Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1963, Blaðsíða 19

Æskan - 01.01.1963, Blaðsíða 19
 >0<>>00<í><í><í><í>0<í><í><í><í>0000<í>00<í><<><<>0<í><í><<><<><Z^><<><í>0<<>0<í>0<í><í>00<<><í><í><í><í><í><<><<><í> SEYJAR ^... ... ki EVRÓPU ^ ^ danski blaðamaðurinn l^krifað fyrir ÆSKUNA. aldar til þess að eila völd sænsku krúnunnar í Eystrasalti. í sögu hall- arinnar og í sambandi við herferðir þeirra tíma er talað um konunga eins og Gústaf Vasa og Eirík XIV. og önnur stórmenni. Um rniðja 16. öld brann höllin — en hafði þá þegar misst sína liernaðarlegu þýðingu. í stríðinu milli Svíþjóðar og Rúss- lands 1808—1809 varð Svíþjóð að láta Áland af hendi við Rússa. Rússar hófu þá mikla virkjagerð á Bomar- sundi, en áður en henni væri lokið, voru þau eyðilögð í Krímstríðinu 1854 af Englendingum og Frökkum. Bom- arsundskastali var einnig eyðilagður og nú standa aðeins nokkur veggja- brot eftir. Á Prástey, sem var á virkjasvæðinu, hafa fundizt hvorki rneira né minna en 6 kirkjugarðar mismunandi trúar- bragða. Lega Álandseyja hefur sem sé vald- ið því, að þær hafa alltaí verið í hættu og öldum saman skipt um eig- endur. Sterkast hefur santband þeirra verið við Svíþjóð, einnig nú, — þótt Álandseyjar tilheyri Finnlandi. Þegar maður hefur ferðast um Einnland og árangurslaust reynt að gera sig skiljanlegan á sænsku eða jafnvel þýzku eða ensku, þá kentur það manni spánskt fyrir sjónir, þegar maður til dæmis í Maríuhöfn hittir ekki aðeins l'ólk, sem skilur ekki orð í finnsku, heldur sér líka matseðla á veitingastofum, lerðaáætlanir og dag- blöð sem ekki eru skrifuð á þjóð- tungunni. Það er rétt eins og ríkjandi sé andúð á finnsku. Álandseyjar hafa lengi liaft tak- Vel varðveitt helgimynd frá miðaldakirkj- unni í Finström. markaða heimastjórn. Þær lúta finnska þinginu, en hafa þó svo mikið sjálfstæði á ýmsum sviðum að furðu gegnir. Álandseyjar hafa t. d. sinn eigin fána. Hann er eins og sænski fáninn, en með minni rauðum krossi innan í gula krossinum. Á Álandseyjum er engin lierskylda — og er það eini staðurinn innan Frá siglingabátahöfninni í Vesterhamnen.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.