Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1963, Blaðsíða 20

Æskan - 01.01.1963, Blaðsíða 20
Finström-kirkjan, sem er frá miðöldum. Finnlands, þar sem hún þekkist ekki. Álandseyjar hafa sína eigin lögreglu og sínar eigin númeraplötur á bif- reiðum. Það er líka athyglisvert, að Finnar og aðrir „útlendingar" verða að hafa dvalizt að minnsta kosti 5 ár á eyjun- um áður en þeir verða fullgildir þegn- ar og mega eignast fasteignir. Álasund er paradís ferðamannsins. Það er fyrst og fremst skerjagarðin- um að þakka, því hann eykur bað- strandalífið svo mjög. Síðan má þakka það hinu stöðuga og sólríka sumar- veðri. Loitslagið er dásamlegt, og það getur orðið mjög heitt á sumrin. Ekki eru mörg hótel á eyjunni en aragrúi „pensionata" og einkaher- bergja, sem leigð eru út. Skipaferðir til móðurlandsins og til Svíþjóðar eru ótölulegar. Fjölmörg útgerðarfélög halda uppi reglubundnum ferðum á milli og meðal annars er skíða- ferja í förum milli Stokkhólms og vesturhafnar Maríuhafnar (skíðaferja er þannig byggð, að niður úr henni ganga eins konar skíði, svo að sjálfur skipsskrokkurinn lyftist upp fyrir sjávarflötinn, þegar skipið er komið á ferð, þannig að mótstaðan verður sáralítil). „Sírena“ siglir með 70 km hraða á klst. til Stokkhólms og er að- eins tvo og hálfan tíma á leiðinni „Skandia" hin nýja ferja Siljaútgerð- arfélagsins siglir leiðina frá Norr- tálje í Svíþjóð og um Maríuhöfn til Ábo. í þessari ferju er meðal annars finnsk baðstofa (sauna), kvikmynda- hús, verzlanir og margt fleira. Finnska flugfélagið flýgur oft á dag til og frá Maríuhöfn. Maríuhöfn er vel skipulagður bær. Göturnar eru lieppilega lagðar — þær eru breiðar og liggja allar frá norðri til suðurs eða austri til vesturs. Þar eru aðeins örfáar „ská“götur. Númer- un húsanna er alltaf frá norðri til suðurs eða austri til vesturs. Bænum er skipt í tvo hluta, Austurhöfn og Vesturhöfn. Austurhöfn er miðstöð bæjarlífsins með ráðhúsinu, Societets- húsinu, aðalgötunni og verzlununum. Vesturhöfn er í rauninni komu- og brottfararhöfn ferðamanna. Á mörk- um bæjarhlutanna liggur mikið breið- stræti, Esplanadgatan, og við hana miðja er gömul stafkirkja. Álasund er hreinasta paradís fyrir ferðamenn. Þar eru forkunnarvel ræktaðir garðar, rómantískar göngu- leiðir, „Litli Hólmur", sem er bað- staður með fjölskrúðugu dýralífi, m. a. páfagaukum, sem fljúga frjálsir um á meðal gestanna, mikil tækifæri gef- ast til að fara í stuttar ferðir, og þar getur maður, ef hugur stendur til þess, látið setja sig af á einmitt því skeri eða óbyggðri ey, sem maður kann að hafa valið sér. í Vesturhöfn Maríuhafnar er skóla- skipið „Pommern", sem Álendingar eru svo stoltir af, en nú liggur það við festar framan við siglingasafnið og er hluti þess. Seglskipið liggur þarna svo fallegt og stílhreint eins og tákn bæjarins og minnir Álendinga og ferðamenn á forn siglingaafrek. Nú eru aðeins minjarnar um þá glæstu tíma eftir, og segja má að íbú- arnir lifi að mestu af ferðamönnum — sérstaklega sænskum gestum, sem ár eftir ár flykkjast til eyjanna í æ rík- ara mæli. Verðskulduð laun „Heppnin hefur vissulega ver- ið mér hliðholl pessa þrjá mán- uði, siðan ég opnaði veitinga- hús mitt,“ sagði veitingamað- ur nokkur við vin sinn, þegar þeir mættust, kvöid nokkurt. „Eg hef grætt hér um bil sex þúsund ltrónur." Maður nokkur sem stóð rétt iijú heyrði þessi orð og liann gekk til vinanna og spurði: „Má ég segja nokkur orð?“ „Gjörðu svo ve],“ sagði veit- ingamaðurinn dálítið hissa. „Þér hafið áreiðanlega gjört mikið meira en það, að græða sex þúsund krónur á þessum mánuðum," sagði maðurinn og sneri sér að veitingamanninum. „í fyrsta lagi hafið þér gjört tvo syni mína að drykkjumöim- um, og eyðilagt líf annars þéirra. Þér fylltuð hann í veit- ingaliúsi yðar, og svo lenti hann í slagsmálum og varð örkumla maður af þeim sökum. Og móðir sona minna er nið- urbrotin kona vegna veitinga yðar. Þér hafið komið miklu meiru af sams konar hlutum í verk á þessum þrem inánuðum. En setjið þetta á yður. Þér munuð fá þau laun sem þér hafið verðskuldað — einlivern- tima.“ Veitingamaðurinn varð þög- ull. Herópið. ☆ Aðeins einn. Hinn kunni franski speking- ur Voltaire þáði heimboð frá Friðriki mikla Prússakeisara. Einu sinni ætluðu þeir að láta róa sér á smábáti yfir ána Havel. En þegar þeir voru komnir í bátinn urðu þeir þess varir, að báturinn lak. Voltaire flýtti sér undir eins upp úr bátnum. En keisarinn sat kyrr og brosti liáðslega, og sagði við gest sinn: „Herra minn, eruð þér svona hræddir um líf yð- ar?“ „Já“, svaraði iiimi franski spekingur. „Þvi að þótt til séu margir keisarar í lieiminum, þá er þó ekki til nema aðeins einn Voltaire". 18

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.