Æskan - 01.01.1963, Blaðsíða 27
ÆSKAN
Litla lambið gekk til mömmu sinnar,
sem horfði alvarlega á hnakkann á því. Og
svo sagði mamman: „Þú þarft engu að
kvíða. Það koma horn á þig með tíman-
um.“
„Já, en ég vil fá hornin undir eins.“
„Það er bara ekki hægt. En þess verður
ekki langt að bíða að þau komi. Þau verða
auðvitað ekki stór, svona fyrst, en þau
stækka ört. — En mikið hefir nú hann pabbi
þinn falleg horn! Þau eru gríðarlega stór
og svo fallega snúin.“
„Hvar er hann pabbi minn, mamma?“
spurði litla lambið og horfði eftirvæntingar-
fullt á mömmu sína.
„Það hefi ég ekki hugmynd um. Eg
hefi ekki séð hann mama dao;a.“
„Hvað er dagur, mamma?“
„Það er frá því að sólin — sko, þetta
stóra, rauða — byrjar að sjást, og þangað til
hún fer á bak við þetta, sem hún er núna
að hverfa á bak við. Þegar sólin kemur, er
morgunn, en nú er að koma kvöld,“ svar-
aði mamman, en litla lambið hlustaði á með
mestu athygli. Þegar mamman hafði sagt
þetta, fór litla lambið að reyna að horfa á
sólina.
Sólin var horfin að fjallabaki, þegar
mamma litla lambsins kom til þess, þar
sem það lá í hnipri. „Jæja, nri er kominn
tími til þess að fara að sofa,“ sagði mamman.
„En mamma, ég hef verið að sofa.“
„Já, en nú skaltu fá þér að drekka. Svo
ætla ég að leggjast hjá þér og fara að hvíla
mig. Mér veitir ekki af því að fá mér ræki-
lega hvíld.“
Litla lambið stóð silalega á fætur 02:
ö ö
teygði vel úr sér. Mamma litla lambsins
jórtraði ósköp róleg, lygndi aftur augun-
um og var líkast því að hún væri hálfsof-
andi og vissi ekkert af sér. Þegar litla lamb-
ið snaraðist loks til hennar og greip fast um
spenann, hrökk mamman við. Hún hafði
nefnilega verið að hugsa um framtíð lambs-
ins síns. Hún var fjarskalega glöð yfir því
að eiga svona skynsamt og myndarlegt
lamb. Henni fannst það hafa verið lang-
myndarlegasta og fallegasta lambið, sem
hún hafði séð á túninu og voru þau þó
mörg glæsileg í þeim hópi. Mamman ætl-
aði að gæta litla lambsins síns vel. Hún
ætlaði alltaf að hafa nóga mjólk handa því.
Svo varð hún að fara að kenna því eins
fljótt og hún gat - já, að kenna því að
kroppa. Og hún yrði að sjá til þess að litla
Framhald í næsta blaði.
^^^^^^íttS^HKHKHKBKHKHKHKHKHKHKKBKHKBKHKHKHKBKHKBKHKHKHKHKHKHSKHKHKHKHKBKHKHKHKHKHKBKHKHKHKí-
25