Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1963, Blaðsíða 5

Æskan - 01.01.1963, Blaðsíða 5
•iiiiinriiiiiniiiiiiaiiliiiiiiiiiMiiiaiiiiiaiiiiiaiiaiiiiiaiiaiiaiiaiifiiiiiiiianiiiiiiiiiiaiiaiiaiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiaiiiiiiiiiiiiniiiiiiiMaiiiiiai.iiiiaiiiuiiiiiiiiiiiiaiiiiiaiiaiiiiiiiiaiiiiiiiiaiiiiiiMiiiaiiiiiB 64. árgangur. ☆ Reykjavík, janúar 1963. 1. tölublað. liMiBiiiiiBiiiiiiiiaiiaiiiiiiHaiiBiiiiiBiiaMBiiiiiiiiaiiaiiaiiiiiaiiBiiiiiiiiiiiaiiiHiBiiiiiiiiaiiitiiiiaiiaiiaHBiiiiiaiiiiiBiiBitBHiMaiiaiiiiiBiiaiiatiBiiBMa'iiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiBiiBiiBiiaiiiiifliiiiiBiiaiiaiiaiiiiiaiiBiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiim' C*X><X><X><X><><X><X><X><><X><X><X><X><X><>X><X><X><X><X><X><X><X><X><X><><><X><^^ I Dr. RICHARD BECK: Nýárskveðja vestan um haf. Ykkur lesendum Æskunnar kemur það lík- lega á óvart, að höfundur þessarar kveðju, sem á heima inni i miðju meginlandi Vesturálfu, hefir verið að lesa jólablað hennar núna um jólin, rétt eins og þið víðsvegar heima á ætt- jörðinni. Það á ég að þakka greiðum flugferð- um milli íslands og Vesturheims, og sérstak- lega góðvild og hugulsemi þeirra góðu vina minna, sem að Æskunni standa og sendu mér jólablað hennar, ásamt september- og október- blaðinu, í flugpósti. Annars fæ ég Æskuna reglulega í venjulegum blaðapósti, sem vitan- lega er drjúgum lengur á leiðinni; en alltaf les ég hana mér til mikillar ánægju. Ég veit, að þið, hinir ungu lesendur hennar, sem hún er sérstaklega helguð, gerið það líka, og með þakklátum huga. Hún flytur myndum prýtt, mjög fjölbreytt og skemmtilegt lesmál við ykkar hæfi, sem jafnframt er fræðandi, gófgandi og mannbætandi. Og það er einmitt fyllilega í anda þess ágæta félagsskapar, sem átt hefir hlut að útgáfu hennar frá upphafi vega, Stórstúku Góðtemplarareglunnar á ís- landi. En Góðtemplarareglan hefir verið mér kær, síðan ég gekk í stúkuna Framtíðina nr. 173 á menntaskólaárum mínum í Reykjavík fyr- ir nærri U5 árum; hefi ég verið félagi í regl- unni síðan, tel mér það gæfu og bæði félags- legan og menningarlegan gróða. 1 fallegu og efnismiklu jólablaði Æskunnar las ég því með mikilli athygli prýðilega hugleið- ingu hennar Hörpu Jósefsdóttur um 75 ára af- mæli Unglingareglunnar á íslandi, og gríp tæki- færið, þótt seinna sé en skyldi, til þess að óska Unglingareglunni til hamingju með þennan Dr. Richard Beck. merkilega áfanga í sögu hennar. Jafnframt þakka ég Unglingareglunni ágæta starfsemi hennar og bið henni blessunar um ókomin ár. Hún á þörfu og miklu hlutverki að gegna i lífi þjóðarinnar. Þá vil ég ennfremur óska Bamablaðinu Æsk- unni, ritstjóra hennar og öðrum hlutaðeigend- um, heillaríkrar framtíðar, með þakklæti fyrir það, hve ágætlega hún rækir sitt hlutverk. Þetta er ritað seint á sjálfan jóladaginn, en á jólunum leitar hugur okkar fjarlægra íslands- barna öðrum dögum fremur heim á æskustöðv- arnar, og Ijúfar minningarnar .þaðan sækja fast á hugann. Mynd ættjarðarinnar, sem greypt er ógleymanlega í hugans djúp, sveipast nýjum Ijóma, en ekki hefir annað skálda vorra lýst tign hennar og svipmikilli fegurð réttar eða betur héldur en Einar Benediktsson gerir í þess- um fleygu Ijóðlínum: Þar rís hún, vor drottning, djúpsins mær, með drifbjart men yfir göfugum hvarmi og framtíma-daginn ungan á armi, eins og guðs þanki hrein og skær. Frá henni andar ilmviðsins blær, en eldhjartað slær í fannhvítum barmi. Jökulsvip ber hún harðan og heiðan, en hæðafaðm á hún víðan og breiðan og blávatna-augun blíð og tær. k

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.