mesti afbragðs-
piltur. Aldrei var hann með söguburð um félaga sína,
og það kom ekki fyrir, að hann brygðist þeim á nokk-
urn hátt.
Einu sinni var hann lúbarinn, af því að hann hafði
farið að hlæja í kirkjunni. Dyravörðurinn hafði kært
hann, en allir hinir drengirnir vissu, að það var Steer-
íorth og enginn annar, sem hafði hlegið. Traddles þoldi
refsinguna án þess að malda í móinn. Hann bar sig að
vísu aumlega, meðan á henni stóð, en rétt á eftir var
14
hann farinn að skellahlæja og teikna beinagrindur, eins
og vant var. Steerforth hrósaði honum mikið fyrir,
hvernig lionum hefði farizt, og lýsti því, svo að allir
drengirnir heyrðu, að Traddles ætti það ekki til að vera
undirförull.
Ég fyrir mitt leyti hefði verið fús til að þola jafn-
mikla refsingu og Traddles til þess að verða fyrir svona
hrósi af vörum Steerforths.
Hálfum mánuði eftir að skólinn tók til starfa, fékk ég
bréf og böggul frá Peggotty. Ég komst við, þegar ég las
bréfið og opnaði böggulinn fullur eftirvæntingar. í hon-
um var stóreflis kaka, og mikið af appelsínum og tvær
ílöskur af kirsiberjasafa.
Ég fékk Steerforth allt þetta og bað hann að skipta
því milli okkar drengjanna. Ég bar mikla virðingu fyrir
Steerforth og var honum mjög þakklátur fyrir, að hann
skyldi halda hlífðarskildi yfir mér gagnvart hinum
drengjunum og veita mér uppreisn í augum þeirra, með
því að vera mér vinveittur.
Það var Steerforth einum að þakka, að mér fannst vist-
in í Salem House þolanleg, þrátt fyrir illskuna og
grimmdina í Creakle.
Mell var mér líka mjög hliðhollur. Hann var alltaf
vingjarnlegur við mig og hjálpaði mér eftir beztu getu.
Ég minnist hans enn með vinsemd og þakklæti.
Því miður var Steerforth ekki nærri alltaf góður við
Mell, og ég þoldi oft önn fyrir, að hann tæki upp á því
að stríða lionum með því, hve fátækur liann væri. Ég
hafði nefnilega einu sinni sagt Steerforth frá því, þegar
við Mell heimsóttum gömlu konuna á þurfamannahæl-
inu.
Og einn góðan veðurdag sprakk blaðran.
Það var á laugardegi. Creakle var ekki vel frískur, og
Sharp hafði farið að lieiman til að láta krulla hárkoll-
una sína, svo að við vorum einir hjá Mell.
En hvað við skemmtum okkur þann dag og hvað við
kvöldum kennara okkar. Ég sé Mell enn fyrir mér, þar
sem hann sat, hæglátur og friðsamur, uppi við kennara-
borðið og studdi hugsjúkur hönd undir kinn. Og ég sé í
anda strákana stökkva upp um borð og bekki. Sumir
þeirra æptu og hlógu og slógust allt hvað af tók. Aðrir
dönsuðu og fóru í höfrungahlaup, og nokkrir söfnuðust
að kennaraborðinu, grettu sig framan í kennarann og
gerðu gys að jakkanum hans, stígvélunum, lireyfingum
hans og yfirleitt öllu, sem honum viðkom.
Allt í einu stóð Mell upp og sló í borðið, svo að undir
tók í stofunni.
„Kyrrir, drengir! Kyrrir! Hvernig stendur á því, að þið
hagið ykkur svona við mig?“
Drengirnir hættu ólátunum. Nokkrir þeirra urðu for-
viða, aðrir hálfsmeykir og sumir jafnvel dálítið sneyptir.
Framhald í næsta blaði.