Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1965, Blaðsíða 30

Æskan - 01.04.1965, Blaðsíða 30
ROY ORBISON var fyrsta daegurlaga- stjarna Ameríku, sem keppt gat með ár- angri við Bítlana og þeirra líka. Platan „Oh, Pretty Woman“, sem kom út fyrir tveimur mánuðum, varð númer eitt á vin- sældalistanum í Englandi. Fyrir tveimur árum kom út platan „It’s Over“, og tóku þá fáir eftir henni. I»eir, sem komast yfir hana núna, munu ekki verða fyrir von- brigðum. íslenzkir ungtemplarar. Kæra Æska. Hvað er félags- skapur íslenzkra ungtemplara? Getur ])ú ekki sagt mér eittlivaS um ]>ann félagsskap? Til dæm- is á livaða aidri félagarnir eru, og hvert væri bezt að snúa sér til að fá hjálp til að stofna dcild í ]>eim félagsskap? Hallgrimur. Svar: Islenzkir ungtempkir- ar (lUT) er sjálfstæð deild á vegum Góðtemplarareglunnar (IOGT) hér á landi, sem vinn- ur gegn neyzlu áfengis og tó- baks meðal fólks á aldrinum 14 til 25 ára. Hlutverk félags- skaparins er eigi aðeins að gera félaga sina að góðum, starf- sömum og viðsýnum samfélags- þegnum. íslenzkir ungtemplar- ar beita sér fyrir funda- og skemmtistarfsemi, útilífi, íþróttum, ferðalögum og tóm- stundaiðju. í sambandinu eru 9 deildir með yfir 800 félögum og heldur það árlega þing. Sam- bandið gefur út blaðið Sumar- mál. Formaður er séra Árelius Níelsson, og væri bezt fyrir þig að skrifa til hans og fá nánari upplýsingar. Samvinnuskip. Kæra Æska. Við erum hér tveir strákar að deila um hvaða skip sé stærst í eigu íslendinga og hverjir séu eigendur þess. Getur þú ekki skorið úr þess- um þrætum okkar i næsta blaði? Tveir á Húsavík. Svar: Stærsta skip i eigu ís- lcndinga mun vera olíuflutn- ingaskipið Hamrafell, sem cr 16.730 dwt. Skipið er eign San)- hands islenzkra samvinnufé- laga, en samvinnumenn hafa á undanförnum árum eignast átta flutningaskip, en þau eru auk Hamrafells: Mælifell, 2740 dwt., Arnarfell, 2300 dwt., Dísarfell, 1015 dwt., Stapafell, 1126 dwt., Litlafell, 917 dwt., Jökulfell, 1045 dwt, og Helgafell, 3250 dwt. The Dave Clark Five. Kæra Æska. Við höfum heyrt mikið talað um hina frægu brezku bítla The Dave Clark Five, og ætlum þess vegna að biðja þig um að birta mynd af þeim. Ásdís og Fríða. Svar: Hér birtum við mynd af þessari hljómsveit, sen) cr injög vinsæl i Bretlandi og víða um heim. Á siðasta ári gáfu þeir ekki út eina einustu plðtu, sem ekki seldist i yfir 100.000 eintökum. 158

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.