Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1965, Blaðsíða 19

Æskan - 01.04.1965, Blaðsíða 19
Gítar- námsk\ skulum nú byrja á gömlu, ensku lagi, sem við spilum allt í 2. handstöðu og ^otuni enga lausa strengi. Þetta getur verið erfitt fyrst, og gæta verður þess, að vinstri °udin sé ekki stif og gítarhálsinn leiti ekki ofan í greipina. Gott er að lesa öll lög st yfir með „ta-ti“ til þess að læra réttan ritma-lestur, áttungsnótu með punkti og extándunótu á eftir á að lesa ta-i-íi. í rímnastemmunum eru mislangir taktar, skrefa og þriggja skrefa, þá fjögra skrefa og tveggja skrefa. Þegar þið hafið U l;>ær vel, skuluð þið skrifa aðrar eftir minni eða semja nýjar, en hafa raddsvið llls fimm tóna röð eða sex. Vænt þætti mér um að fá að sjá lagsmíðar ykkar og heyra frá ykkur um árangur af þessum vetri við gítarinn. Ritminn í Barbara 11 er svolítið snúinn við fyrstu sýn en á að leikast fjörugt, þegar búið er að æfa la-'gilega. Bach-d ansinn er léttur og án allra hljóma og gefur liðuga hönd, ef æft er svo hægt sé að spila það nokkuð hratt og hrein- lega, en lög með hljómum eingöngu gera hönd- ina stífa og svifaseina. Ágæt æfing er að spila þríundir upp og ofan í þeim tóntegundum, sem þið kunnið, og fara yfir allt nótnabrettið, byrja á c: c-e-d-í-e-g o. s. frv. og niður: g-e-f-d-e-c-d-h o. s. frv. Hægri höndina notum við eins í öllum þessum lögum, leikum með þumli á bassastreng- ina þrjá, en vísifingri og löngutöng á víxl (alltaf á víxl!) á yfir- eða lágstrengjunum. Næst verðum við að búa okkur undir sumarsöng og ferðalög með því að taka fyrir hljómslátt undir söng. Ég óska ykkur svo gleðilegs sumars og þakka ykkur fyrir veturinn og vona, að þið haíið haft bæði gagn og gaman af gítarnum ykkar. Hallgrímur Jakobsson, Hjarðarhaga 24 Reykjavík. ►►►

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.