Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1963, Blaðsíða 8

Æskan - 01.01.1963, Blaðsíða 8
Hrafninn flaug með Rottuna hangandi í klónum. „Ó, ól“ stundi Geitin. „Brátt kem- ur Veiðimaðurinn aftur, og hvernig kemstu þá undan honum? Hrafninn getur flogið ujap í trén; Rottan getur skriðið niður í holu; ég get hlaupið hratt í burtu, en þú getur aðeins skriðið og það hægt. Þú getur ekki sloppið.“ í sama bili heyrði hin næma Rotta íótatak Veiðimannsins, sem var að koma gegnum frumskóginn. Þau flýttu sér öll strax í burtu eins hratt og þau gátu. Hrafninn ílaug upp í hátt tré, Rott- an skreið niður í holu og Geitin þaut svo hratt í burtu, að að andartaki liðnu var hún horfin. En vesalings Skjaldbakan gat aðeins skriðið hægt, mjög hægt í áttina til grastóar. Veiðimaðurinn varð mjög reiður, er hann sá, að netið var sundurtætt og Geitin lrorfin. Hann leit í kring- um sig og kom brátt auga á Skjald- bökuna, sem mjakaðist svo hægt til grastóarinnar. „Ha! Feit skjaldbaka er betri en ekkert,“ hrópaði hann. Hann þreif upp Skjaldbökuna, stakk henni ofan í poka og stikaði í burtu. Rottan gæðist út úr holu sinni, sá ltvað varð um Skjaldbökuna og sagði Hrafninum og Geitinni frá því. „Nú verðum við að bjarga Skjald- bökunni," mælti Hrafninn. „Hvernig förum við að því?“ „Það er bezt, að ég hlaupi fram fyrir Veiðimanninn," stakk Geitin upp á. „Þá sleppir hann pokanum, til þess að hann eigi auðveldara með að elta mig, og þá getur Rottan frelsað vin okkar, Skjaldbökuna.“ Hrafninn og Rottan samþykktu þessa ráðagerð, og Geitin lagði af stað. Brátt kom Veiðimaðurinn auga á hana milli trjánna. Hann lagði frá sér pokann og lientist af stað á eftir henni. Rottan hljóp í snatri að pokan- um og nagaði í sundur snærið, sem bundið var íyrir hann. Skjaldbakan skreið út full þakklætis og faldi sig í gróðrinum í kring. Á meðan lét Geitin Veiðimanninn elta sig krókavegu í gegnum skóginn og að lokum missti hann alveg sjónar á henni. Honum fannst hann þá hafa nóg Rottan nagar netið í sundur. Veiðimaðurinn var mjög reiður, er hann sá, að pokinn var opinn og Skjaldbakan horfin. að gert þennan daginn og sneri við til pokans, sem hann liafði skilið eftir. „Þar á ég þó að minnsta kosti feita og góða skjaldböku," hugsaði hann með sér. „Hún verður góð í kvöld- matinnl" En þegar hann fann tóman pokann, ætlaði hann varla að trúa sínum eigin augum. „Það hljóta að vera galdrar að verki í þessum skógi,“ sagði hann upphátt. „Fyrst sleppur íótfráa geitin frá mér og síðan hin hægfara skjald- baka!“ Hann varð allt í einu yfir sig hrædd- ur og hljóp burtu úr skóginum eins hratt og hann gat, þótt veiði hans væri engin eftir allan daginn. En Hrafninn, Rottan, Skjaldbak- an og Geitin hétu því að hjálpa alltaf hverju öðru, þegar á lægi. Og þannig lifðu þau í frumskóginum, örugg og hamingjusöm, árum saman. ★

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.