Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1963, Blaðsíða 23

Æskan - 01.01.1963, Blaðsíða 23
Árni Tryggvason. Árni Tryggvason cr einn vmsælasti gam- anleikari ])essa lands. Hann er gæddur í ríkum mæli þeirri sérstæíiu og ágætu skop- gáfu, að geta komið öllum i gott skap, um ieið og liann birtist á leiksviðinu. Árni er fæddur í Syðri Vík í Litla Ár- skógshreppi li). janúar 1924, og dvaldi liahn öll uppvaxtarár sín í Hrísey. Tvítug- ur að aldri kom Árni til Reykjavikur og hóf |)á strax leiklistarnám í Leikskóla Lár- usar Pálssonar. Árni stundaði þar nám á árunum 1946—1948. Fyrsta lilutverk sitt lék liann svo hjá Leikfélagi Reykjavíkur i „Volpone" veturinn 1949. Eftir það lék hann óslitið Iijá Leikfélagi Reykjavíkur næstu tólf árin. í hyrjun eru það mhini hlutverk, en með árunum vex honum þroski og áræði og eru honum þá falin mörg stór hlutverk, sem hann skilar með miklum sóma, eins og t. d. í „Frænku Charleys", „Grænu lyftunni“ „Grátsöngv- aranum“, „Kjarnorku og kvenliylli“, svo að eittlivað sé nefnt. Árið 1961 var Árni fastráðinn hjá Þjóðleikhúsinu og hefur starfað þar siðan. Um þessar mundir leikur hann aðalhlut- verkið í harnaleiknum „Dýrin i Hálsa- skógi“ og' þykir leikur lians í því lilutverki fráhær. Árni er enn ungur að árum og má mikils vænla af lionum i framtiðinni. Jón Sigurbjörnsson. Jón Sigurhjörnsson liefur sérstöðu íneöal íslenzkra leikara, þvi að hann er bæði leik- ari og óperusöngvari, og hefur stundað nám jöfnum höndum i háðum listgreinum. Jón er fæddur að Ölvaldsstöðum í Mýra- sýslu 1922, en dvaldi öll uppvaxtarár sín i Borgarnesi. Eftir að Jón kom til Reykjavikur stund- aði hann leiklistarnám lijá Lárusi Pálssyni i tvö ár, fer þvi 'næst til Bandaríkjanna og nemur leiklist við „Ameriean Academy of llramatic Arts“ og lauk þar prófi eftir tvö ár. Eftir það stundar hann söngnám á Ítalíu í nokkur ár hjá úrvals söngkenn- uruin. Jón lék fyrst hjá Leikfélagi Reykjavíkur lilutverk Hórasar í „Hamlet" árið 1949. Hann lék um nokkurra ára skeið hjá L.R. og var formaður félagsins í þrjú ár. Jón liefur leikið lijá Þjóðleikliúsinu öðru liverju frá stofnun ]>ess 1950, hæði í óper- um og leikritum. Hann var fastráðinn leik- ari þar árið 1960. Minnisstæöustu hlutverk Jóns munu vera i leiltritum Artliurs Millers „Sölumað- ur deyr“ og „Allir synir minir“. Þeir, sem sáu hann í fyrrgreindum leikritum, munu seint gleyma raunsannri og stórhrotmni túlkun hans i þessum leikritum. í vetur liefur Jón sýnt mjög góðan leik i „Sautjándu hrúðunni" og i „Pétri Gaut“, en þau leikrit eru sýnd um þessar mundir í Þjóðleikhúsinu. Jón nýtur inikils trausts meðal stéttar- hræðra sinna og liefur verið form. Félags islenzkra leikara s.l. tvö ár. 21

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.