Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1963, Blaðsíða 9

Æskan - 01.01.1963, Blaðsíða 9
ÆSKAN Ný frímerki. Póstmálastjórnin gefur út tvö ný frfmerki 20. febrúar næst- komandi. Frimerkin eru gefin út í tilefni jiess að 100 ár eru iiðin síðan ÞjóðminjasafniS var stofnað. Verðgildi merkjanna er 4,00 kr. og 5,50 kr. Frimerkið með lægra verðgildinu er með mynd Sigurðar Guðmundsson- ar, málara, en liann var helzti frumkvöðullinn að stofnun Þjóðminjasafnsins. Myndin er gerð eftir sjálfsmynd Sigurðar. Hitl frimerkið sýnir liluta af myndskurðinum á Val])jófs- staðahurðinni frægu, sem varð- veilt er í Þjóðminjasafninu. Frimerkin eru tvilit, hrún og græn, og er upplag þeirra óá- kveðið. Þjóðminjasafnið var stofnað 24. febrúar 1803. ☆ Hinn 21. marz næstkomandi verða geíin út í 61 landi sam- timis frimerki í sambandi við baráttu Sameinuðu þjóðanna gegn hungri, þar á meðal i F'innlandi, Noregi og á íslandi. i II t^t TI í FURUHOLTINU héklt skilti á gömlu, liolu furutré, þar sem Fii froskur átti I heima. Kláus og Maja gengu nær til þess að sjá, hvað á skiltinu stóð og þau lásu: GERl VIÐ SKÓNA MEÐAN ÞÉR BÍÐIÐ. „Nú liefur Fíi froskur tekið upp á einhverju nýju, rétt einu sinni,“ sagði Maja við Kláus. Kláus kinkaði kolli. Þau litu á skóna sína, bæði á sólana og hælana til þess að athuga, livort þyrfti að gera við þa. Svo sagði Kláus: „Það er dálitið gat á öðrum sólanum mínum." „Og hælarnir á skónum minum eru dálitið slitnir," sagði Maja. Og Kláus og Maja gengu saman inn i skóvcrkstæðið hans Fía frosks. Fíi Froskur heilsaði þeim glaðlega, ])egar þau komu inn. Hann var i gömlum huxum, skyrtu og liafði græna svuntu framan á sér. Framan á svuntunni var stór vasi og fleiri litlir hér og ])ar í síðunum. Stóri vasinn og iillu vasarnir voru fullir af nöglum og tönguin og öðru slíku dóti, og ])að hringlaði í þvi, þegar F'íi froskur hoppaði um. Hann stökk til Kláusar og Maju og tók í hendur þeirra. „Jæja,“ sagði hann og sveiflaði um sig með handleggjunum, „hvernig lízt ykkur á nýja verkstæðið mitt? Ég geri við skó, eins og þið sjáið. Meðan þið biðið,“ bætti hann við. Með einum veggnum var raðað nokkrum stólum. „Þarna getið ])ið setið og beðið,“ sagði Fíi froskur. „En fyrst skuliö þið fara úr skónum." Hinum megin í herberginu var borð og fyrir innan það lágu skósmíðaáhöld i öllum litum og stærðum og einnig saumavél. Kláus og Maja settust niður og klæddu sig úr skónum. „Alia 1“ sagði F'ii froskur, og rannsakaði sólana á skónum hans Kláusar. „Risastórt gat 1“ „Mér fannst ]>að nú ekki vera svo mjög stórt,“ sagði Kláus. „En hvað þarf ég að hiða lengi eftir viðgerðinni, Fii?“ Fíi'frosltur rýndi í gatið nokkra stund, liristi svo höfuðið og sagði: „Um það hil eina viku 1“ „Eina viku!“ lirópaði Kláus. „Ég get ekki beðið beila viku. Ég verð að fara heim og borða og sofa.“ „Þú getur alvcg eins borðað og sofið hér,“ sagði Fii froskur. Síðan athugaði Fíi skóna hennar Maju. „Hælarnir eru alveg gatslitnir," sagði hann. „Þeir eru orðnir flatir eins og pönnukaka. Hvað hefurðu gert? Hefurðu reynt að renna þér á sandpappir?" „Hvað þarf ég að biða lengi?“ spurði Maja. Nú hristi Fíi froskur höfuðið lengi og var mjög alvarlegur á svipinn. „Ja,“ sagði liann að lokum, „ef ég vinn eins mikið og ég get og enginn truflar mig og ef ég hcf nóg efni til viðgerðarinnar, ])á get ég kannski gert við hælana ]>ina á um það bil einum mánuði." „Einum mánuði!“ hrópaði Maja. „Ja, ég gæti cf til vill lokið þvi á skemmri tima,“ sagði Fíi froskur. „Það er hugsan- legt, að ég gæti það á 29 dögum." En Kláus og Maja sögðu, að þau gætu ekki heðið eina viku hvað þá einn mánuð eða 29 daga, og svo ætluðu þau að fara. 7

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.