Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1963, Blaðsíða 7

Æskan - 01.01.1963, Blaðsíða 7
'TT’INU SINNI fann lítil, hvít Geit vatnsból inrist í hjarta frumskóg- arins í Indlandi, þar sem apar blaðra í trjátoppum og slöngur lilykkjast í gegnum hávaxið grasið og Veiðimað- urinn læðist hljóðlega með net sitt og boga. En Geitin litla þorði ekki að beygja höfuðið niður að vatnsborð- inu og drekka. En það voru þrjú önnur dýr við vatnsbólið: gljásvartur Hrafn, sem sat á trjágrein, bjarteyg Rotta, sem sat óhult' í holu sinni á bakkanum, og Skjaldbaka, sem svamlaði um niðri í vatninu. Þau sáu öll, að litla Geitin þorði ekki að fá sér að drekka, og þau vildu gjarna hjálpa lrenni. Hrafninn, sem sat svo hátt uppi, litaðist vandlega um í allar áttir og kallaði svo til Skjaldbökunnar: „Það er enginn ó- vinur sjáanlegur. Segðu litlu Geitinni, að henni sé óhætt að fá sér að drekka.“ Skjaldbakan stakk því höfðinu upp úr vatninu og skýrði Geitinni frá því, sem Hrafninn hafði sagt, og þá gat litla Geitin svalað Jrorsta sínunr óhult. Rottan bjarteyga skreið út úr holu sinni og spurði Geitina, hvers vegna hún væri svo hrædd við að fá sér að drekka. „Ég er nýsloppin frá Veiðimannin- inum,“ svaraði hún, „og ég óttaðist, að hann læddist aftan að mér með net sitt meðan ég lyti niður að vatninu." Þá sagði Skjaldbakan: „Þú sérð, að Hrafninn, Rottan og ég erum góðir vinir. Hvers vegna geristu ekki félagi okkar? Það er betra en að lifa aleinn í frunrskóginum.“ Geitin varð himinlifandi glöð og varð góður vinur þeirra, og í nokkurn tíma héldu vinirnir fjórir hópinn, glaðir og ánægðir. En dag nokkurn biðu Hrafninn, Rottan og Skjaldbakan árangurslaust við vatnsbólið eftir Geitinni. „Ég óttast, að eitthvað lrafi konrið fyrir vin okkar,“ sagði Hrafninn loks dapur í bragði. „Ef til vill heíur hún rekizt á Veiði- manninn,“ sagði Rottan. „Við verðunr að reyna að finna hana,“ nrælti Skjaldbakan. Og Hrafn- inn breiddi rir gljásvörtunr vængjun- unr, flaug lrátt yfir trjátoppana og leitaði hvarvetna að litlu Geitinni. Loksins sá irann hvítan depil langt fyrir neðan. Og Jregar hann settist á jörðina, sá hann, að Geitin var föst í neti Veiðimannsins. „Hjálpaðu mér,“ veinaði Geitin. Við vatnsbólið stóðu: Geit, Hrafn, Itotta og Skjaldbaka, sem svamlaði um niðri í vatninu. Ævintýri frá INDLANDI „Veiðinraðurinn skildi nrig eftir í neti sínu, meðan hann fór til að veiða fleiri dýr. Þegar hann kenrur aftur, drepur hann mig.“ Hrafninn varð nrjög hryggur, er lrann sá vandræði Geitarinnar. „Ég ætla að iljúga aftur til hinna og spyrja þau ráða,“ sagði lrann. Hann sneri aftur til vatnsbólsins og sagði Rottunni og Skjaldbökunni frá Jrví, senr konrið hafði fyrir Geitina. „Vinur okkar, Rottan, gæti nagað sundur möskva netsins," sagði Skjald- bakan. „Þetta var góð hugmynd," varð Rottunni að orði. „Hrafninn getur borið mig í klónum til Geitarinnar." Og Hrafninn flaug á braut með Rottuna hangandi í klónum. Geitin litla varð alls hugar fegin, er hún sá Jrau, og Rottan réðst þegar á netið með sterkum og beittum tönnunr sín- unr. Hún lrafði rétt lokið við að naga í sundur síðasta nröskvann, þegar Skjaldbakan kom skríðandi á vett- vang. Vinirnir Jrrír urðu óttaslegnir, er Jreir sáu hana.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.