Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1963, Blaðsíða 10

Æskan - 01.01.1963, Blaðsíða 10
Ár í heimavistarskóla. Páll og Nancy hafa róið ut í vitann til þess að leita Robins Wood, sem týndur er. Páll batt bátinn vandlega meðan Nancy heilsaði Barney — en það hét vitavörðurinn — og svo gaut hún aug- unum forvitnislega til aðstoðarmanns hans, mannsins, sem hún vonaði fast- lega að væri hinn horfni Robin Wood. „Þetta er aðstoðarmaður minn, hr. Storm,“ sagði vitavörðurinn, og aftur athugaði Nancy unga manninn gaum- gæfilega. Hann var mjög alvörugef- inn og þreytulegur að sjá, en þegar hann brosti, varð hún aftur viss um, að þetta væri maðurinn, sem hún hafði séð mynd af í stofunni hjá frú Wood. ER ÞETTA ROBIN? Vitinn var traustlega byggður á klettunum, en það fór um börnin við tilhugsunina um það, að freyðandi, svartgrænar öldurnar gátu risið hátt upp yfir hamrana. Þau skoðuðu allt, sem skoðandi var, og þegar þau stóðu uppi í ljósklefan- um, sagði Nancy loksins: ,,Má ég spyrja um dálítið, vita- vörður? Hvað heitir Storm að for- nafni?“ Hann leit dálítið undrandi á hana en svaraði síðan: „Tja . . . það get ég eiginlega ekki sagt þér... sannleikurinn er sá, að hann hefur alveg gleymt nafni sínu!“ „En hann heitir Storm? Veit fjöl- skylda hans ekki...?“ „Þetta er löng saga, og nú skal ég segja ykkur hana,“ sagði Barney vin- gjarnlega. „Nú eru umliðin rúm fimm ár. Það var um jafndægur á vori, einmitt þeg- ar verstu veðrin geisa, að skip strand- aði hérna í grenndinni. Áhöfnin drukknaði — aðeins einum marini varð bjargað. Það var Storm, sem þið hafið séð.“ „Settist hann þá strax hér að,“ spurði Páll. „Já. Það vildi svo til, að hann fékk mikið höfuðhögg og þjáðist svo mikið þessa nótt, að hann missti minnið, hann hafði gleymt öllu — bæði hver hann var og hvaðan hann kom. Það var skrifað um jietta í blöðin, en eng- inn gaf sig fram með upplýsingar um hann. Og þar sem mér leizt prýðilega á manninn, réði ég hann sem aðstoð- armann minn, af því að maðurinn, sem áður var hjá mér, hafði veikzt og varð að hætta.“ „Ég held . . . ég held, að hann hljóti að vera Robin!“ hrópaði Nancy og augu hennar geisluðu. „Hvað áttu við?“ spurði vitavörður- inn. Og nú sögðu börnin honum upp alla söguna. „En ef hann er í rauninni sá, sem þið haldið, hvers vegna ætli foreldrar hans hafi þá ekki gefið sig fram? Það var skrifað mikið um þetta í blöðin á sínum tíma,“ sagði vitavörðurinn. Þessu gátu börnin ekki svarað, en það var þó undarlegt.. . Þegar þau voru komin niður aftur, kallaði Nancy allt í einu: „Robin! Ó, Robin!" Storm hrökk við. Hann hafði ein- mitt verið að leggja á borðið, því að þau ætluðu að borða úti í vitanum. Hann leit ráðvilltur í kringum sig og strauk hendinni yfir ennið. Svo sagði hann: „Hvað sagðirðu? Hvers vegna kall- aðirðu á — á Robin?“ „Ó, ég hélt, að litli fuglinn þarna væri rauðbrystingur," sagði Nancy og benti á svölu. Hún vissi, að í Englandi er rauðbrystingurinn kallaður robin, svo að skýring hennar var ekki ó- sennileg, en hún hafði haft vakandi auga með Storm og tekið eftir fátinu, sem kom á hann er hún kallaði. „Ég Iiélt, að þú værir að kalla á einhvern — það er undarlegt — ég hélt fyrst, að þú værir að kalla á mig,“ sagði hann og horfði enn ráðvilltur á liana. „Þekkirðu fjölskyldu, sem heitir Wood?“ spurði nú Páll, sem vildi koma systur sinni til aðstoðar. „f henni er ungur maður, sem heitir Robin Wood.“ Þegar Fíi sá l>að, sagði Iiann: „Bíðið dálítið. Ég skal reyna að gera þetta á 15 niínútum!“ Og það gerði liann. Hann negldi og limdi og saumaði, Iiann skar og klippti, og þegar liann var búinn, burstaði hann skóna, svo að þeir urðu gljáandi svartir. „Jæja,“ sagði hann. „Nú eru þeir eins og nýir!“ Og síðan rétti hann ánægðuin viðskiptavinunum skóna. „En Fíi froskur," sagði Maja, þegar þau voru að fara aftur, „hvers vegna vildirðu fyrst láta okkur bíða svona Iengi?“ „Það var aðeins ein ástæða til þess,“ sagði Fii froskur. „Það er svo leiðinlegt að sitja hér aleinn og bíða eftir ]>ví að fólk ltomi inn með skóna sína. Það væri miklu skemmtilegra ef einhverjir vina minna sætu hér lika og biðu með mér.“ Kláusi og Maju þótti þetta dálítið leiðinlegt vegna Fía frosks. En um leið og þau fóru, mættu þau tveimur köngulóm og einni bjöllu með sína 20 skó, ]>vi að þessi þrjú dýr höfðu 20 fætur til samans. „Setjizt niður," heyrðu þau að Fii froskur sagði við viðskiptavinina nýju. Hann virtist hinn kátasti. „Það tekur liklega um það bil eitt ár að gera við þá.“ :><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><> Raggeit í 10 mín- útur, í siðustu lieimsstyrjöld tók írskur hermaður til fótanna og flýði, þegar til átaka kom. Fyr- ir það fékk hann ámæli hjá fé- lögum sínum. En hann varð ekki orðlaus og sagði, að ]>að væri ]>ó hetra að vera raggeit í 10 mínútur en steindauður alla ævi.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.