Æskan

Volume

Æskan - 01.02.1967, Page 8

Æskan - 01.02.1967, Page 8
HRÓI HÖTTUR „Vægið mérl“ æpti karlinn, um leið pg hann sleppti stafnum, „og takið óhræsis hnífinn burt. Hví farið þið svona með mig? Ég er ekki annað en fátækur förumaður, og hef aldrei gert nokkrum manni minnsta mein“. „Það er sjálfsagt ekki, þorparinn þinn“, svaraði Vil- hjálmur. „Þú sem hefur því nær drepið hinn bezta mann, sem nokkru sinni hefur stigið fæti sínum í þennan skóg. Nú skaltu fara aftur til hans, og áður en sól er af lofti, skaltu fá þína hegningu“. Förumanninum varð ekki um sel við þessa hótun. Hann hafði misst eina vopnið sitt og hugðist nú á elliárum varla mundu megna við þremur hraustum ungum mönn- um. Þótti honum nú óvænlega horfa, og lá við að fall- ast hugur, en þá kom honum skjótlega ráð í hug. „Hraust- ir drengir", mælti hann, „hvers vegna viljið þið úthella blóði örvasa aumingja. Þið verðið eigi ríkari að heldur. Ef þið nú leyfið mér að fara í friði og lofið að láta mig óáreittan, skuluð þið eiga hundrað gullpeninga, sem ég hef í mjölpokanum þeim arna“. Skógarmennirnir tóku nú tal með sér hljóðlega, og urðu ásáttir um að fá peningana, síðan gætu þeir ráðið málalyktum. „Komdu þá með pen- ingana, karl“, sagði Vilhjálmur, „svo getum við séð til, hvernig fer“. Förumaðurinn leysti belti sitt, tók pokann og lagði hann á jörðina, en skógarmennina langaði í gull- ið, og lutu þeir niður að honum, til að taka við pening- unum. Bragðarefurinn lézt leita vandlega á botni pokans og tók nokkrum sinnum hnefafylli af mjöli og lagði í hrúgu hjá sér. Því næst greip hann snögglega fullar lúk- umar af mjölinu og kastaði framan í skógarmennina. Þeim kom þetta alveg á óvart og varð það fyrst fyrir að fara að núa augun. Þá spratt förukarlinn upp í skyndi, þreif staf sinn og lét höggin ríða þung og þétt á háls þeim og herðar. „Ég hef gert fötin ykkar mjölug", sagði hann, „en hérna hef ég prik til að bursta þau aftur hrein“, og áður en þeir höfðu náð sér eftir fátið, sem á þá kom, hafði karlinn barið þá svo óþyrmilega, að hann var seinast orðinn uppgefinn og feginn að taka sér dálitla hvíld. Skógarmennirnir reyndu eigi til að hefna sín, enda voru þeir hálfblindir af mjölinu. Þeir sáu því þann kost bezt- an að hafa sig á burt, og það gerðu þeir. Karlinum var heldur en ekki dillað, er bragð hans heppnaðist svo vel, en flýtti sér þó burt sem mest hann mátti. Þegar Vilhjálmur og félagar hans komu aftur til Hróa hattar, gat hann ekki, svo þjáður sem hann var, stillt sig um að skellihlæja að þeim, svo sneyptir og niðurdregnir voru þeir á að sjá. Þeir neru augun, og mjölið á klæðum þeirra sýndi ljóslega, hve illilega hafði verið á þá leikið. „Hvernig tókst viðureignin við förukarlinn?" spurði Hrói. „Þrír aðrir eins fullhugar og þið eruð hafið þó líklega getað staðið honum á sporði“. Vilhjálmur varð fyrir svörum, og sagði upp alla söguna, hversu atförin við hann tókst heppilega í fyrstu, og að karl lofaði fé til lausnar sér, en þegar kom að mjölinu og höggum þeim, sem þeir höfðu fengið, hló Hrói, svo að hann sárkenndi til í öllum limum sínum. Þótt hann hefði feginn viljað hafa haft hendur í hári karlsins, gat hann þó ekki ann- að en dáðst að kænskubragði hans, og strengdi þess heit, að ef hann kæmist aftur í kast við þetta heljarmenni, skyldi hann fá hann nauðugan viljugan í skógarmanna- félagið í Barnesdal. Frá leikum skógarmanna Margar fagrar grundir, vaxnar grasblómum og sóleyj- um, breiðast út fram með hinu straumþunga Trentfljóti, og skógarnir, sem kveða við af fuglasöngnum, lykja víða svo fast að því, að slútandi greinar trjánna baðast í vatn- inu, sem er fagurt eins og spegill.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.