Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1963, Blaðsíða 25

Æskan - 01.01.1963, Blaðsíða 25
ÆSKAN JÓN KR. ÍSFELD: LITLA LAMBIÐ Litla lambið jarmaði ákaflega og brauzt um, eins og það hafði kraftana til. En það gat ekki losað sig. Þá horfði það með skelf- ingarsvip til mömmu sinnar og kallaði til hennar og bað hana að hjálpa sér. Mamman svaraði ósköp rólega, að það væri ekkert að óttast. Hún sagðist sjá það á litlu mönnunum, að þeir ætluðu ekkert illt að gera því. Við þessar upplýsingar varð litla lambið mikið rólegra. Nú fóru börnin að klappa litla lambinu og strjúka því. Þau töluðu blíðlega við það, kölluðu það elskuna sína, og Helga gat ekki stillt sig um að kyssa það beint á litlu snoppuna. En það þótti litla lambinu ekki gott. Því fannst ekkert slæmt, þegar börn- in voru að strjúka því. Þegar börnin voru búin að gæla nokkra stund við litla lambið, lét Helga það niður og sleppti því. Þá var það nú ekki lengi að taka til fótanna til mömmu sinnar, sem hafði labbað ofurlítinn spöl frá. En börnin gengu burtu. Litla lambið stóð lengi í sömu sporum og horfði á eftir þeim. Þegar börnin voru komin góðan spöl burtu, sagði litla lambið við mömmu sína, að þessir litlu menn skyldu ekki framar fá að fara eins með sig og áðan. „Og litli maðurinn, sem tók mig, lét koma smell á nefið á mér. Það var bara andstyggilegt. Eg hélt bara að hann ætlaði að bíta í nefið / / CC a mer. Nú leit mamman upp frá því að kroppa og sagði: „Nú skal ég segja þér nokkuð. Litlu mennirnir eru nokkurs konar manna- lömb, sem eru kölluð börn. Barnið sem tók þig, er kallað stúlka, en hitt barnið, sem horfði á, er kallað drengur. Þetta sem stúlkan gerði, þegar hún lét koma smell, það kalla mennirnir að kyssa, og þeim þykir það víst fjarskalega gott. Oft hafa börnin kysst mig og strokið mér, sérstaklega þeg- ar ég hefi verið inni í húsinu mínu á vet- urna.“ „Það er alveg sama, ég skal aldrei láta mannalömbin kyssa mig aftur. En mamma, afskaplega er það einkennilegt, hvernig mannalömbin ganga. Þau standa svona upp á endann,“ sagði litla lambið og reyndi að ^HÍ-mKBKHKBKBKBKHKBKBKBKBKBWKHKHKBKBHBKHKHKHKHKBKHKBKBKBKHKHKBKBKBKHKHKBKHKHKBKBKHKBKBKí 23

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.